Dýrlingurinn í bænum 2. desember 2005 21:32 Ég hef verið að gefa einhverja smáfjárhæð á mánuði í Unicef. Eftir hina hallærislegu samkomu sem haldin var með nýríkum Íslendingum í gær er ég ákveðinn í að hætta því. Ég ætla að tvöfalda upphæðina og gefa hana í eitthvað annað, til dæmis þetta hér eða þá þetta. Á samkomunni borgaði kona 20 milljónir fyrir ómálað málverk eftir Hallgrím Helgason, en annar kjáni greiddi 2,5 milljónir fyrir að fá að lesa veðurfréttir á NFS. --- --- --- Hins vegar hefði ég verið alveg til að að hitta Roger Moore – eða bara sjá hann tilsýndar. Það hefði verið nóg. Rakst á Össur og Steingrím J. í bænum í dag, þeir voru á leiðinni í hádegisverð með Moore ásamt utanríkismálanefnd. Þangað var Jónína Bjartmarz líka að skunda. Hún sagði að hún hefði frekar viljað snæða með Sean Connery. Ekki ég. Roger Moore var fyrsta átrúnaðargoð mitt í sjónvarpi. Þá lék hann Dýrlinginn, Simon Templar. Þetta var eiginlega fyrsta þáttaröðin sem sýnd var í sjónvarpi á Íslandi. Ég var sjö ára. Á þeim árum dreymdi alla stráka á Íslandi um Dýrlingsbíl. En það var ekki til neitt sjónvarp heima hjá mér, svo ég lagði á mig að fara alla leið til frænku minnar á Laufásvegi til að sjá Dýrlinginn. --- --- --- Á fyrstu árum sjónvarps var mikill gestagangur á Íslandi. Þeir sem áttu ekki sjónvarp heimsóttu þá sem áttu tæki. Á heimili eins vinar míns kom á hverju kvöldi maður sem kvaðst hafa verið skólabróðir heimilisföðursins. Hann mundi reyndar ekki eftir honum, en manninum var samt hleypt inn. Svona gekk þetta í nokkur ár. Þá tilkynnti maðurinn, sem hét Hreinn, að öldruð móðir sín hefði fengið sjónvarp. Hann kvaddi um kvöldið og sást aldrei framar. --- --- --- Miklu síðar fór ég að nota James Bond myndirnar við svefnleysi. Ég hef tvisvar sofnað yfir Bond í bíó. Ef ég á erfitt með svefn þarf ekki annað en að sýna mér smá Bond og ég dett undireins útaf. --- --- --- Það er orðið svo mikið af háskólum í landinu að líklega er nauðsynlegt fyrir Háskóla Íslands að hætta að heita háskóli. Ef hann héti til dæmis Universitas myndu allir bera miklu meiri virðingu fyrir honum. Orðið háskóli er líklega komið hingað úr dönsku og þýðir ekkert endilega "háskóli". Danir nota orðið universitet – líkt og hérumbil allar þjóðir. Höjskole er allt annað. Þessir háskólar sem verið er að stofna út um alllar koppagrundir eru auðvitað höjskoler, einhvers konar framhald af framhaldsskólunum, hugsaðir til að gera nemendur aðeins gjaldgengari á vinnumarkaðnum. Sumir virðast aðallega vera hugsaðir sem partur af byggðastefnu. En þeir eru ekki "háskólar" með fjölþættum rannsóknum og akademísku andrúmslofti. --- --- --- Konan mín sendi mig áðan niður í 10/11 til að kaupa piparkökudeig. Ég leitaði um allt, fann ekki. Svo rann upp fyrir mér að 10/11 er einstæðingabúð. Ég fylltist depurð. Þarna eru hilluraðir eftir hilluraðir af tilbúnum réttum, skyndimat á bökkum, samlokum, snakki og gosi. Ávextir eru sneiddir niður í smábita og settir í plastfilmu. Þetta er búð fyrir fólk sem kemur seint heim úr vinnunni, sest fyrir framan sjónvarpið og borðar af plastbakka. 10/11 er einhver sorglegasti staður í Reykjavík. Það liggur við að maður noti frasann "musteri matarhaturs". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun
Ég hef verið að gefa einhverja smáfjárhæð á mánuði í Unicef. Eftir hina hallærislegu samkomu sem haldin var með nýríkum Íslendingum í gær er ég ákveðinn í að hætta því. Ég ætla að tvöfalda upphæðina og gefa hana í eitthvað annað, til dæmis þetta hér eða þá þetta. Á samkomunni borgaði kona 20 milljónir fyrir ómálað málverk eftir Hallgrím Helgason, en annar kjáni greiddi 2,5 milljónir fyrir að fá að lesa veðurfréttir á NFS. --- --- --- Hins vegar hefði ég verið alveg til að að hitta Roger Moore – eða bara sjá hann tilsýndar. Það hefði verið nóg. Rakst á Össur og Steingrím J. í bænum í dag, þeir voru á leiðinni í hádegisverð með Moore ásamt utanríkismálanefnd. Þangað var Jónína Bjartmarz líka að skunda. Hún sagði að hún hefði frekar viljað snæða með Sean Connery. Ekki ég. Roger Moore var fyrsta átrúnaðargoð mitt í sjónvarpi. Þá lék hann Dýrlinginn, Simon Templar. Þetta var eiginlega fyrsta þáttaröðin sem sýnd var í sjónvarpi á Íslandi. Ég var sjö ára. Á þeim árum dreymdi alla stráka á Íslandi um Dýrlingsbíl. En það var ekki til neitt sjónvarp heima hjá mér, svo ég lagði á mig að fara alla leið til frænku minnar á Laufásvegi til að sjá Dýrlinginn. --- --- --- Á fyrstu árum sjónvarps var mikill gestagangur á Íslandi. Þeir sem áttu ekki sjónvarp heimsóttu þá sem áttu tæki. Á heimili eins vinar míns kom á hverju kvöldi maður sem kvaðst hafa verið skólabróðir heimilisföðursins. Hann mundi reyndar ekki eftir honum, en manninum var samt hleypt inn. Svona gekk þetta í nokkur ár. Þá tilkynnti maðurinn, sem hét Hreinn, að öldruð móðir sín hefði fengið sjónvarp. Hann kvaddi um kvöldið og sást aldrei framar. --- --- --- Miklu síðar fór ég að nota James Bond myndirnar við svefnleysi. Ég hef tvisvar sofnað yfir Bond í bíó. Ef ég á erfitt með svefn þarf ekki annað en að sýna mér smá Bond og ég dett undireins útaf. --- --- --- Það er orðið svo mikið af háskólum í landinu að líklega er nauðsynlegt fyrir Háskóla Íslands að hætta að heita háskóli. Ef hann héti til dæmis Universitas myndu allir bera miklu meiri virðingu fyrir honum. Orðið háskóli er líklega komið hingað úr dönsku og þýðir ekkert endilega "háskóli". Danir nota orðið universitet – líkt og hérumbil allar þjóðir. Höjskole er allt annað. Þessir háskólar sem verið er að stofna út um alllar koppagrundir eru auðvitað höjskoler, einhvers konar framhald af framhaldsskólunum, hugsaðir til að gera nemendur aðeins gjaldgengari á vinnumarkaðnum. Sumir virðast aðallega vera hugsaðir sem partur af byggðastefnu. En þeir eru ekki "háskólar" með fjölþættum rannsóknum og akademísku andrúmslofti. --- --- --- Konan mín sendi mig áðan niður í 10/11 til að kaupa piparkökudeig. Ég leitaði um allt, fann ekki. Svo rann upp fyrir mér að 10/11 er einstæðingabúð. Ég fylltist depurð. Þarna eru hilluraðir eftir hilluraðir af tilbúnum réttum, skyndimat á bökkum, samlokum, snakki og gosi. Ávextir eru sneiddir niður í smábita og settir í plastfilmu. Þetta er búð fyrir fólk sem kemur seint heim úr vinnunni, sest fyrir framan sjónvarpið og borðar af plastbakka. 10/11 er einhver sorglegasti staður í Reykjavík. Það liggur við að maður noti frasann "musteri matarhaturs".
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun