Skrumskæling lýðræðisins 5. apríl 2006 00:01 Miklar umræður hafa farið fram í breskum fjölmiðlum undanfarið um fjárreiður þarlendra stjórnmálaflokka. Tony Blair forsætisráðherra varð nýlega uppvís að því að hafa gert tilraun til að selja nokkrum auðkýfingum lávarðstign með tilheyrandi sæti í bresku lávarðadeildinni, efri deild breska þingsins. Að vísu átti svo að heita að auðkýfingarnir hefðu veitt Verkamannaflokknum "lán" að upphæð 14 milljónir punda (ca. 1.500 milljónir króna) til síðustu kosningabaráttu sinnar en öllum er það ljóst að sá háttur var einungis hafður á vegna þess að lög um fjárreiður stjórnmálaflokkanna kveða svo á, að skylt er að skrá opinberlega bein fjárframlög til flokksstarfseminnar, en ekki er skylt að gefa upp "lán", eins þótt þau séu "óafturkræf". Dálkahöfundur breska blaðsins The Economist tók málið fyrir nýlega, og telur hlutdeild Blairs að málinu óverjandi. Hann hafi brotið gegn hinni gullnu reglu allrar stjórnmálastarfsemi: Allt sem viðkemur tengslum milli peninga og stjórnmála á að vera gagnsætt og uppi á borðinu. Ljóst er að Blair annaðhvort tók þátt í eða lét óátalið að dylja þessi fjárframlög og nöfn þeirra sem að þeim stóðu. Það var aðeins fyrir árvekni útnefninganefndar lávarðadeildarinnar að Blair tókst ekki það ætlunarverk sitt að koma auðkýfingunum í deildina og að í leiðinni varð uppvíst um örlæti þeirra í garð Verkamannaflokksins. Íhaldsflokkurinn á erfitt með að notfæra sér þetta hneyksli, enda uppvíst að margir núverandi lávarðar hafa sýnt þeim flokki einstaka gjafmildi meðan sá flokkur var við völd og áður en þeir hlutu sæti sín í deildinni. Hneykslismálið verður The Economist tilefni til hugleiðinga um fjárreiður stjórnmálaflokka. Eins og öll ríki Evrópu - nema Ísland - hafa Bretar sett lög um stjórnmálaflokka og fjárreiður þeirra í því skyni að hafa uppi á borðinu tengsl stjórnmálamanna og frammámanna í fésýslu og atvinnulífi. The Economist telur stjórnmálaflokkunum nokkur vorkunn að grípa til örþrifaráða um fjáröflun til starfsemi sinnar, sérstaklega kosningabaráttu vegna dvínandi áhugi almennings á allri stjórnmálastarfsemi. Síðastliðna hálfa öld hefur meðlimatala bresku flokkanna fallið um 85% og það er þeim 500.000 sérvitringum, eða svo, sem enn halda við flokksskírteinum sínum, ofviða að standa undir starfsemi flokkanna fjárhagslega. Jafnframt hefur meðalaldur flokksbundinna hækkað svo að flestir þeirra eru að nálgast eftirlaunaaldur. Lengi vel áttu launþegasamtök beina aðild að Verkamannaflokknum, lögðu honum til fé og höfðu ómæld áhrif á stefnu hans. Blair sjálfur og fylgismenn hans áttu drýgstan þátt í að skera á þau tengsl með þeim afleiðingum að verkalýðshreyfingin axlar nú aðeins 40% af útgjöldum flokksins. Á hinn bóginn leiddu þessi tengsl flokksins við verkalýðshreyfinguna til þess að fyrirtækin voru reiðubúin að leggja ríflega fjármuni í fjárhirslur Íhaldsflokksins. Nú, þegar þau eru hætt að skelfast Verkamannaflokkinn og ríkisstjórn með hann í forsvari, minnkar áhugi þeirra á að ausa fé til pólitískrar starfsemi. Auk þess telja fyrirtæki sig jafnvel fá óorð af því að leggja flokkunum til fé. Fjölmiðlarnir spyrji þau án afláts hvað þau ætli sér að fá út úr því? Því sé betra að láta það vera. Samhliða þessari þróun hefur kosningabaráttan orðið æ dýrari. Sjálfboðaliðastarf er að mestu úrelt. Kosningabaráttan fer að langmestu leyti fram í fjölmiðlum. Flokkarnir leigja sér rándýra verktaka úr hópi auglýsingaskrifstofa almannatengsla- og skoðanakannanafyrirtækja og kosningabaráttan stendur að miklu leyti milli þeirra. Stjórnmálamennirnir verða nánast sem fyrirsætur á þeirra vegum. Þeim eru lögð orð í munn, litgreindir og dressaðir upp samkvæmt formúlum auglýsingafyrirtækjanna, sem nú stýra kosningabaráttunni. Hér á landi er ár tvennra kosninga framundan. Auglýsingafyrirtæki hafa í æ ríkara mæli haslað sér völl á þessu sviði með gengdarlausum fjáraustri í auglýsingar í fjölmiðlum, einkum loftmiðlunum. Fjárráð skipta æ meira máli í stjórnmálastarfseminni. Það orð hefur legið á að fyrir tilstilli auglýsingafyrirtækja hafi Framsóknarflokknum tekist trekk í trekk að hífa sig upp úr bjórstyrkleika fyrir kosningar upp í árangur, sem gefur honum oddaaðstöðu í landstjórninni og aðkomu að borgarstjórninni. Er nokkur von til þess að stjórnmálaflokkarnir komi sér saman um að hætta þessum fjáraustri, komi sér saman um að hætta auglýsingaflóði í loftmiðlunum og snúi sér í staðinn að málefnabaráttu, sem gefi kjósendunum tækifæri til að gera upp á milli þeirra á grundvelli stefnumála? Eða er svo komið að þeir sem hafa sterkustu fjármálaöflin á bak við sig geti keypt sér völd og áhrif? Hvað ætla þau öfl að fá út úr því? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hannibalsson Skoðanir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun
Miklar umræður hafa farið fram í breskum fjölmiðlum undanfarið um fjárreiður þarlendra stjórnmálaflokka. Tony Blair forsætisráðherra varð nýlega uppvís að því að hafa gert tilraun til að selja nokkrum auðkýfingum lávarðstign með tilheyrandi sæti í bresku lávarðadeildinni, efri deild breska þingsins. Að vísu átti svo að heita að auðkýfingarnir hefðu veitt Verkamannaflokknum "lán" að upphæð 14 milljónir punda (ca. 1.500 milljónir króna) til síðustu kosningabaráttu sinnar en öllum er það ljóst að sá háttur var einungis hafður á vegna þess að lög um fjárreiður stjórnmálaflokkanna kveða svo á, að skylt er að skrá opinberlega bein fjárframlög til flokksstarfseminnar, en ekki er skylt að gefa upp "lán", eins þótt þau séu "óafturkræf". Dálkahöfundur breska blaðsins The Economist tók málið fyrir nýlega, og telur hlutdeild Blairs að málinu óverjandi. Hann hafi brotið gegn hinni gullnu reglu allrar stjórnmálastarfsemi: Allt sem viðkemur tengslum milli peninga og stjórnmála á að vera gagnsætt og uppi á borðinu. Ljóst er að Blair annaðhvort tók þátt í eða lét óátalið að dylja þessi fjárframlög og nöfn þeirra sem að þeim stóðu. Það var aðeins fyrir árvekni útnefninganefndar lávarðadeildarinnar að Blair tókst ekki það ætlunarverk sitt að koma auðkýfingunum í deildina og að í leiðinni varð uppvíst um örlæti þeirra í garð Verkamannaflokksins. Íhaldsflokkurinn á erfitt með að notfæra sér þetta hneyksli, enda uppvíst að margir núverandi lávarðar hafa sýnt þeim flokki einstaka gjafmildi meðan sá flokkur var við völd og áður en þeir hlutu sæti sín í deildinni. Hneykslismálið verður The Economist tilefni til hugleiðinga um fjárreiður stjórnmálaflokka. Eins og öll ríki Evrópu - nema Ísland - hafa Bretar sett lög um stjórnmálaflokka og fjárreiður þeirra í því skyni að hafa uppi á borðinu tengsl stjórnmálamanna og frammámanna í fésýslu og atvinnulífi. The Economist telur stjórnmálaflokkunum nokkur vorkunn að grípa til örþrifaráða um fjáröflun til starfsemi sinnar, sérstaklega kosningabaráttu vegna dvínandi áhugi almennings á allri stjórnmálastarfsemi. Síðastliðna hálfa öld hefur meðlimatala bresku flokkanna fallið um 85% og það er þeim 500.000 sérvitringum, eða svo, sem enn halda við flokksskírteinum sínum, ofviða að standa undir starfsemi flokkanna fjárhagslega. Jafnframt hefur meðalaldur flokksbundinna hækkað svo að flestir þeirra eru að nálgast eftirlaunaaldur. Lengi vel áttu launþegasamtök beina aðild að Verkamannaflokknum, lögðu honum til fé og höfðu ómæld áhrif á stefnu hans. Blair sjálfur og fylgismenn hans áttu drýgstan þátt í að skera á þau tengsl með þeim afleiðingum að verkalýðshreyfingin axlar nú aðeins 40% af útgjöldum flokksins. Á hinn bóginn leiddu þessi tengsl flokksins við verkalýðshreyfinguna til þess að fyrirtækin voru reiðubúin að leggja ríflega fjármuni í fjárhirslur Íhaldsflokksins. Nú, þegar þau eru hætt að skelfast Verkamannaflokkinn og ríkisstjórn með hann í forsvari, minnkar áhugi þeirra á að ausa fé til pólitískrar starfsemi. Auk þess telja fyrirtæki sig jafnvel fá óorð af því að leggja flokkunum til fé. Fjölmiðlarnir spyrji þau án afláts hvað þau ætli sér að fá út úr því? Því sé betra að láta það vera. Samhliða þessari þróun hefur kosningabaráttan orðið æ dýrari. Sjálfboðaliðastarf er að mestu úrelt. Kosningabaráttan fer að langmestu leyti fram í fjölmiðlum. Flokkarnir leigja sér rándýra verktaka úr hópi auglýsingaskrifstofa almannatengsla- og skoðanakannanafyrirtækja og kosningabaráttan stendur að miklu leyti milli þeirra. Stjórnmálamennirnir verða nánast sem fyrirsætur á þeirra vegum. Þeim eru lögð orð í munn, litgreindir og dressaðir upp samkvæmt formúlum auglýsingafyrirtækjanna, sem nú stýra kosningabaráttunni. Hér á landi er ár tvennra kosninga framundan. Auglýsingafyrirtæki hafa í æ ríkara mæli haslað sér völl á þessu sviði með gengdarlausum fjáraustri í auglýsingar í fjölmiðlum, einkum loftmiðlunum. Fjárráð skipta æ meira máli í stjórnmálastarfseminni. Það orð hefur legið á að fyrir tilstilli auglýsingafyrirtækja hafi Framsóknarflokknum tekist trekk í trekk að hífa sig upp úr bjórstyrkleika fyrir kosningar upp í árangur, sem gefur honum oddaaðstöðu í landstjórninni og aðkomu að borgarstjórninni. Er nokkur von til þess að stjórnmálaflokkarnir komi sér saman um að hætta þessum fjáraustri, komi sér saman um að hætta auglýsingaflóði í loftmiðlunum og snúi sér í staðinn að málefnabaráttu, sem gefi kjósendunum tækifæri til að gera upp á milli þeirra á grundvelli stefnumála? Eða er svo komið að þeir sem hafa sterkustu fjármálaöflin á bak við sig geti keypt sér völd og áhrif? Hvað ætla þau öfl að fá út úr því?
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun