Fegurð fótboltans 18. júní 2006 00:01 Það er ekkert auglýsingaskrum þegar sagt er að heimsmeistarakeppnin í fótbolta sé stærsti íþróttaviðburður heims. Í hugum mjög margra stendur þessi málsgrein reyndar óhögguð þótt orðið "íþrótta" sé fellt burt úr henni. Fegurð HM í fótbolta umfram til dæmis Ólympíuleika, er að á HM er ekkert lið komið til að vera bara með. Leikur tvegga fótboltaliða snýst aldrei um neitt annað en sigur og ólíkt frjálsum íþróttum, vinnur ekki alltaf sá besti í fótbolta. Lið getur unnið vegna þess að klókur þjálfari spilar vel úr takmörkuðum leikmannahópi, lið getur líka unnið vegna ósanngirni, með svindli, eða með algjörri heppni. Ólíkt frjálsum íþróttum, vinnur ekki alltaf sá besti í fótbolta. Lið getur unnið vegna ósanngirni, með svindli, eða með algjörri heppni. Þannig líkist fótbolti lífinu sjálfu miklu meira en til dæmis hundrað metra hlaup; þar vinnur sá sem hleypur hraðast, punktur. Eins og lífið, er fótbolti er miklu flóknara fyrirbrigði. Þetta skynjar fólk, líka þeir sem horfa ekki alla jafnan á fótbolta, en hrífast með þegar HM brestur á. Það er því ekkert undarlegt við að það hægist á viðskiptum og öðrum hversdagslegum hlutum á jarðarkringlunni þegar þrjátíu og tvö af bestu fótboltaliðum heims koma saman og leika sín á milli þar til sigurliðið stendur eitt eftir. HM í fótbolta hefur sloppið blessunarlega við að verða pólitískt bitbein þjóða, eins og hefur af og til orðið hlutskipti Ólympíuleikanna. Ef eitthvað er hefur fótboltanum stundum tekist að fá þjóðir til að gleyma ágreiningi sínum, þótt ekki sé nema í þær 90 mínútur sem einn leikur stendur yfir. Frægasta dæmið um hvernig fótboltinn getur risið upp yfir jafnvel grimmustu átök er úr fyrri heimsstyrjöldinni, þegar breskir og þýskir hermenn lögðu niður vopn yfir jólin 1914 og léku fótbolta á einskismannslandinu milli skotgrafanna í Ypres í Belgíu. Á föstudag var skorað svo fallegt mark á HM að litlar líkur eru á að betur verði gert á þessu móti. Þetta var mark númer tvö í leik Serbíu-Svartfjallalands við Argentínu. Markið kom við tuttugustu og fjórðu snertingu innan argentíska liðsins þegar Esteban Cambiasso þrumaði boltanum í netið eftir hælsendingu frá félaga sínum, Hernan Crespo. Ótrúleg snilld sem hefur kallað fram gæsahúð um allan heim. Fótboltasérfræðingar hafa strax tekið að bera þetta mark saman við annað af argentískum uppruna, eða það sem snillingurinn Diego Maradona skoraði upp á eigin spýtur með því að leika á næstum hvern einasta leikmann enska landsliðsins á HM í Mexíkó 1986. Það þykir hið fullkomna einstaklingsmark. Markið sem landi hans Cambiasso skoraði er á sama hátt hið fullkomna mark liðsheildarinnar. En þótt þetta mark Maradona sé eitt það eftirminnilegasta í sögu HM er þó síðara markið sem hann skoraði í sama leik ennþá frægara. Þar kom við sögu "la mano de Dios" eins og Maradona útskýrði seinna sjálfur, eða hönd guðs, sem hjálpaði honum við að koma boltanum fram hjá Peter Shilton, markverði enska liðsins. Markið tryggði að Argentínumenn héldu áfram í keppninni, sem þeir enduðu svo með að vinna. þessum eina leik kristallaðist sígilt aðdráttarafl fótboltans, snilldin bak við fyrra markið og viljinn til að vinna með öllum tiltækum ráðum sem stýrði hendi Maradona í seinna skiptið. Og eins og í lífinu kom sanngirni eða réttlæti þar ekkert við sögu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Skoðanir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun
Það er ekkert auglýsingaskrum þegar sagt er að heimsmeistarakeppnin í fótbolta sé stærsti íþróttaviðburður heims. Í hugum mjög margra stendur þessi málsgrein reyndar óhögguð þótt orðið "íþrótta" sé fellt burt úr henni. Fegurð HM í fótbolta umfram til dæmis Ólympíuleika, er að á HM er ekkert lið komið til að vera bara með. Leikur tvegga fótboltaliða snýst aldrei um neitt annað en sigur og ólíkt frjálsum íþróttum, vinnur ekki alltaf sá besti í fótbolta. Lið getur unnið vegna þess að klókur þjálfari spilar vel úr takmörkuðum leikmannahópi, lið getur líka unnið vegna ósanngirni, með svindli, eða með algjörri heppni. Ólíkt frjálsum íþróttum, vinnur ekki alltaf sá besti í fótbolta. Lið getur unnið vegna ósanngirni, með svindli, eða með algjörri heppni. Þannig líkist fótbolti lífinu sjálfu miklu meira en til dæmis hundrað metra hlaup; þar vinnur sá sem hleypur hraðast, punktur. Eins og lífið, er fótbolti er miklu flóknara fyrirbrigði. Þetta skynjar fólk, líka þeir sem horfa ekki alla jafnan á fótbolta, en hrífast með þegar HM brestur á. Það er því ekkert undarlegt við að það hægist á viðskiptum og öðrum hversdagslegum hlutum á jarðarkringlunni þegar þrjátíu og tvö af bestu fótboltaliðum heims koma saman og leika sín á milli þar til sigurliðið stendur eitt eftir. HM í fótbolta hefur sloppið blessunarlega við að verða pólitískt bitbein þjóða, eins og hefur af og til orðið hlutskipti Ólympíuleikanna. Ef eitthvað er hefur fótboltanum stundum tekist að fá þjóðir til að gleyma ágreiningi sínum, þótt ekki sé nema í þær 90 mínútur sem einn leikur stendur yfir. Frægasta dæmið um hvernig fótboltinn getur risið upp yfir jafnvel grimmustu átök er úr fyrri heimsstyrjöldinni, þegar breskir og þýskir hermenn lögðu niður vopn yfir jólin 1914 og léku fótbolta á einskismannslandinu milli skotgrafanna í Ypres í Belgíu. Á föstudag var skorað svo fallegt mark á HM að litlar líkur eru á að betur verði gert á þessu móti. Þetta var mark númer tvö í leik Serbíu-Svartfjallalands við Argentínu. Markið kom við tuttugustu og fjórðu snertingu innan argentíska liðsins þegar Esteban Cambiasso þrumaði boltanum í netið eftir hælsendingu frá félaga sínum, Hernan Crespo. Ótrúleg snilld sem hefur kallað fram gæsahúð um allan heim. Fótboltasérfræðingar hafa strax tekið að bera þetta mark saman við annað af argentískum uppruna, eða það sem snillingurinn Diego Maradona skoraði upp á eigin spýtur með því að leika á næstum hvern einasta leikmann enska landsliðsins á HM í Mexíkó 1986. Það þykir hið fullkomna einstaklingsmark. Markið sem landi hans Cambiasso skoraði er á sama hátt hið fullkomna mark liðsheildarinnar. En þótt þetta mark Maradona sé eitt það eftirminnilegasta í sögu HM er þó síðara markið sem hann skoraði í sama leik ennþá frægara. Þar kom við sögu "la mano de Dios" eins og Maradona útskýrði seinna sjálfur, eða hönd guðs, sem hjálpaði honum við að koma boltanum fram hjá Peter Shilton, markverði enska liðsins. Markið tryggði að Argentínumenn héldu áfram í keppninni, sem þeir enduðu svo með að vinna. þessum eina leik kristallaðist sígilt aðdráttarafl fótboltans, snilldin bak við fyrra markið og viljinn til að vinna með öllum tiltækum ráðum sem stýrði hendi Maradona í seinna skiptið. Og eins og í lífinu kom sanngirni eða réttlæti þar ekkert við sögu.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun