Segir kaupmátt í sögulegu hámarki 4. nóvember 2005 20:00 Sérstök forsendunefnd Alþýðusambandsins og atvinnurekenda hefur ellefu daga til að úrskurða hvort grundvöllur kjarasamninga sé brostinn - vegna meiri verðbólgu en ráð var fyrir gert. Uppsögn kjarasamninga nú hefði skelfilegar afleiðingar fyrir allan vinnumarkaðinn, segir Ari Edwald og bendir á að kaupmáttur sé í sögulegu hámarki. Í kjarasamningum Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins er gengið út frá því að verðbólga verði sem næst tveimur og hálfu prósenti en ekki 4,6 prósent eins og nú er. Þetta þýðir það samt ekki að laun eigi sjálfkrafa að hækka sem því nemur enda væri það ekkert annað en gamaldags vísitölubinding launa. Hana vilja menn í lengstu lög forðast ogóttast reynslu af víxlhækkunum og óðaverðbólgu.Ari Edwald, framkæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir samtökin hafa bent á það að ekki sé skynsamlegt að hækka mikið laun núna og það sé af ýmsum ástæðum. Kaupmáttur sé í sögulegu hámarki og þótt einn liður í neysluverðsvísitölu taki sig út úr, eins og fasteignaverð hafi gert, sé sjálfsagt að meta forsendur og skoða hvaða áhrif sú þróun hafi í raun haft á kjör almennings. Eignir almennings hafi hækkað í verði og fjármagnskostnaður hafi lækkað. En staðreyndin er samt sem áður sú að verðbólgan er yfir viðmiðinu og kjarasamningar þar með í uppnámi. Ari segir neysluverðsvísitöluna hafa hækkað meira en samningar hafi gert ráð fyrir og þess vegna sé verðlagsforsenda kjarasamninganna virk. Nú sé að störfum forsendunefnd með tveimur fulltrúum frá ASÍ og tveimur frá SA og hún fari yfir stöðuna. Hún hafi samkvæmt kjarasamningum möguleika á að ná saman um viðbrögð við þeirri stöðu sem uppi er þannig að samningar haldi gildi sínu. Nefndin eigi að ljúka störfum fyrir 15. nóvember og ef hún nái ekki samkomulagi fari umboðið til formanna þeirra félaga sem gert hafi samninga við SA og þeir verði að meta það fyrir 10. desember hvort samningum verði sagt upp og þá tæki það gildi um áramót. Ari bendir á að það séu hins vegar ekki bara þessir samningar við ASÍ sem væru þá í uppnámi því aðrir samningar sem SA hafi gert og samningar ríkisins séu tengdir við forsenduákvæðið. Það myndi því hafa áhrif fyrir allan vinnumarkaðinn ef svo óhönduglega myndi takast til. Hann telji það skelfilega niðurstöðu fyrir allan vinnumarkaðinn ef sú staða kæmi upp. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Sjá meira
Sérstök forsendunefnd Alþýðusambandsins og atvinnurekenda hefur ellefu daga til að úrskurða hvort grundvöllur kjarasamninga sé brostinn - vegna meiri verðbólgu en ráð var fyrir gert. Uppsögn kjarasamninga nú hefði skelfilegar afleiðingar fyrir allan vinnumarkaðinn, segir Ari Edwald og bendir á að kaupmáttur sé í sögulegu hámarki. Í kjarasamningum Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins er gengið út frá því að verðbólga verði sem næst tveimur og hálfu prósenti en ekki 4,6 prósent eins og nú er. Þetta þýðir það samt ekki að laun eigi sjálfkrafa að hækka sem því nemur enda væri það ekkert annað en gamaldags vísitölubinding launa. Hana vilja menn í lengstu lög forðast ogóttast reynslu af víxlhækkunum og óðaverðbólgu.Ari Edwald, framkæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir samtökin hafa bent á það að ekki sé skynsamlegt að hækka mikið laun núna og það sé af ýmsum ástæðum. Kaupmáttur sé í sögulegu hámarki og þótt einn liður í neysluverðsvísitölu taki sig út úr, eins og fasteignaverð hafi gert, sé sjálfsagt að meta forsendur og skoða hvaða áhrif sú þróun hafi í raun haft á kjör almennings. Eignir almennings hafi hækkað í verði og fjármagnskostnaður hafi lækkað. En staðreyndin er samt sem áður sú að verðbólgan er yfir viðmiðinu og kjarasamningar þar með í uppnámi. Ari segir neysluverðsvísitöluna hafa hækkað meira en samningar hafi gert ráð fyrir og þess vegna sé verðlagsforsenda kjarasamninganna virk. Nú sé að störfum forsendunefnd með tveimur fulltrúum frá ASÍ og tveimur frá SA og hún fari yfir stöðuna. Hún hafi samkvæmt kjarasamningum möguleika á að ná saman um viðbrögð við þeirri stöðu sem uppi er þannig að samningar haldi gildi sínu. Nefndin eigi að ljúka störfum fyrir 15. nóvember og ef hún nái ekki samkomulagi fari umboðið til formanna þeirra félaga sem gert hafi samninga við SA og þeir verði að meta það fyrir 10. desember hvort samningum verði sagt upp og þá tæki það gildi um áramót. Ari bendir á að það séu hins vegar ekki bara þessir samningar við ASÍ sem væru þá í uppnámi því aðrir samningar sem SA hafi gert og samningar ríkisins séu tengdir við forsenduákvæðið. Það myndi því hafa áhrif fyrir allan vinnumarkaðinn ef svo óhönduglega myndi takast til. Hann telji það skelfilega niðurstöðu fyrir allan vinnumarkaðinn ef sú staða kæmi upp.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Sjá meira