Að skemmta andskotum sínum 1. maí 2006 00:01 Stjórnmál eru ekki bara list hins mögulega. Stjórnmálabaráttan snýst um að hrinda hugmyndum í framkvæmd og takast á um hugmyndir. Fyrir okkur sem höfum verið eins og áhorfendur að stjórnmálabaráttunni á vegum og í Framsóknarflokknum er jafn almenn ánægja með hve vel hefur tekist að koma fram stefnumálum flokksins og það er mikil óánægja með að samflokksmenn skuli takast á út á við um það sem þeir ættu að afgreiða innan flokks. Stjórnmálabaráttan snýst nefnilega líka um að kunna að takast á um grundvallarmál án þess að efna til óvinafagnaðar. Í öllum flokkum er að finna fólk með mismunandi afstöðu í einstökum málum þótt meginhugsjónir sameini þá í einn flokk. Áherslur fólks eru til dæmis mismunandi í Evrópumálum og það er tekist á um afstöðuna til Evrópusambandsaðildar í öllum flokkum. Haldið þið til dæmis að það fari ekki um gömlu kommana í Samfylkingunni þegar formaður þeirra talar um inngöngu í Evrópubandalagið? Ennþá bera þeir gæfu til að halda þeim ágreiningi innandyra. Hamingjan er heimanfengin. Í stjórnmálaflokkum gera menn eins og á öllum góðum heimilum. Menn skiptast á skoðunum, deila á vettvangi flokksins og koma svo heilir og samhentir fram á sjónarsviðið þegar málin hafa verið afgreidd. Hjón bera sjaldnast ágreining sinn á torg nema þau séu að skilja og það á líka almennt við í stjórnmálum. Oft hefur það hvarflað að mér á undanförnum misserum að tilteknir þingmenn hafi annað hvort þegar ákveðið að skilja við Framsóknarflokkinn og hámarka skaðann áður en þeir skella hurðum, eða þá að vinna með öllum ráðum gegn formanni hans, leynt og ljóst. Hver veit? Til eru tvenns konar stjórnmálamenn, þeir sem með verkum sínum virðast telja að stjórnmálin og allt sem gerist á þeim vettvangi snúist einmitt um þá sjálfa og svo hinir sem líta á stjórnmálin sem leið til að hrinda í framkvæmd hugmyndum og hugsjón. Þeir síðarnefndu hugsa langt fram í tímann og eru tilbúnir að leggja mikið í sölurnar til að ná árangri fyrir fjöldann. Menn sem hafa bæði dug og djörfung til að sigla í öllum veðrum til að draga björg í bú. Halldór Ásgrímsson er í þessum síðarnefnda flokki að mínum dómi. Fáir íslenskir stjórnmálamenn hafa staðið af sér jafn napra vinda, mátt þola ósanngirni og takast á við alvarlegar aðdróttanir. Í 30 ár hefur hann staðið í stafni í stjórnmálum, alltaf þorað og alltaf haldið út, alltaf þorað að vera sannfæringu sinni trúr. Fáum er betur treystandi einmitt nú þegar tímabundnir hagvaxtarverkir gera vart við sig að taka ákvarðanir með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi og ekki eigin þrengstu hagsmuni. Við sem þekkjum Halldór vitum að heiðarlegri og traustari maður er vandfundinn. Þjóðin treystir honum þegar kemur að málum eins og efnahagsmálum, atvinnumálum, velferðarmálum og utanríkismálum, svo eitthvað sé talið. Hans víðtæka þekking og reynsla kemur best í ljós þegar taka þarf á stórum og erfiðum málefnum. Sá tími er nú runninn upp og þá þurfa menn að geta reitt sig á mann sem þorir að tala hreint út í stað þess að kjósa sér léttu leiðina ljúfu og bregða fyrir sig ódýrum vörnum. Halldór hefur vitaskuld gert mistök, ekki dettur mér í hug að halda öðru fram. Hann hefur hins vegar bæði lært af mistökum sínum og leitast við að leiðrétta þau í stað þess að hlaupa í skjól, eða skjóta ábyrgðinni á annars herðar. Fáum er eins vel gefið að taka á flóknum og erfiðum málum. Framsóknarmenn eiga honum mikið að þakka og reyndar þjóðin öll og við framsóknarmenn eigum að vera stolt af því að eiga slíkan leiðtoga. Óvinafagnaðurinn sem tilteknir þingmenn framsóknarmanna efna til með gaspri og á stundum lítt grunduðum málflutningi skýrir um margt þá stöðu sem Framsóknarflokkurinn glímir við og kemur nú fram í skoðanakönnunum. Það er löngu tímabært að þeir sem efna til óvinafagnaðar taki sjálfir ábyrgð á gjörðum sínum. Í stjórnmálum hafa menn mismunandi skoðanir en samflokksmenn geta ekki ætlast til að ágreiningur og andóf gagnvart forystunni skoli þeim upp til æðstu metorða. Það gerir hins vegar trúmennska, virðing fyrir hugsjónunum sem menn standa fyrir og heiðarleiki gagnvart samstarfsmönnum sínum. Fyrir okkur, harða stuðningsmenn liðsins, sem stöndum á hliðarlínunni er óþolandi að horfa upp á nokkra leikmenn deila svo á fyrirliðann að við töpum leikjum sem áttu að vinnast, eða glutrum þeim niður í steindauð jafntefli. Takið slaginn inn á við, ágætu félagar, en takið á sameiginlega út á við - nema þið viljið skemmta andskotum ykkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun
Stjórnmál eru ekki bara list hins mögulega. Stjórnmálabaráttan snýst um að hrinda hugmyndum í framkvæmd og takast á um hugmyndir. Fyrir okkur sem höfum verið eins og áhorfendur að stjórnmálabaráttunni á vegum og í Framsóknarflokknum er jafn almenn ánægja með hve vel hefur tekist að koma fram stefnumálum flokksins og það er mikil óánægja með að samflokksmenn skuli takast á út á við um það sem þeir ættu að afgreiða innan flokks. Stjórnmálabaráttan snýst nefnilega líka um að kunna að takast á um grundvallarmál án þess að efna til óvinafagnaðar. Í öllum flokkum er að finna fólk með mismunandi afstöðu í einstökum málum þótt meginhugsjónir sameini þá í einn flokk. Áherslur fólks eru til dæmis mismunandi í Evrópumálum og það er tekist á um afstöðuna til Evrópusambandsaðildar í öllum flokkum. Haldið þið til dæmis að það fari ekki um gömlu kommana í Samfylkingunni þegar formaður þeirra talar um inngöngu í Evrópubandalagið? Ennþá bera þeir gæfu til að halda þeim ágreiningi innandyra. Hamingjan er heimanfengin. Í stjórnmálaflokkum gera menn eins og á öllum góðum heimilum. Menn skiptast á skoðunum, deila á vettvangi flokksins og koma svo heilir og samhentir fram á sjónarsviðið þegar málin hafa verið afgreidd. Hjón bera sjaldnast ágreining sinn á torg nema þau séu að skilja og það á líka almennt við í stjórnmálum. Oft hefur það hvarflað að mér á undanförnum misserum að tilteknir þingmenn hafi annað hvort þegar ákveðið að skilja við Framsóknarflokkinn og hámarka skaðann áður en þeir skella hurðum, eða þá að vinna með öllum ráðum gegn formanni hans, leynt og ljóst. Hver veit? Til eru tvenns konar stjórnmálamenn, þeir sem með verkum sínum virðast telja að stjórnmálin og allt sem gerist á þeim vettvangi snúist einmitt um þá sjálfa og svo hinir sem líta á stjórnmálin sem leið til að hrinda í framkvæmd hugmyndum og hugsjón. Þeir síðarnefndu hugsa langt fram í tímann og eru tilbúnir að leggja mikið í sölurnar til að ná árangri fyrir fjöldann. Menn sem hafa bæði dug og djörfung til að sigla í öllum veðrum til að draga björg í bú. Halldór Ásgrímsson er í þessum síðarnefnda flokki að mínum dómi. Fáir íslenskir stjórnmálamenn hafa staðið af sér jafn napra vinda, mátt þola ósanngirni og takast á við alvarlegar aðdróttanir. Í 30 ár hefur hann staðið í stafni í stjórnmálum, alltaf þorað og alltaf haldið út, alltaf þorað að vera sannfæringu sinni trúr. Fáum er betur treystandi einmitt nú þegar tímabundnir hagvaxtarverkir gera vart við sig að taka ákvarðanir með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi og ekki eigin þrengstu hagsmuni. Við sem þekkjum Halldór vitum að heiðarlegri og traustari maður er vandfundinn. Þjóðin treystir honum þegar kemur að málum eins og efnahagsmálum, atvinnumálum, velferðarmálum og utanríkismálum, svo eitthvað sé talið. Hans víðtæka þekking og reynsla kemur best í ljós þegar taka þarf á stórum og erfiðum málefnum. Sá tími er nú runninn upp og þá þurfa menn að geta reitt sig á mann sem þorir að tala hreint út í stað þess að kjósa sér léttu leiðina ljúfu og bregða fyrir sig ódýrum vörnum. Halldór hefur vitaskuld gert mistök, ekki dettur mér í hug að halda öðru fram. Hann hefur hins vegar bæði lært af mistökum sínum og leitast við að leiðrétta þau í stað þess að hlaupa í skjól, eða skjóta ábyrgðinni á annars herðar. Fáum er eins vel gefið að taka á flóknum og erfiðum málum. Framsóknarmenn eiga honum mikið að þakka og reyndar þjóðin öll og við framsóknarmenn eigum að vera stolt af því að eiga slíkan leiðtoga. Óvinafagnaðurinn sem tilteknir þingmenn framsóknarmanna efna til með gaspri og á stundum lítt grunduðum málflutningi skýrir um margt þá stöðu sem Framsóknarflokkurinn glímir við og kemur nú fram í skoðanakönnunum. Það er löngu tímabært að þeir sem efna til óvinafagnaðar taki sjálfir ábyrgð á gjörðum sínum. Í stjórnmálum hafa menn mismunandi skoðanir en samflokksmenn geta ekki ætlast til að ágreiningur og andóf gagnvart forystunni skoli þeim upp til æðstu metorða. Það gerir hins vegar trúmennska, virðing fyrir hugsjónunum sem menn standa fyrir og heiðarleiki gagnvart samstarfsmönnum sínum. Fyrir okkur, harða stuðningsmenn liðsins, sem stöndum á hliðarlínunni er óþolandi að horfa upp á nokkra leikmenn deila svo á fyrirliðann að við töpum leikjum sem áttu að vinnast, eða glutrum þeim niður í steindauð jafntefli. Takið slaginn inn á við, ágætu félagar, en takið á sameiginlega út á við - nema þið viljið skemmta andskotum ykkar.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun