Úrslit prófkjörsins 5. nóvember 2005 22:17 Þegar þetta er skrifað, á laugardagskvöldi, virðist Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hafa unnið góðan sigur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Gísli Marteinn situr í þriðja sæti, en í öðru sætinu er Hanna Birna Kristjánsdóttir sem er annar sigurvegari prófkjörsins. Úrslitin má hæglega lesa sem svo að hún sé arftakinn í borginni, númer tvö, á eftir Vilhjálmi. Vonbrigði Gísla hljóta að vera talsverð. Hann tók mikla áhættu sem ekki gekk upp; það var við því að búast að ef hann tapaði baráttunni við Vilhjálm gæti hann farið á ferð niður listann. Annars hef ég ekki haft neina tilfinningu fyrir því hvernig prófkjörið myndi fara. Þó fannst manni síðustu dagana eins og það væri viss sveifla með Gísla Marteini. Fleiri höfðu orð á þessu við mig. Hallgrímur var á Laugaveginum í dag og hélt að Gísli myndi vinna – taldi það betra fyrir borgina. Svo hitti ég Svein Andra, sem eitt sinn var borgarfulltrúi; hann var að labba með hundinn sinn og sagði að Villi myndi fá 60 prósent. Þá hætti ég að þykjast vita neitt um þetta. --- --- --- Það er hins vegar gaman að heyra sögur af rosalegri smölun, menntaskólanemum sem var mútað með pizzum (er virkilega hægt að kaupa einhvern með pizzu lengur?), sms-skilaboðum sem flugu látlaust frá frambjóðendum, símtölum frá þartilgerðum fyrirtækjum þar sem maður lendir í að tala við ungt fólk með vélrænar raddir, rútuförmum af ungu fólki sem var flutt á kjörstað – og svo rónunum í bænum sem voru orðnir svo þreyttir á prófkjörinu að þeir voru farnir að biðja sér vægðar. Eftir á er þetta samt pínu dapurlegt, svona eins og dagurinn eftir mikla veislu – sjálfsagt margir reikningar að borga. --- --- --- Annars minna prófkjör Sjálfstæðisflokksins, sem og landsfundur hans, mann á að flokkurinn er fjöldahreyfing. Það er merkilegt að fylgjast með sveiflunni í kringum prófkjörið. Vel á annan tug þúsunda skila sér á kjörstað, víða er áhuginn brennandi. Þetta er að skila sér í mjög auknu fylgi. Flokkurinn hefur líklega ekki haldið jafn öflugt prófkjör síðan Albert og hulduherinn voru upp á sitt besta. Vinstri flokkarnir þurfa aldeilis að taka sig á ef þeir ætla að koma í veg fyrir sigur Sjálfstæðisflokksins í vor. Deyfðin yfir þeim er niðurdrepandi. Þetta tekst varla með núverandi forystumönnum. --- --- --- Ingibjörg Sólrún sendir Vinstri grænum sneið í grein í Morgunblaðinu í morgun, kennir þeim um að hafa sprengt R-listann. Það verður forvitnilegt að stúdera hvernig stjórnmálaöfl sem hafa starfað saman í tólf ár fara að því að bítast í kosningum – og skýra út í leiðinni af hverju þau vilja ekki starfa saman lengur. Það gætu orðið talsverðar flækjur. Ingibjörg Sólrún hvetur óflokksbundna til að flykkja sér í prófkjör hjá Samfylkingunni sem verður haldið í febrúar. Er hún að meina Dag Eggertsson? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun
Þegar þetta er skrifað, á laugardagskvöldi, virðist Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hafa unnið góðan sigur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Gísli Marteinn situr í þriðja sæti, en í öðru sætinu er Hanna Birna Kristjánsdóttir sem er annar sigurvegari prófkjörsins. Úrslitin má hæglega lesa sem svo að hún sé arftakinn í borginni, númer tvö, á eftir Vilhjálmi. Vonbrigði Gísla hljóta að vera talsverð. Hann tók mikla áhættu sem ekki gekk upp; það var við því að búast að ef hann tapaði baráttunni við Vilhjálm gæti hann farið á ferð niður listann. Annars hef ég ekki haft neina tilfinningu fyrir því hvernig prófkjörið myndi fara. Þó fannst manni síðustu dagana eins og það væri viss sveifla með Gísla Marteini. Fleiri höfðu orð á þessu við mig. Hallgrímur var á Laugaveginum í dag og hélt að Gísli myndi vinna – taldi það betra fyrir borgina. Svo hitti ég Svein Andra, sem eitt sinn var borgarfulltrúi; hann var að labba með hundinn sinn og sagði að Villi myndi fá 60 prósent. Þá hætti ég að þykjast vita neitt um þetta. --- --- --- Það er hins vegar gaman að heyra sögur af rosalegri smölun, menntaskólanemum sem var mútað með pizzum (er virkilega hægt að kaupa einhvern með pizzu lengur?), sms-skilaboðum sem flugu látlaust frá frambjóðendum, símtölum frá þartilgerðum fyrirtækjum þar sem maður lendir í að tala við ungt fólk með vélrænar raddir, rútuförmum af ungu fólki sem var flutt á kjörstað – og svo rónunum í bænum sem voru orðnir svo þreyttir á prófkjörinu að þeir voru farnir að biðja sér vægðar. Eftir á er þetta samt pínu dapurlegt, svona eins og dagurinn eftir mikla veislu – sjálfsagt margir reikningar að borga. --- --- --- Annars minna prófkjör Sjálfstæðisflokksins, sem og landsfundur hans, mann á að flokkurinn er fjöldahreyfing. Það er merkilegt að fylgjast með sveiflunni í kringum prófkjörið. Vel á annan tug þúsunda skila sér á kjörstað, víða er áhuginn brennandi. Þetta er að skila sér í mjög auknu fylgi. Flokkurinn hefur líklega ekki haldið jafn öflugt prófkjör síðan Albert og hulduherinn voru upp á sitt besta. Vinstri flokkarnir þurfa aldeilis að taka sig á ef þeir ætla að koma í veg fyrir sigur Sjálfstæðisflokksins í vor. Deyfðin yfir þeim er niðurdrepandi. Þetta tekst varla með núverandi forystumönnum. --- --- --- Ingibjörg Sólrún sendir Vinstri grænum sneið í grein í Morgunblaðinu í morgun, kennir þeim um að hafa sprengt R-listann. Það verður forvitnilegt að stúdera hvernig stjórnmálaöfl sem hafa starfað saman í tólf ár fara að því að bítast í kosningum – og skýra út í leiðinni af hverju þau vilja ekki starfa saman lengur. Það gætu orðið talsverðar flækjur. Ingibjörg Sólrún hvetur óflokksbundna til að flykkja sér í prófkjör hjá Samfylkingunni sem verður haldið í febrúar. Er hún að meina Dag Eggertsson?
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun