Gott auðvald? 18. desember 2005 17:27 Ég var með þátt áðan sem fjallaði um bækur. Þar bar á góma marga forvitnilega punkta úr ritum sem koma út um jólin. Meðal annars að Thorsarar hafi átt leynireikninga í útlöndum þar sem voru geymdar himinháar fjárhæðir og að þeir hafi stundað stórkoslegt smygl á munaðarvarningi til landsins, þvert á lög – raunar til eigin nota. Um þetta má lesa í bók Guðmundar Magnússonar sem nefnist Thorsaranir. Þannig að það er dálítil spurning um hið "góða auðvald" sem Matthías Johannessen, ævisöguritari Ólafs Thors, mærði svo mjög um daginn. Voru Thorsarar hótinu betri en til dæmis Baugur? --- --- --- Svo er það Hannes Hafstein sem nú hefur sannast að sat ríkisstjórnarfundi í Danmörku. Það mátti hann alls ekki samkvæmt þeim hugmyndum sem Íslendingar gerðu sér um sjálfstæðisbaráttuna og arfleifð Jóns Sigurðssonar sem taldi að þjóðin heyrði beint undir Danakonung. Hannes þverneitaði að hann hefði setið þessa fundi – og komst upp með það. Fyrir vikið fellur óneitanlega dálítið á myndina af stórmenninu. Þetta var fyrir tíma rannsóknarblaðamennsku, menn höfðu af þessu pata, en Hannes hefði ekki þurft að kemba hærurnar í pólitík hefði tekist að sanna þetta. Við borðið hjá mér sátu Guðmundur Andri Thorsson og Ólafur Hannibalsson. Allt í einu var eins og við værum komnir hundrað ár aftur í tímann, mitt í stjórnmálaumræðu heimastjórnartímans. Kannski ætti maður bráðum að hafa umræðuþátt um uppkastið? --- --- Í Reykjavíkurbréfi í Morgunblaðinu er Einari Olgeirssyni talið það til tekna að hann hafi verið hugsjónamaður – ólíkt mörgum sem nú leggja stund á pólitík. Í þættinum áttu Árni Bergmann og Árni Snævarr samtal um þetta. Að hluta til er þetta hugsað eftir þeim órannsakanlegu vegum sem Morgunblaðið fer stundum; byggir á því að Einar hafi verið svo góður vinur Ólafs Thors og að dóttir hans (sem skráir sögu hans undir nafninu Hugsjónaeldur) hafi leikið sér í sandkassa með börnum Engeyinga, Halldóri Blöndal og Benedikt. Í huga Moggans er Einar góður kommúnisti. Aðalspurningin sem vaknaði í þættinum var hvort það sé í sjálfu sér gott að hafa hugsjónir. Það er freistandi hugmynd á hugsjónalausum tímum eins og nú. Margir halda að langvinnt hugsjónaleysi leiði af sér siðferðilegt þrot. Eða er kannski betra að hafa engar hugsjónir en vondar hugsjónir? Kommúnismi, nasismi, zíonismi, íslamismi, apartheid – þetta eru nöfn á nokkrum hugsjónum sem hafa sett mark sitt á síðustu hundrað ár. Þyrfti kannski að vinsa fyrst burt þær hugsjónir sem ganga út á að traðka á öðru fólki – jafnvel drepa það ef það stendur í veginum eða ekki samsinnir. --- --- --- Ummæli vikunnar er að finna í grein sem Þorvaldur Gylfason ritar um Seðlabankann í Vísbendingu. Þorvaldur er ekki alveg sáttur við ráðningu Davíðs Oddssonar sem seðlabankastjóra – kannski ekki furða. Hann segir:"Seðlabankastjóri, sem hefur alið allan sinn aldur í pólitík og kann ekki hagfræði, er eins og peysufatakona undir stýri í breiðþotu; hvaða farþegi með fullu viti myndi stíga um borð í slíka vél? Það þætti ekki heldur góð latína að leyfa afdönkuðum stjórnmálamanni í hvítum sloppi að stjórna skurðaðgerð í trausti þess, að hjúkrunarfólkið viti hvar miltað er og brisið. Þess vegna eru ítrekaðar pólitískar ráðningar í bankastjórn Seðlabanka Íslands veikleikamerki á okkar unga lýðveldi." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun
Ég var með þátt áðan sem fjallaði um bækur. Þar bar á góma marga forvitnilega punkta úr ritum sem koma út um jólin. Meðal annars að Thorsarar hafi átt leynireikninga í útlöndum þar sem voru geymdar himinháar fjárhæðir og að þeir hafi stundað stórkoslegt smygl á munaðarvarningi til landsins, þvert á lög – raunar til eigin nota. Um þetta má lesa í bók Guðmundar Magnússonar sem nefnist Thorsaranir. Þannig að það er dálítil spurning um hið "góða auðvald" sem Matthías Johannessen, ævisöguritari Ólafs Thors, mærði svo mjög um daginn. Voru Thorsarar hótinu betri en til dæmis Baugur? --- --- --- Svo er það Hannes Hafstein sem nú hefur sannast að sat ríkisstjórnarfundi í Danmörku. Það mátti hann alls ekki samkvæmt þeim hugmyndum sem Íslendingar gerðu sér um sjálfstæðisbaráttuna og arfleifð Jóns Sigurðssonar sem taldi að þjóðin heyrði beint undir Danakonung. Hannes þverneitaði að hann hefði setið þessa fundi – og komst upp með það. Fyrir vikið fellur óneitanlega dálítið á myndina af stórmenninu. Þetta var fyrir tíma rannsóknarblaðamennsku, menn höfðu af þessu pata, en Hannes hefði ekki þurft að kemba hærurnar í pólitík hefði tekist að sanna þetta. Við borðið hjá mér sátu Guðmundur Andri Thorsson og Ólafur Hannibalsson. Allt í einu var eins og við værum komnir hundrað ár aftur í tímann, mitt í stjórnmálaumræðu heimastjórnartímans. Kannski ætti maður bráðum að hafa umræðuþátt um uppkastið? --- --- Í Reykjavíkurbréfi í Morgunblaðinu er Einari Olgeirssyni talið það til tekna að hann hafi verið hugsjónamaður – ólíkt mörgum sem nú leggja stund á pólitík. Í þættinum áttu Árni Bergmann og Árni Snævarr samtal um þetta. Að hluta til er þetta hugsað eftir þeim órannsakanlegu vegum sem Morgunblaðið fer stundum; byggir á því að Einar hafi verið svo góður vinur Ólafs Thors og að dóttir hans (sem skráir sögu hans undir nafninu Hugsjónaeldur) hafi leikið sér í sandkassa með börnum Engeyinga, Halldóri Blöndal og Benedikt. Í huga Moggans er Einar góður kommúnisti. Aðalspurningin sem vaknaði í þættinum var hvort það sé í sjálfu sér gott að hafa hugsjónir. Það er freistandi hugmynd á hugsjónalausum tímum eins og nú. Margir halda að langvinnt hugsjónaleysi leiði af sér siðferðilegt þrot. Eða er kannski betra að hafa engar hugsjónir en vondar hugsjónir? Kommúnismi, nasismi, zíonismi, íslamismi, apartheid – þetta eru nöfn á nokkrum hugsjónum sem hafa sett mark sitt á síðustu hundrað ár. Þyrfti kannski að vinsa fyrst burt þær hugsjónir sem ganga út á að traðka á öðru fólki – jafnvel drepa það ef það stendur í veginum eða ekki samsinnir. --- --- --- Ummæli vikunnar er að finna í grein sem Þorvaldur Gylfason ritar um Seðlabankann í Vísbendingu. Þorvaldur er ekki alveg sáttur við ráðningu Davíðs Oddssonar sem seðlabankastjóra – kannski ekki furða. Hann segir:"Seðlabankastjóri, sem hefur alið allan sinn aldur í pólitík og kann ekki hagfræði, er eins og peysufatakona undir stýri í breiðþotu; hvaða farþegi með fullu viti myndi stíga um borð í slíka vél? Það þætti ekki heldur góð latína að leyfa afdönkuðum stjórnmálamanni í hvítum sloppi að stjórna skurðaðgerð í trausti þess, að hjúkrunarfólkið viti hvar miltað er og brisið. Þess vegna eru ítrekaðar pólitískar ráðningar í bankastjórn Seðlabanka Íslands veikleikamerki á okkar unga lýðveldi."
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun