Ísland fríhöfn! 17. janúar 2006 00:01 Fyrir nokkrum vikum birti DV forsíðufrétt um það, að íslenskur kaupsýslumaður hefði verið gripinn á Keflavíkurflugvelli með demantshring, sem hann hefði keypt erlendis handa konu sinni, en ekki greitt af toll. Hefði hann fyrir vikið verið dæmdur í sekt í héraðsdómi. Fréttin var skrifuð af illgirni og öfund. Ómaklega var vegið að kaupsýslumanninum, sem hvarvetna hefur getið sér hið besta orð. Blaðið spurði ekki hinnar augljósu spurningar um málið: Hvers vegna er ríkið að skipta sér af því, sem við kaupum erlendis? Hvers vegna er það gert að glæp að koma með vöru inn í landið án þess að greiða af henni toll? Smygl er afbrot, sem útrýma má með einu pennastriki. Ekki þarf að gera annað en fella niður tolla (og önnur sambærileg opinber gjöld) og gera Ísland allt að einni fríhöfn. Ef einhverjir vildu eftir sem áður laumast með vöru inn í landið, þá væru þeir ekki að smygla neinu, heldur aðeins að pukrast að óþörfu. Þá myndi vöruverð í Reykjavík lækka niður í það, sem það er í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli eða jafnvel niður fyrir það. Væntanlega myndi draga stórlega úr innkaupaferðum Íslendinga til útlanda, af því að þær myndu hætta að borga sig. Menn myndu kaupa demantshringa handa konum sínum, þar sem þeir vildu, og þyrftu ekki að óttast afskipti opinberra aðila af því. Þetta myndi skila sér í smáu og stóru. Rauðvínsverð myndi til dæmis lækka niður í það, sem það er í Suður-Evrópu, sem hefði tvær æskilegar afleiðingar: Draga myndi úr tíðni hjartasjúkdóma, sem spara myndi ríkinu útgjöld í heilbrigðismálum, og ferðamenn myndu ekki lengur setja fyrir sig hið fáránlega verð á þessum holla drykk. Nú drekk ég rauðvín vitanlega aðeins í heilsubótarskyni, en hlusta mér síðan til ánægju á tónlist í ipod nano. Þetta undratæki kostar með 2 GB minni 24.900 kr. út úr búð á Íslandi, en 15.999 kr. í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli, sem er svipað og í Bandaríkjunum þótt raunar sé hægt að fá það þar við lægra verði. Eitt er hér umhugsunarefni. Kaupsýslumaðurinn var gripinn á Keflavíkurflugvelli. En hversu margir aðrir hafa keypt dýra skartgripi erlendis og komist klakklaust inn í landið? Og auðvitað sæta allir utanlandsfarar lagi og kaupa þar þá vöru, sem er miklu dýrari á Íslandi. Tollar á meðfærilegum gripum eins og demantshringum og ipod nano tækjum ná þess vegna illa tilgangi sínum. En þetta er ranglæti. Hvers vegna mega þeir einir njóta lágs vöruverðs erlendis, sem eiga þangað erindi? Hvers vegna megum við, sem heima sitjum, ekki njóta hins sama? Það myndum við gera, væri Ísland allt ein fríhöfn. Ríkið myndi um leið losna við dýrt og flókið innheimtu- og eftirlitskerfi innflutnings, og innflutningsfyrirtæki myndu spara sér skriffinnsku og annað erfiði. Tollgæslan íslenska gæti einbeitt sér að því að framfylgja banni við innflutningi ólöglegra fíkniefna og vopna. Einhverjir kynnu að andmæla þessari hugmynd með þeim rökum, að virðisaukaskattur hér sé hærri en í grannlöndunum, svo að menn myndu áfram freistast til að kaupa varning erlendis. En auðvitað myndi draga úr þeirri freistingu, ef tollar og önnur opinber gjöld hætta að bætast við vöruverð. Og væri þetta ekki einmitt hvatning til stjórnvalda um að lækka virðisaukaskatt niður í það, sem hann er í grannlöndunum? Ég sé enga ástæðu til að leggja það á Íslendinga að greiða hærri virðisaukaskatt en annað fólk. Mikilvægasta röksemdin er þó eftir. Ef tollar eru felldir niður af allri vöru, þá á vöruverð af sjálfu sér að lækka niður að því, sem lægst gerist á heimsmarkaði. Líf almennings snýst ekki um demantshringa eða ipod-tæki, heldur matvæli og aðrar nauðsynjar. Væri Ísland fríhöfn, þá hefðu kaupmenn enga afsökun fyrir því að bjóða okkur upp á hærra vöruverð en í grannlöndunum. Þá myndu kjör almennings stórbatna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Skoðanir Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun
Fyrir nokkrum vikum birti DV forsíðufrétt um það, að íslenskur kaupsýslumaður hefði verið gripinn á Keflavíkurflugvelli með demantshring, sem hann hefði keypt erlendis handa konu sinni, en ekki greitt af toll. Hefði hann fyrir vikið verið dæmdur í sekt í héraðsdómi. Fréttin var skrifuð af illgirni og öfund. Ómaklega var vegið að kaupsýslumanninum, sem hvarvetna hefur getið sér hið besta orð. Blaðið spurði ekki hinnar augljósu spurningar um málið: Hvers vegna er ríkið að skipta sér af því, sem við kaupum erlendis? Hvers vegna er það gert að glæp að koma með vöru inn í landið án þess að greiða af henni toll? Smygl er afbrot, sem útrýma má með einu pennastriki. Ekki þarf að gera annað en fella niður tolla (og önnur sambærileg opinber gjöld) og gera Ísland allt að einni fríhöfn. Ef einhverjir vildu eftir sem áður laumast með vöru inn í landið, þá væru þeir ekki að smygla neinu, heldur aðeins að pukrast að óþörfu. Þá myndi vöruverð í Reykjavík lækka niður í það, sem það er í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli eða jafnvel niður fyrir það. Væntanlega myndi draga stórlega úr innkaupaferðum Íslendinga til útlanda, af því að þær myndu hætta að borga sig. Menn myndu kaupa demantshringa handa konum sínum, þar sem þeir vildu, og þyrftu ekki að óttast afskipti opinberra aðila af því. Þetta myndi skila sér í smáu og stóru. Rauðvínsverð myndi til dæmis lækka niður í það, sem það er í Suður-Evrópu, sem hefði tvær æskilegar afleiðingar: Draga myndi úr tíðni hjartasjúkdóma, sem spara myndi ríkinu útgjöld í heilbrigðismálum, og ferðamenn myndu ekki lengur setja fyrir sig hið fáránlega verð á þessum holla drykk. Nú drekk ég rauðvín vitanlega aðeins í heilsubótarskyni, en hlusta mér síðan til ánægju á tónlist í ipod nano. Þetta undratæki kostar með 2 GB minni 24.900 kr. út úr búð á Íslandi, en 15.999 kr. í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli, sem er svipað og í Bandaríkjunum þótt raunar sé hægt að fá það þar við lægra verði. Eitt er hér umhugsunarefni. Kaupsýslumaðurinn var gripinn á Keflavíkurflugvelli. En hversu margir aðrir hafa keypt dýra skartgripi erlendis og komist klakklaust inn í landið? Og auðvitað sæta allir utanlandsfarar lagi og kaupa þar þá vöru, sem er miklu dýrari á Íslandi. Tollar á meðfærilegum gripum eins og demantshringum og ipod nano tækjum ná þess vegna illa tilgangi sínum. En þetta er ranglæti. Hvers vegna mega þeir einir njóta lágs vöruverðs erlendis, sem eiga þangað erindi? Hvers vegna megum við, sem heima sitjum, ekki njóta hins sama? Það myndum við gera, væri Ísland allt ein fríhöfn. Ríkið myndi um leið losna við dýrt og flókið innheimtu- og eftirlitskerfi innflutnings, og innflutningsfyrirtæki myndu spara sér skriffinnsku og annað erfiði. Tollgæslan íslenska gæti einbeitt sér að því að framfylgja banni við innflutningi ólöglegra fíkniefna og vopna. Einhverjir kynnu að andmæla þessari hugmynd með þeim rökum, að virðisaukaskattur hér sé hærri en í grannlöndunum, svo að menn myndu áfram freistast til að kaupa varning erlendis. En auðvitað myndi draga úr þeirri freistingu, ef tollar og önnur opinber gjöld hætta að bætast við vöruverð. Og væri þetta ekki einmitt hvatning til stjórnvalda um að lækka virðisaukaskatt niður í það, sem hann er í grannlöndunum? Ég sé enga ástæðu til að leggja það á Íslendinga að greiða hærri virðisaukaskatt en annað fólk. Mikilvægasta röksemdin er þó eftir. Ef tollar eru felldir niður af allri vöru, þá á vöruverð af sjálfu sér að lækka niður að því, sem lægst gerist á heimsmarkaði. Líf almennings snýst ekki um demantshringa eða ipod-tæki, heldur matvæli og aðrar nauðsynjar. Væri Ísland fríhöfn, þá hefðu kaupmenn enga afsökun fyrir því að bjóða okkur upp á hærra vöruverð en í grannlöndunum. Þá myndu kjör almennings stórbatna.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun