Listahátíð til fyrirmyndar 14. maí 2006 00:01 Listahátíð í Reykjavík var sett á föstudag í tuttugusta sinn. Sú fyrsta var haldin árið 1970, fjórum árum eftir að Ríkisútvarpið hóf sjónvarpsútsendingar. Það er um margt athyglisvert að bera saman þessar tvær menningarstofnanir sem eiga það sammerkt að vera menningarfyrirtæki sem eru fjármögnuð í bland með skattpeningum og sjálfsaflafé. Fyrir örfáum árum var Listahátíð nánast eini innflytjandi alþjóðlegra rokk- og popptónlistarmanna þegar halda átti stórtónleika í Höllinni. Þetta var á þeim tíma þegar aðrir tónleikahaldarar en Listahátíð þurftu að greiða svokallaðan skemmtanaskatt af sínum tónleikum, það er að segja ef skattayfirvöldum þóknaðist að líta svo á að þar væri flutt tónlist sem væri hægt að dansa við. Þegar sá ósanngjarni skattur var loks felldur niður stuðlaði það meðal annars að því að fram á sjónarsviðið komu sjálfstæðir tónleikahaldarar og hófu að flytja hingað hverja stórsveitina og poppstjörnuna á fætur annarri, eins og hefur tæplega farið fram hjá landsmönnum. Einkamarkaðurinn fór sem sagt inn á ákveðið menningarsvið sem Listahátíð hafði sinnt áður. Og hvað gerði Listahátíð, hélt hún sýni striki og keppti við sjálfstæðu tónleikahaldarana? Nei, þar var tekin meðvituð ákvörðun um að láta einkaaðilunum þetta menningarhlutverk eftir og eyða kröftum og fé Listahátíðar í aðra kima menningarinnar sem þurftu frekar á athygli að halda; hvort sem það er með stuðningi við verkefni innlendra listamanna eða með innflutning á erlendu listafólki sem er of mikil fjárhagsleg áhætta fyrir einkaaðila að fá til landsins. Þessa mjög svo skynsamlegu og rökréttu stefnu markaði núverandi listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík, Þórunn Sigurðardóttir, og á fyrir vikið sérstakt hróss skilið. Listahátíð undir hennar stjórn hefur verið ákaflega vel lukkaður þáttur í íslensku menningarlífi og má með fullri vissu segja að enginn sakni útlendu popparanna úr dagskrá hátíðarinnar, hvorki aðdáendur slíkrar tónlistar, sem geta nú séð fleiri slíka tónleika á vegum sjálfstæðra aðila en á vegum Listahátíðar á sínum tíma, og örugglega ekki tónleikahaldararnir sjálfir. Og þar með erum við komin að samanburðinum við Ríkisútvarpið sem enn þverskallast við að eyða drjúgum hluta fjármuna sinna og útsendinartíma í samkeppni við einkareknar sjónvarpsstöðvar um bandaríska afþreyingarþætti, í stað þess að finna sér annan skika heimsmenningarinnar sem minna framboð er af, og skapa sér þannig sérstöðu og auka fjölbreytni í sjónvarpi. Þegar Páll Magnússon var ráðinn útvarpsstjóri á síðasta ári voru bundnar vissar vonir við að þar væri kominn umbreytingamaðurinn sem Ríkisútvarpið þarf svo innilega á að halda. Þær vonir hafa hins vegar dvínað all verulega og Páll stefnir hraðbyri í að hverfa alfarið inn í ríkisbjörgin. Ekki er þó öll nótt úti. Til að sjá ljósið þyrfti Páll þyrfti að komast í kaffi til Þórunnar Sigurðardóttur og fá innsýn inn í þankagang hennar um hver er rökrétt samkeppnisstaða opinbers menningarfyrirtækis við hinn frjálsa markað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Skoðanir Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun
Listahátíð í Reykjavík var sett á föstudag í tuttugusta sinn. Sú fyrsta var haldin árið 1970, fjórum árum eftir að Ríkisútvarpið hóf sjónvarpsútsendingar. Það er um margt athyglisvert að bera saman þessar tvær menningarstofnanir sem eiga það sammerkt að vera menningarfyrirtæki sem eru fjármögnuð í bland með skattpeningum og sjálfsaflafé. Fyrir örfáum árum var Listahátíð nánast eini innflytjandi alþjóðlegra rokk- og popptónlistarmanna þegar halda átti stórtónleika í Höllinni. Þetta var á þeim tíma þegar aðrir tónleikahaldarar en Listahátíð þurftu að greiða svokallaðan skemmtanaskatt af sínum tónleikum, það er að segja ef skattayfirvöldum þóknaðist að líta svo á að þar væri flutt tónlist sem væri hægt að dansa við. Þegar sá ósanngjarni skattur var loks felldur niður stuðlaði það meðal annars að því að fram á sjónarsviðið komu sjálfstæðir tónleikahaldarar og hófu að flytja hingað hverja stórsveitina og poppstjörnuna á fætur annarri, eins og hefur tæplega farið fram hjá landsmönnum. Einkamarkaðurinn fór sem sagt inn á ákveðið menningarsvið sem Listahátíð hafði sinnt áður. Og hvað gerði Listahátíð, hélt hún sýni striki og keppti við sjálfstæðu tónleikahaldarana? Nei, þar var tekin meðvituð ákvörðun um að láta einkaaðilunum þetta menningarhlutverk eftir og eyða kröftum og fé Listahátíðar í aðra kima menningarinnar sem þurftu frekar á athygli að halda; hvort sem það er með stuðningi við verkefni innlendra listamanna eða með innflutning á erlendu listafólki sem er of mikil fjárhagsleg áhætta fyrir einkaaðila að fá til landsins. Þessa mjög svo skynsamlegu og rökréttu stefnu markaði núverandi listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík, Þórunn Sigurðardóttir, og á fyrir vikið sérstakt hróss skilið. Listahátíð undir hennar stjórn hefur verið ákaflega vel lukkaður þáttur í íslensku menningarlífi og má með fullri vissu segja að enginn sakni útlendu popparanna úr dagskrá hátíðarinnar, hvorki aðdáendur slíkrar tónlistar, sem geta nú séð fleiri slíka tónleika á vegum sjálfstæðra aðila en á vegum Listahátíðar á sínum tíma, og örugglega ekki tónleikahaldararnir sjálfir. Og þar með erum við komin að samanburðinum við Ríkisútvarpið sem enn þverskallast við að eyða drjúgum hluta fjármuna sinna og útsendinartíma í samkeppni við einkareknar sjónvarpsstöðvar um bandaríska afþreyingarþætti, í stað þess að finna sér annan skika heimsmenningarinnar sem minna framboð er af, og skapa sér þannig sérstöðu og auka fjölbreytni í sjónvarpi. Þegar Páll Magnússon var ráðinn útvarpsstjóri á síðasta ári voru bundnar vissar vonir við að þar væri kominn umbreytingamaðurinn sem Ríkisútvarpið þarf svo innilega á að halda. Þær vonir hafa hins vegar dvínað all verulega og Páll stefnir hraðbyri í að hverfa alfarið inn í ríkisbjörgin. Ekki er þó öll nótt úti. Til að sjá ljósið þyrfti Páll þyrfti að komast í kaffi til Þórunnar Sigurðardóttur og fá innsýn inn í þankagang hennar um hver er rökrétt samkeppnisstaða opinbers menningarfyrirtækis við hinn frjálsa markað.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun