Lofar lögum um starfsmannaleigur fyrir jól 3. nóvember 2005 19:30 Ríkisstjórnin situr hjá, á meðan glæpafyrirtæki brjóta á fátæku, erlendu verkafólki, segir Össur Skarphéðinsson, og vill lög hið snarasta. Félagsmálaráðherra segir að íslensk fyrirtæki sem taka þátt í vitleysunni ættu að skammast sín, öllum beri að virða leikreglur á vinnumarkaði enda sé Ísland ekkert fríríki í þessum efnum. Hann lofar lögum um starfsmannaleigur fyrir jól. Ísland er gróðrastía fyrir ófyrirleitnar starfsmannaleigur sagði Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í utandagskrárumræðuá Alþingi í morgun.Hann kallaði það villimennsku þegar mannréttindi væru brotin á fátæku, erlendu verkafólki og þegar vinnuafl fólks frá atvinnuleysislöndum væri selt á verði sem væri stundum langt undir umsömdum taxta. Hann kallaaði það líka villimennsku þegar útlendir verkamenn væri látnir búa við aðstæður sem Íslendingar myndu stundum segja að væru varla hundum bjóðandi. Þá væri það villimennska þegar veikindaréttur og orlof væri ekki virt og þegar menn kæmust upp með það að gjalda keisaranum ekki það honum væri. Össur sagði bráðvanta lög um starfsmannaleigur. Ríkisstjórnin sæti hjá og þar með fengju glæpafyrirtæki, eins og Össur orðaði það, svigrúm til að brjóta á erlendu verkafólki. Hann krafðist þess að Árni Magnússon félagsmálaráðherra léti hendur standa fram úr ermum og kæmi fram með ný lög hið fyrsta. Össur veit hvað hann vill hafa í þessum lögum. Hann sagði að þau yrðu að tryggja að það væri skylt fyrir starfsmannaleigur að hafa starfsleyfi svo hægt væri að útiloka þær sem yrðu uppvísar að því að brjóta samninga og réttindi á verkamönnum og jafnvel hvetja til þess að þeir yrðu lamdir. Árni Magnússon félagsmálaráðherra áréttaði að það væri skýrt að starfsmannaleigur ættu líkt og aðrir að fara að íslenskum lögum. Það giltu tilteknar leikreglur á íslenskum vinnumarkaði sem leikmenn þyrftu að virða. Það væri mikilvægt að samtök aðila vinnumarkaðarins héldu þeim mikilvægu grundvallarhlutverkum sínum við að halda uppi skipulagi á vinnumarkaði og þar með því vinnumarkaðskerfi sem Íslendingar hefðu þróað í sameiningu í tugi ára. Kerfi sem Íslendingar ætluðu að varðveita. Ráðherrann hrósaði verkalýðshreyfingunni en skammaði þau íslensku fyrirtæki sem taka þátt í vitleysunni. Hann sagði lög á leiðinni og að hann stefndi að því að leggja fram frumvarp um starfsmannaleigur fyrir jólahlé. Hann gæti eðli málsins samkvæmt ekki upplýst þingmenn um efni þess enda væru ákveðin atriði nú í skoðun hjá þeim aðilum sem hefðu komið að málinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira
Ríkisstjórnin situr hjá, á meðan glæpafyrirtæki brjóta á fátæku, erlendu verkafólki, segir Össur Skarphéðinsson, og vill lög hið snarasta. Félagsmálaráðherra segir að íslensk fyrirtæki sem taka þátt í vitleysunni ættu að skammast sín, öllum beri að virða leikreglur á vinnumarkaði enda sé Ísland ekkert fríríki í þessum efnum. Hann lofar lögum um starfsmannaleigur fyrir jól. Ísland er gróðrastía fyrir ófyrirleitnar starfsmannaleigur sagði Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í utandagskrárumræðuá Alþingi í morgun.Hann kallaði það villimennsku þegar mannréttindi væru brotin á fátæku, erlendu verkafólki og þegar vinnuafl fólks frá atvinnuleysislöndum væri selt á verði sem væri stundum langt undir umsömdum taxta. Hann kallaaði það líka villimennsku þegar útlendir verkamenn væri látnir búa við aðstæður sem Íslendingar myndu stundum segja að væru varla hundum bjóðandi. Þá væri það villimennska þegar veikindaréttur og orlof væri ekki virt og þegar menn kæmust upp með það að gjalda keisaranum ekki það honum væri. Össur sagði bráðvanta lög um starfsmannaleigur. Ríkisstjórnin sæti hjá og þar með fengju glæpafyrirtæki, eins og Össur orðaði það, svigrúm til að brjóta á erlendu verkafólki. Hann krafðist þess að Árni Magnússon félagsmálaráðherra léti hendur standa fram úr ermum og kæmi fram með ný lög hið fyrsta. Össur veit hvað hann vill hafa í þessum lögum. Hann sagði að þau yrðu að tryggja að það væri skylt fyrir starfsmannaleigur að hafa starfsleyfi svo hægt væri að útiloka þær sem yrðu uppvísar að því að brjóta samninga og réttindi á verkamönnum og jafnvel hvetja til þess að þeir yrðu lamdir. Árni Magnússon félagsmálaráðherra áréttaði að það væri skýrt að starfsmannaleigur ættu líkt og aðrir að fara að íslenskum lögum. Það giltu tilteknar leikreglur á íslenskum vinnumarkaði sem leikmenn þyrftu að virða. Það væri mikilvægt að samtök aðila vinnumarkaðarins héldu þeim mikilvægu grundvallarhlutverkum sínum við að halda uppi skipulagi á vinnumarkaði og þar með því vinnumarkaðskerfi sem Íslendingar hefðu þróað í sameiningu í tugi ára. Kerfi sem Íslendingar ætluðu að varðveita. Ráðherrann hrósaði verkalýðshreyfingunni en skammaði þau íslensku fyrirtæki sem taka þátt í vitleysunni. Hann sagði lög á leiðinni og að hann stefndi að því að leggja fram frumvarp um starfsmannaleigur fyrir jólahlé. Hann gæti eðli málsins samkvæmt ekki upplýst þingmenn um efni þess enda væru ákveðin atriði nú í skoðun hjá þeim aðilum sem hefðu komið að málinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira