Vilja stíga stærri skref 24. maí 2006 09:00 Við Ingólfstorg í Reykjavík. Fréttablaðið/Anton Eigin tillögur bankanna um framtíð Íbúðalánasjóðs verða á næstu dögum kynntar stýrihópi sem félagsmálaráðherra skipaði til að koma fram með tillögur um framtíð sjóðsins. Mikið ber í milli hjá stýrihópnum og bönkunum. Bankarnir höfnuðu fyrstu hugmyndum stýrihópsins um að koma á sérstökum Íbúðabanka sem væri deild innan Íbúðalánasjóðs. Telja bankarnir þar einungis haldið áfram ríkisábyrgð sem trufli aðra fjármögnun á markaði. Aukinheldur eru tillögurnar sagðar hafa gert ráð fyrir að bankarnir yrðu dreifileið fyrir Íbúðalánasjóð þannig að aflögð yrði samkeppni og allir dreifðu lánum á sömu vöxtum. Samkvæmt heimildum Markaðarins tók nokkurn tíma fyrir bankastofnanir hér að ná samstöðu um eigin tillögur þar sem áherslur þeirra og aðstæður eru mismunandi. Til dæmis er sagður mikill munur á stóru viðskiptabönkunum og svo sparisjóðum sem ekki fjármagna sig með sama hætti. Tillögur bankanna eru nú í kynningu hjá stjórnendum sem málið varðar þar innandyra og voru sendar út fyrir helgi. Samkvæmt heimildum Markaðarins eiga svo Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, og Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis banka, bókaðan fund með Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra eftir næstu helgi þar sem til stendur að ræða málið og önnur mál tengd starfsumhverfi bankanna í víðu samhengi. Bjarni og Halldór eru formaður og varaformaður Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja (SBV) en þau hafa lagt mikla áherslu á að Íbúðalánasjóður hverfi af samkeppnismarkaði. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri SBV, segir málið enn á umræðustigi og ekki í neinum hnút. Hann segir að leggja þurfi áherslu á að vinna málið vel því hver sem niðurstaðan verði sé ljóst að hún kalli strax á viðbrögð matsfyrirtækja og alþjóðastofnana sem fjallað hafi um lánshæfi bankanna og efnahagsmál hér. Ljóst er að framtíð sjóðsins skiptir þarna nokkuð miklu máli, enda segir í nýlegu áliti Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) að hann hafi verið ein helsta hindrunin í vegi þess að peningamálastefna Seðlabankans hafi náð hér fram að ganga með eðlilegum hætti. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans og varaformaður SBV, segir samtökin lengi hafa haft ákveðnar hugmyndir um þær breytingar sem verða myndu til að ríkið hyrfi af íbúðalánamarkaði. "Grunnpunktarnir af okkar hálfu hafa verið að umfang ríkisins væri hér eftir líka grundvallað af markaðslögmálum og ekki yrði ríkisstyrkt samkeppni á þessum markaði." Hann segir ljóst að mikið beri enn í milli og telur að endurmeta þurfi stöðuna í ljósi umræðu sem átt hefur sér stað um bankana og efnahagslíf hér á alþjóðavettvangi. "Íbúðalán eru í hverju landi einn stærsti þátturinn í fjármálamarkaðnum, hafa áhrif á þróun skuldabréfamarkaðar og almennt á þróunina með mjög víðtækum hætti. Því er mjög mikilvægt að vel takist til um slíkar breytingar og að alþjóðafjármálamarkaðurinn sjái þær sem jákvæðar breytingar á fjármálamarkaði hér. Því kann að vera að menn þurfi að horfa á þetta upp á nýtt og stíga skref sem eru stærri í átt að því að markaðsvæða þetta kerfi en þeir höfðu áður hugsað sér. Að þessu held ég að allir hafi hag að því að vinn aað með opnum huga í stað þess að festast í umræðum fortíðar." Viðskipti Mest lesið Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Sjá meira
Eigin tillögur bankanna um framtíð Íbúðalánasjóðs verða á næstu dögum kynntar stýrihópi sem félagsmálaráðherra skipaði til að koma fram með tillögur um framtíð sjóðsins. Mikið ber í milli hjá stýrihópnum og bönkunum. Bankarnir höfnuðu fyrstu hugmyndum stýrihópsins um að koma á sérstökum Íbúðabanka sem væri deild innan Íbúðalánasjóðs. Telja bankarnir þar einungis haldið áfram ríkisábyrgð sem trufli aðra fjármögnun á markaði. Aukinheldur eru tillögurnar sagðar hafa gert ráð fyrir að bankarnir yrðu dreifileið fyrir Íbúðalánasjóð þannig að aflögð yrði samkeppni og allir dreifðu lánum á sömu vöxtum. Samkvæmt heimildum Markaðarins tók nokkurn tíma fyrir bankastofnanir hér að ná samstöðu um eigin tillögur þar sem áherslur þeirra og aðstæður eru mismunandi. Til dæmis er sagður mikill munur á stóru viðskiptabönkunum og svo sparisjóðum sem ekki fjármagna sig með sama hætti. Tillögur bankanna eru nú í kynningu hjá stjórnendum sem málið varðar þar innandyra og voru sendar út fyrir helgi. Samkvæmt heimildum Markaðarins eiga svo Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, og Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis banka, bókaðan fund með Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra eftir næstu helgi þar sem til stendur að ræða málið og önnur mál tengd starfsumhverfi bankanna í víðu samhengi. Bjarni og Halldór eru formaður og varaformaður Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja (SBV) en þau hafa lagt mikla áherslu á að Íbúðalánasjóður hverfi af samkeppnismarkaði. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri SBV, segir málið enn á umræðustigi og ekki í neinum hnút. Hann segir að leggja þurfi áherslu á að vinna málið vel því hver sem niðurstaðan verði sé ljóst að hún kalli strax á viðbrögð matsfyrirtækja og alþjóðastofnana sem fjallað hafi um lánshæfi bankanna og efnahagsmál hér. Ljóst er að framtíð sjóðsins skiptir þarna nokkuð miklu máli, enda segir í nýlegu áliti Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) að hann hafi verið ein helsta hindrunin í vegi þess að peningamálastefna Seðlabankans hafi náð hér fram að ganga með eðlilegum hætti. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans og varaformaður SBV, segir samtökin lengi hafa haft ákveðnar hugmyndir um þær breytingar sem verða myndu til að ríkið hyrfi af íbúðalánamarkaði. "Grunnpunktarnir af okkar hálfu hafa verið að umfang ríkisins væri hér eftir líka grundvallað af markaðslögmálum og ekki yrði ríkisstyrkt samkeppni á þessum markaði." Hann segir ljóst að mikið beri enn í milli og telur að endurmeta þurfi stöðuna í ljósi umræðu sem átt hefur sér stað um bankana og efnahagslíf hér á alþjóðavettvangi. "Íbúðalán eru í hverju landi einn stærsti þátturinn í fjármálamarkaðnum, hafa áhrif á þróun skuldabréfamarkaðar og almennt á þróunina með mjög víðtækum hætti. Því er mjög mikilvægt að vel takist til um slíkar breytingar og að alþjóðafjármálamarkaðurinn sjái þær sem jákvæðar breytingar á fjármálamarkaði hér. Því kann að vera að menn þurfi að horfa á þetta upp á nýtt og stíga skref sem eru stærri í átt að því að markaðsvæða þetta kerfi en þeir höfðu áður hugsað sér. Að þessu held ég að allir hafi hag að því að vinn aað með opnum huga í stað þess að festast í umræðum fortíðar."
Viðskipti Mest lesið Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Sjá meira