Kosningasigur á bláþræði 12. apríl 2006 00:01 Það verður ekki annað sagt en að talning atkvæða í þingkosningunum á Ítalíu hafi verið æsispennandi allt fram á síðustu stundu. Áður hafði farið fram kosningabarátta milli höfuðpersónanna í þessu mikla einvígi sem vakti athygli langt út fyrir Ítalíu ekki síst vegna framkomu Berlusconis, fráfarandi forsætisráðherra. Suðrænn hiti tók oft og tíðum völdin hjá honum í kosningabaráttunni og undir lokin var hann óspar á kosningaloforð, sem hann virtist varpa fram í örvæntingu til að halda völdum í landinu. Útgönguspár höfðu gert ráð fyrir að Prodi myndi hljóta góðan meirihluta atkvæða í kosningunum, en annað kom á daginn, því sigur hans hangir á bláþræði svo ekki sé meira sagt. Útgönguspár á Ítalíu hafa á undangengnum árum frekar en ekki gefi villandi vísbendingar um úrslit kosninga þar í landi, hvað svo sem veldur. Skýringin á villandi útgönguspám að þessu sinni hafa aðallega verið þær að það sé annar þjóðfélagshópur sem hafi kosið fyrri dag kosninganna en þann seinni, en þá hafi fylgismenn Berlusconis flykkst á kjörstað. Þótt Berlusconi sé umdeildur maður mjög í heimalandi sínu og víðar verður ekki fram hjá því litið að hann er sá forsætisráðherra á Ítalíu sem lengst hefur setið í embætti þar í landi eftir síðari heimsstyrjöldina, eða í heil fimm ár. Forsætisráðherraskipti hafa oft verið æði tíð þar í landi, og á tímabili voru menn utan Ítalíu hættir að veita því mikla athygli þótt forsætisráðherrar þar segðu af sér og myndaðar voru nýjar stjórnir. En jafnframt því sem Berlusconi hefur setið lengst allra forsætisráðherra þar í landi í tugi ára, hefur efnahag landsins hrakað og lítill vöxtur verið í hagkerfinu. Á sama tíma hafa ríkisútgjöld aukist, en skatttekjur minnkað og afleiðingin hefur verið óviðunandi fjárlagahalli og úr takti við það sem krafist er innan ESB. En það eru líka ljósir punktar í efnahagslífinu, og þannig hafa sumir stórir atvinnurekendur sem hafa verið í slæmum málum náð sér á strik og mörg lítil og meðalstór fyrirtæki blómstra. Ljóst er að úrslit kosninganna á Ítalíu skipta þjóðinni í tvær næstum hnífjafnar fylkingar og það getur orðið erfitt fyrir Prodi, sem telst sigurvegarinn, að hafa stjórn á málefnum landsins, með svo lítinn meirihluta á bak við sig. Ekki bætir úr að flokkaflóran sem myndar kosningabandalag hans er æði litrík, og ekki víst að allir þingmennirnir skili sér í tvísýnum atkvæðagreislum. Þá veikir það stöðu Prodis nokkuð, að hann hefur ekki eigin flokk að baki sér, heldur er hann forystumaður kosningabandalags, sem teflt var fram gegn Berlusconi. Um tíma leit út fyrir að hvor um sig hefði meirihluta í annarri hvorri deildinni í ítalska þinginu, en samkvæmt síðustu kosningatölum hefur Prodi meirihluta í báðum deilum, þótt hann geti ekki verið minni í efri deildinni - Senatinu. Þótt fylgismenn fráfarandi forsætisráðherra hafi krafist endurtalningar ógildra atkvæða, verður að gera ráð fyrir því í bili að minnsta kosti, að úrslitin eins og þau lágu fyrir um miðjan dag í gær, standi. Það verður því verkefni Prodis að hefjast handa við að mynda nýja ríkisstjórn og semja stefnuskrá hennar. Þá þarf kosningabandalag hans að efna eitthvað af þeim loforðum sem þingmenn þess gáfu í kosningabaráttuni, en það vill nú oft verða þrautin þyngri, hvort sem um er að ræða Ítalíu eða önnur lönd. Eitt er víst, og það er að Ítalir þurfa að huga alvarlega að efnahagsmálum landsins, svo þeir verði ekki eftirbátar annarra stórvelda innan Evrópusambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun
Það verður ekki annað sagt en að talning atkvæða í þingkosningunum á Ítalíu hafi verið æsispennandi allt fram á síðustu stundu. Áður hafði farið fram kosningabarátta milli höfuðpersónanna í þessu mikla einvígi sem vakti athygli langt út fyrir Ítalíu ekki síst vegna framkomu Berlusconis, fráfarandi forsætisráðherra. Suðrænn hiti tók oft og tíðum völdin hjá honum í kosningabaráttunni og undir lokin var hann óspar á kosningaloforð, sem hann virtist varpa fram í örvæntingu til að halda völdum í landinu. Útgönguspár höfðu gert ráð fyrir að Prodi myndi hljóta góðan meirihluta atkvæða í kosningunum, en annað kom á daginn, því sigur hans hangir á bláþræði svo ekki sé meira sagt. Útgönguspár á Ítalíu hafa á undangengnum árum frekar en ekki gefi villandi vísbendingar um úrslit kosninga þar í landi, hvað svo sem veldur. Skýringin á villandi útgönguspám að þessu sinni hafa aðallega verið þær að það sé annar þjóðfélagshópur sem hafi kosið fyrri dag kosninganna en þann seinni, en þá hafi fylgismenn Berlusconis flykkst á kjörstað. Þótt Berlusconi sé umdeildur maður mjög í heimalandi sínu og víðar verður ekki fram hjá því litið að hann er sá forsætisráðherra á Ítalíu sem lengst hefur setið í embætti þar í landi eftir síðari heimsstyrjöldina, eða í heil fimm ár. Forsætisráðherraskipti hafa oft verið æði tíð þar í landi, og á tímabili voru menn utan Ítalíu hættir að veita því mikla athygli þótt forsætisráðherrar þar segðu af sér og myndaðar voru nýjar stjórnir. En jafnframt því sem Berlusconi hefur setið lengst allra forsætisráðherra þar í landi í tugi ára, hefur efnahag landsins hrakað og lítill vöxtur verið í hagkerfinu. Á sama tíma hafa ríkisútgjöld aukist, en skatttekjur minnkað og afleiðingin hefur verið óviðunandi fjárlagahalli og úr takti við það sem krafist er innan ESB. En það eru líka ljósir punktar í efnahagslífinu, og þannig hafa sumir stórir atvinnurekendur sem hafa verið í slæmum málum náð sér á strik og mörg lítil og meðalstór fyrirtæki blómstra. Ljóst er að úrslit kosninganna á Ítalíu skipta þjóðinni í tvær næstum hnífjafnar fylkingar og það getur orðið erfitt fyrir Prodi, sem telst sigurvegarinn, að hafa stjórn á málefnum landsins, með svo lítinn meirihluta á bak við sig. Ekki bætir úr að flokkaflóran sem myndar kosningabandalag hans er æði litrík, og ekki víst að allir þingmennirnir skili sér í tvísýnum atkvæðagreislum. Þá veikir það stöðu Prodis nokkuð, að hann hefur ekki eigin flokk að baki sér, heldur er hann forystumaður kosningabandalags, sem teflt var fram gegn Berlusconi. Um tíma leit út fyrir að hvor um sig hefði meirihluta í annarri hvorri deildinni í ítalska þinginu, en samkvæmt síðustu kosningatölum hefur Prodi meirihluta í báðum deilum, þótt hann geti ekki verið minni í efri deildinni - Senatinu. Þótt fylgismenn fráfarandi forsætisráðherra hafi krafist endurtalningar ógildra atkvæða, verður að gera ráð fyrir því í bili að minnsta kosti, að úrslitin eins og þau lágu fyrir um miðjan dag í gær, standi. Það verður því verkefni Prodis að hefjast handa við að mynda nýja ríkisstjórn og semja stefnuskrá hennar. Þá þarf kosningabandalag hans að efna eitthvað af þeim loforðum sem þingmenn þess gáfu í kosningabaráttuni, en það vill nú oft verða þrautin þyngri, hvort sem um er að ræða Ítalíu eða önnur lönd. Eitt er víst, og það er að Ítalir þurfa að huga alvarlega að efnahagsmálum landsins, svo þeir verði ekki eftirbátar annarra stórvelda innan Evrópusambandsins.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun