Auðveldi úrræði í kynferðisbrotum 18. október 2005 00:01 „Gerð verður heildstæð áætlun um það hvernig bregðast eigi við heimilisofbeldi og kynferðislegu ofbeldi hér á landi," segir Árni Magnússon félagsmálaráðherra sem hrint hefur af stað aðgerðaráætlun gegn heimilisofbeldi og kynferðislegu ofbeldi á Íslandi. Tillaga hans þess efnis var samþykkt í ríkisstjórn í gærmorgun. „Lagt er til að sjónum verði sérstaklega beint að börnum sem verða fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis," segir Árni. „Skoða á sérstaklega hvernig styrkja megi barnaverndaryfirvöld, félagsmálayfirvöld, skóla, heilbrigðiskerfið, lögregluna og fleiri með það að markmiði að efla fræðslu og samhæfa vinnubrögð, verkferla og úrræði," segir hann. Aðgerðaráætlunin kemur í kjölfar þess að Stígamót, Samtök um kvennaathvarf, mannréttindaskrifstofa og fleiri lögðu síðasta vor fram drög að svona áætlun að fyrirmynd frá hinum Norðurlöndunum. Spurður hverju hann vonist til að áætlunin skili segir Árni: „Ég vonast til að þetta skili í fyrsta lagi markvissari viðbrögðum þegar upp koma vísbendingar um það að börn séu beitt kynferðislegu ofbeldi." Hann segir að aðgerðaráætlunin muni meðal annars ná inn á verksvið dómsmálaráðuneytis hvað varðar lögreglu og dómstóla, félagsmálaráðuneytis hvað varðar barnavernd og félagsþjónustu, heilbrigðisráðuneyti hvað varðar sjúkrahús og heilsugæslu og menntamálaráðuneytið út frá skólunum. „Það hefur verið gagnrýnt að áætlun af þessu tagi sé ekki til og fólk viti ekki hvernig það eigi að bregðast við og hvert það eigi að leita þegar grunur um kynferðisofbeldi vaknar. Meiningin er að ná utan um það," segir Árni. Gert er ráð fyrir því að áætlunin liggi fyrir í mars en Árni segir óvíst hvenær hrinda megi henni í framkvæmd. Það fari eftir umfangi og aðstæðum. „Umræðan undanfarna daga hefur óneitanlega vakið okkur öll til meðvitundar um kynferðisofbeldi gegn börnum og vil ég þakka þeim sem þar hafa gengið á undan fyrir kjark sinn. Það hefur óneitanlega haft áhrif," segir Árni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira
„Gerð verður heildstæð áætlun um það hvernig bregðast eigi við heimilisofbeldi og kynferðislegu ofbeldi hér á landi," segir Árni Magnússon félagsmálaráðherra sem hrint hefur af stað aðgerðaráætlun gegn heimilisofbeldi og kynferðislegu ofbeldi á Íslandi. Tillaga hans þess efnis var samþykkt í ríkisstjórn í gærmorgun. „Lagt er til að sjónum verði sérstaklega beint að börnum sem verða fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis," segir Árni. „Skoða á sérstaklega hvernig styrkja megi barnaverndaryfirvöld, félagsmálayfirvöld, skóla, heilbrigðiskerfið, lögregluna og fleiri með það að markmiði að efla fræðslu og samhæfa vinnubrögð, verkferla og úrræði," segir hann. Aðgerðaráætlunin kemur í kjölfar þess að Stígamót, Samtök um kvennaathvarf, mannréttindaskrifstofa og fleiri lögðu síðasta vor fram drög að svona áætlun að fyrirmynd frá hinum Norðurlöndunum. Spurður hverju hann vonist til að áætlunin skili segir Árni: „Ég vonast til að þetta skili í fyrsta lagi markvissari viðbrögðum þegar upp koma vísbendingar um það að börn séu beitt kynferðislegu ofbeldi." Hann segir að aðgerðaráætlunin muni meðal annars ná inn á verksvið dómsmálaráðuneytis hvað varðar lögreglu og dómstóla, félagsmálaráðuneytis hvað varðar barnavernd og félagsþjónustu, heilbrigðisráðuneyti hvað varðar sjúkrahús og heilsugæslu og menntamálaráðuneytið út frá skólunum. „Það hefur verið gagnrýnt að áætlun af þessu tagi sé ekki til og fólk viti ekki hvernig það eigi að bregðast við og hvert það eigi að leita þegar grunur um kynferðisofbeldi vaknar. Meiningin er að ná utan um það," segir Árni. Gert er ráð fyrir því að áætlunin liggi fyrir í mars en Árni segir óvíst hvenær hrinda megi henni í framkvæmd. Það fari eftir umfangi og aðstæðum. „Umræðan undanfarna daga hefur óneitanlega vakið okkur öll til meðvitundar um kynferðisofbeldi gegn börnum og vil ég þakka þeim sem þar hafa gengið á undan fyrir kjark sinn. Það hefur óneitanlega haft áhrif," segir Árni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira