Timburmenn kosninga 6. júní 2006 00:01 Fyrir réttum fjórum vikum lýsti ég í þessum dálki vandlætingu á þeim sem kvörtuðu og þreyttust á kosningabaráttu. Ég lýsti mikilvægi kosninga í lýðræðisþjóðfélagi og þá um leið nauðsyn á stjórnmálumræðu sem eðlilegt er að eigi sér stað rétt fyrir kosningar. Nú hvarflar að mér að fara að dæmi frambjóðandans fyrir vestan og éta þetta einfaldlega allt ofan í mig. Aðdragandi kosninganna var afspyrnu leiðinlegur. Frambjóðendurnir og þeir sem skipulögðu kosningabaráttuna bera einhverja ábyrgð á því. Ég held t.d. að flokkurinn sem ég styð, þ.e. Samfylkingin sé að missa sjónar á því að flokkar þurfa að taka afstöðu þó þeir séu ekki einsmálshreyfingar. Ég er þeirrar skoðunar að vinstri grænir geti að miklu leyti þakkað tæra afstöðu í umhverfismálum góðan árangur í kosningunum. Fólk sem er í stórum flokki eins og Samfylkingin er verður að sætta sig við að vera stundum í minnihluta í flokknum. Þau sem eru í stórum flokki verða að forgangsraða. Það er ekki hægt að ætla að vera stór flokkur sem sækir fylgi sitt fyrst og fremst til þeirra sem búa í þéttbýli á suðvesturhorninu og láta þá sem styðja stóriðjustefnu nöfnu minnar Sverrisdóttur ráða ferðinni í byggðamálum og umhverfismálum. Meira að segja Moggi er farinn að efast um að sú stefna gangi alveg upp. Þegar svo er komið finnst henni mér svolítið skrítið að nútíma jafnaðarmannaflokkur hafi þau mál ekki nokkuð á tæru. Flokkunum er þó ekki fyrst og fremst um að kenna, hvað aðdragandi kosninganna var óspennandi og leiðinlegur. Fréttamenn bera þar mesta ábyrgð. Hvers konar vitleysa var eiginlega þessi raðskoðanakönnun (eða hvað það nú hét) Ríkisútvarpsins? Það er umræðunnar virði að velta fyrir sér hvort og þá um leið hvaða og hve mikil áhrif skoðanakannanir hafa á skoðanamyndun. Ef þær hafa áhrif þá er ljóst að Ríkisútvarpið kostaði, eða á gamaldags íslensku, borgaði fyrir kosningabaráttu einhverra. Í Frakklandi er talið að skoðanakannanir hafi áhrif og því má ekki birta þær í hálfan mánuð áður en kosningar fara fram. Að þessu efni frágengnu sem er þó grafalvarlegt, þá var þetta leiðinleg og með öllu ómálefnaleg umfjöllun um kosningarnar. Ekki bætti úr skák að fréttamenn létu eins og skoðanakönnunin í gær hefði verið algildur sannleikur, síðustu kosningar svei mér þá þess vegna vann Framsóknarflokkurinn á alla kosningabaráttuna þó flokkurinn hafi aldrei beðið annað eins afhroð í kosningum. Svo mikið að eftir því sem sagan segir þá er formaðurinn að hugsa um að taka pokann sinn. Ekki þvælast eftirlaunakjörin sem þau samþykktu á þinginu fyrir rúmum tveimur árum fyrir honum þegar hann veltir því fyrir sér, blessaður maðurinn. Vinur minn um þrítugt vakti athygli mína á því að í viðtölum við þá sem verða í minnihluta í bæjar- og sveitastjórnum næsta kjörtímabil var einn rauður þráður. Þau ætla öll að berjast á móti meirihlutanum og komast að næst. Enginn ætlar að vinna að góðum málum með meirihlutanum. Á kona þá að trúa því að í öllum bæjarfélögum sé svo mikill ágreiningur að ekkert dugi nema stálin stinn til að eiga við þetta fólk sem ætlar að sinna sameiginlegum málum okkar borgaranna? Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum var á annarri skoðun, hann ætlar að ná góðri samvinnu við minnihlutann, sagði hann. Fá þau þá embætti, spurði þá fréttamaðurinn. Því miður er spurning fréttamannsins lýsandi fyrir hvaða augum stjórnmálavafstur er litið. Það virðist fyrst og síðast snúast um að fá eða vera í vinnu. Í einu bæjarfélagi að minnsta kosti var samið um að flokkarnir sem sömdu hefðu skipti á yfirráðum bæjarstjórastólsins á kjördæmabilinu. Í öðru bæjarfélagi lítur út sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi þurft hrossakaup innanflokks til að ná samstöðu um að vinna með vinstri grænum. Ég verð bæjarstjóri í tvö ár og þú svo í tvö. Aðalatriðið er ekki lengur að ná fram stefnumálum, heldur hver fær framkvæmdastjórastarfið, launin og upphefðina sem talin er fylgja því. Eftir höfðinu dansa limirnir, þannig sömdu ríkisstjórnarflokkarnir eftir síðustu kosningar. Minnir mikið að á apasamfélagið sem Germain Greer lýsti á skemmtilegustu ráðstefnu í heimi sem haldin var á Bifröst í síðustu viku. Ekki hefur það nú skilað þessari þjóð mikilli gæfu eða stjórnvisku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Fyrir réttum fjórum vikum lýsti ég í þessum dálki vandlætingu á þeim sem kvörtuðu og þreyttust á kosningabaráttu. Ég lýsti mikilvægi kosninga í lýðræðisþjóðfélagi og þá um leið nauðsyn á stjórnmálumræðu sem eðlilegt er að eigi sér stað rétt fyrir kosningar. Nú hvarflar að mér að fara að dæmi frambjóðandans fyrir vestan og éta þetta einfaldlega allt ofan í mig. Aðdragandi kosninganna var afspyrnu leiðinlegur. Frambjóðendurnir og þeir sem skipulögðu kosningabaráttuna bera einhverja ábyrgð á því. Ég held t.d. að flokkurinn sem ég styð, þ.e. Samfylkingin sé að missa sjónar á því að flokkar þurfa að taka afstöðu þó þeir séu ekki einsmálshreyfingar. Ég er þeirrar skoðunar að vinstri grænir geti að miklu leyti þakkað tæra afstöðu í umhverfismálum góðan árangur í kosningunum. Fólk sem er í stórum flokki eins og Samfylkingin er verður að sætta sig við að vera stundum í minnihluta í flokknum. Þau sem eru í stórum flokki verða að forgangsraða. Það er ekki hægt að ætla að vera stór flokkur sem sækir fylgi sitt fyrst og fremst til þeirra sem búa í þéttbýli á suðvesturhorninu og láta þá sem styðja stóriðjustefnu nöfnu minnar Sverrisdóttur ráða ferðinni í byggðamálum og umhverfismálum. Meira að segja Moggi er farinn að efast um að sú stefna gangi alveg upp. Þegar svo er komið finnst henni mér svolítið skrítið að nútíma jafnaðarmannaflokkur hafi þau mál ekki nokkuð á tæru. Flokkunum er þó ekki fyrst og fremst um að kenna, hvað aðdragandi kosninganna var óspennandi og leiðinlegur. Fréttamenn bera þar mesta ábyrgð. Hvers konar vitleysa var eiginlega þessi raðskoðanakönnun (eða hvað það nú hét) Ríkisútvarpsins? Það er umræðunnar virði að velta fyrir sér hvort og þá um leið hvaða og hve mikil áhrif skoðanakannanir hafa á skoðanamyndun. Ef þær hafa áhrif þá er ljóst að Ríkisútvarpið kostaði, eða á gamaldags íslensku, borgaði fyrir kosningabaráttu einhverra. Í Frakklandi er talið að skoðanakannanir hafi áhrif og því má ekki birta þær í hálfan mánuð áður en kosningar fara fram. Að þessu efni frágengnu sem er þó grafalvarlegt, þá var þetta leiðinleg og með öllu ómálefnaleg umfjöllun um kosningarnar. Ekki bætti úr skák að fréttamenn létu eins og skoðanakönnunin í gær hefði verið algildur sannleikur, síðustu kosningar svei mér þá þess vegna vann Framsóknarflokkurinn á alla kosningabaráttuna þó flokkurinn hafi aldrei beðið annað eins afhroð í kosningum. Svo mikið að eftir því sem sagan segir þá er formaðurinn að hugsa um að taka pokann sinn. Ekki þvælast eftirlaunakjörin sem þau samþykktu á þinginu fyrir rúmum tveimur árum fyrir honum þegar hann veltir því fyrir sér, blessaður maðurinn. Vinur minn um þrítugt vakti athygli mína á því að í viðtölum við þá sem verða í minnihluta í bæjar- og sveitastjórnum næsta kjörtímabil var einn rauður þráður. Þau ætla öll að berjast á móti meirihlutanum og komast að næst. Enginn ætlar að vinna að góðum málum með meirihlutanum. Á kona þá að trúa því að í öllum bæjarfélögum sé svo mikill ágreiningur að ekkert dugi nema stálin stinn til að eiga við þetta fólk sem ætlar að sinna sameiginlegum málum okkar borgaranna? Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum var á annarri skoðun, hann ætlar að ná góðri samvinnu við minnihlutann, sagði hann. Fá þau þá embætti, spurði þá fréttamaðurinn. Því miður er spurning fréttamannsins lýsandi fyrir hvaða augum stjórnmálavafstur er litið. Það virðist fyrst og síðast snúast um að fá eða vera í vinnu. Í einu bæjarfélagi að minnsta kosti var samið um að flokkarnir sem sömdu hefðu skipti á yfirráðum bæjarstjórastólsins á kjördæmabilinu. Í öðru bæjarfélagi lítur út sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi þurft hrossakaup innanflokks til að ná samstöðu um að vinna með vinstri grænum. Ég verð bæjarstjóri í tvö ár og þú svo í tvö. Aðalatriðið er ekki lengur að ná fram stefnumálum, heldur hver fær framkvæmdastjórastarfið, launin og upphefðina sem talin er fylgja því. Eftir höfðinu dansa limirnir, þannig sömdu ríkisstjórnarflokkarnir eftir síðustu kosningar. Minnir mikið að á apasamfélagið sem Germain Greer lýsti á skemmtilegustu ráðstefnu í heimi sem haldin var á Bifröst í síðustu viku. Ekki hefur það nú skilað þessari þjóð mikilli gæfu eða stjórnvisku.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun