Innanlandsflugið til Keflavíkur 18. mars 2006 00:37 Ástæðan fyrir því að Reykjavíkurflugvöllur festi sig í sessi á sínum tíma í Vatnsmýrinni var koma hernámsliðs Breta til landsins haustið 1940. Það er táknrænt að 66 árum síðar má telja fullvíst að dagar flugvallarins séu endanlega taldir með brotthvarfi annars hers. Lítill vafi leikur á því að flutningur Bandaríkjahers frá Keflavíkurflugvelli flýtir stórlega fyrir því að miðstöð innanlandsflugs flytjist úr Vatnsmýrinni. Að sama skapi er morgunljóst að hugmyndir um byggingu annars innanlandsflugvallar í allra næsta nágrenni höfuðborgarinnar, hvort sem það væri á Lönguskerjum eða annars staðar, eru úr sögunni. Jafnvel hörðustu talsmenn þess að halda flugvellinum um kyrrt í Vatnsmýrinni ættu að gera sér grein fyrir því að allt of kostnaðarsamt er fyrir þjóðina að halda úti tveimur flugvöllum á suðvesturhorni landsins. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur lengi verið í þeirra hópi en í ráðherratíð hans hefur verið ráðist í mjög kostnaðarsamar endurbætur á Reykjavíkurflugvelli og fyrir liggja áætlanir um að byggja nýja samgöngumiðstöð í námunda við Hótel Loftleiðir. Erfitt er að fást mikið um þann kostnað sem þegar hefur verið stofnað til vegna endurbóta flugvallarins, en vissulega má þó spyrja hvort ekki hefði mátt fara fram á meiri framsýni þegar ráðist var í þær framkvæmdir. Öðru máli gegnir um fyrirhugaða samgöngumiðstöð. Þau plön hljóta að verða tekin til rækilegrar endurskoðunar. Á fundi stjórnenda Leifsstöðvar og Aflvaka, þróunarfélags Reykjavíkurborgar, síðla árs 2004 kom fram að kostnaður við rekstur Reykjavíkurflugvallar nemur um 300 milljónum á ári fyrir utan yfirstjórn og stofnkostnað. Þar kom líka fram að rekstur innanlandsflugs á Keflavíkurflugvelli myndi að öllum líkindum kosta um 60 til 80 milljónir á ári fyrir utan stofnkostnað, sem þýðir að beinn sparnaður er yfir 200 milljónir árlega. Í áætlunum flugvallaryfirvalda og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar er nú þegar gert ráð fyrir því að innanlandsflug gæti flust á Keflavíkurflugvöll og til eru tillögur um staðsetningu nýrrar flugstöðvarbyggingar fyrir innanlandsflugið í nágrenni við alþjóðaflugstöðina. Ekki má heldur gleyma því að flutningur innanlandsflugsins skapar fjölmörg atvinnutækifæri sem gætu fyllt að einhverju leyti upp í skarðið sem herinn skilur eftir sig. Áhugi heimafólks á Suðurnesjum er þegar mjög skýr í þessum efnum. Síðasta haust voru stofnuð í Reykjanesbæ þverpólitísk samtök um það markmið að beita sér fyrir flutningi innanlandsflugsins til Keflavíkur í sátt við alla þjóðina. Meðal hugmynda sem voru nefndar í því samhengi var að með bættum samgöngum væri hægt að ná ferðatíma frá Keflavíkurflugvelli til miðbæjar Reykjavíkur niður í 25 til 30 mínútur. Á fyrrnefndum fundi stjórnenda Leifsstöðvar og Aflvaka kom fram að mögulegt er að flytja innanlandsflug til Keflavíkur á innan við einu ári. Það er ekki eftir neinu að bíða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Skoðanir Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun
Ástæðan fyrir því að Reykjavíkurflugvöllur festi sig í sessi á sínum tíma í Vatnsmýrinni var koma hernámsliðs Breta til landsins haustið 1940. Það er táknrænt að 66 árum síðar má telja fullvíst að dagar flugvallarins séu endanlega taldir með brotthvarfi annars hers. Lítill vafi leikur á því að flutningur Bandaríkjahers frá Keflavíkurflugvelli flýtir stórlega fyrir því að miðstöð innanlandsflugs flytjist úr Vatnsmýrinni. Að sama skapi er morgunljóst að hugmyndir um byggingu annars innanlandsflugvallar í allra næsta nágrenni höfuðborgarinnar, hvort sem það væri á Lönguskerjum eða annars staðar, eru úr sögunni. Jafnvel hörðustu talsmenn þess að halda flugvellinum um kyrrt í Vatnsmýrinni ættu að gera sér grein fyrir því að allt of kostnaðarsamt er fyrir þjóðina að halda úti tveimur flugvöllum á suðvesturhorni landsins. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur lengi verið í þeirra hópi en í ráðherratíð hans hefur verið ráðist í mjög kostnaðarsamar endurbætur á Reykjavíkurflugvelli og fyrir liggja áætlanir um að byggja nýja samgöngumiðstöð í námunda við Hótel Loftleiðir. Erfitt er að fást mikið um þann kostnað sem þegar hefur verið stofnað til vegna endurbóta flugvallarins, en vissulega má þó spyrja hvort ekki hefði mátt fara fram á meiri framsýni þegar ráðist var í þær framkvæmdir. Öðru máli gegnir um fyrirhugaða samgöngumiðstöð. Þau plön hljóta að verða tekin til rækilegrar endurskoðunar. Á fundi stjórnenda Leifsstöðvar og Aflvaka, þróunarfélags Reykjavíkurborgar, síðla árs 2004 kom fram að kostnaður við rekstur Reykjavíkurflugvallar nemur um 300 milljónum á ári fyrir utan yfirstjórn og stofnkostnað. Þar kom líka fram að rekstur innanlandsflugs á Keflavíkurflugvelli myndi að öllum líkindum kosta um 60 til 80 milljónir á ári fyrir utan stofnkostnað, sem þýðir að beinn sparnaður er yfir 200 milljónir árlega. Í áætlunum flugvallaryfirvalda og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar er nú þegar gert ráð fyrir því að innanlandsflug gæti flust á Keflavíkurflugvöll og til eru tillögur um staðsetningu nýrrar flugstöðvarbyggingar fyrir innanlandsflugið í nágrenni við alþjóðaflugstöðina. Ekki má heldur gleyma því að flutningur innanlandsflugsins skapar fjölmörg atvinnutækifæri sem gætu fyllt að einhverju leyti upp í skarðið sem herinn skilur eftir sig. Áhugi heimafólks á Suðurnesjum er þegar mjög skýr í þessum efnum. Síðasta haust voru stofnuð í Reykjanesbæ þverpólitísk samtök um það markmið að beita sér fyrir flutningi innanlandsflugsins til Keflavíkur í sátt við alla þjóðina. Meðal hugmynda sem voru nefndar í því samhengi var að með bættum samgöngum væri hægt að ná ferðatíma frá Keflavíkurflugvelli til miðbæjar Reykjavíkur niður í 25 til 30 mínútur. Á fyrrnefndum fundi stjórnenda Leifsstöðvar og Aflvaka kom fram að mögulegt er að flytja innanlandsflug til Keflavíkur á innan við einu ári. Það er ekki eftir neinu að bíða.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun