Alltaf gaman að mæta 23. október 2005 15:04 "Ég hef alltaf gaman af því að mæta á landsfundinn," segir Ólafur G. Einarsson, fyrrum þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem lét ekki kvefpest hindra sig í að sækja fundargögn í gær, þó svo að hann þyrfti svo að hlaupa á bankaráðsfund seinni partinn. "Á landsfundinum hittir maður margt fólk sem maður ekki hittir dags daglega, einkum fólk utan af landi, til dæmis fólk úr mínu gamla kjördæmi og gamla samborgara frá Siglufirði og Akureyri." Ólafur segist líka fylgjast með fundarstörfum á þinginu þó svo hann taki ekki lengur í þeim beinan þátt. "Maður er búinn í þessu," segir hann, en neitar því ekki að hann skjóti að mönnum ábendingum og leiðbeiningum. "Svo taka menn auðvitað þátt í nefndarstörfum, en misjafnlega þó. Ég er núkominn á þann aldur að ég hef áhuga á að benda á það sem betur má fara, einkum á sviði eldri borgara," segir hann og telur þar úrbóta þörf. Undir þau orð Ólafs tekur Guðmundur H. Garðarsson, fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksin, en hann er formaður Samtaka eldri sjálfstæðismanna. Hann segist mæta á landsfund til að nýta sér sinn lýðræðislega rétt til að hafa áhrif og koma að skoðunum sínum. Fyrst segist hann hafa sótt landsfund sem ungur strákur árið 1948 á Akureyri, en þá helst til að komast á ballið. "En svo hef ég sótt þessa fundi nær óslitið síðan þá," bætir hann við. Á fundinum núna segist hann leggja áherslu á tvennt, bætt kjör eldri borgara og svo breytingar sem hann vill sjá gerðar á tekjuskattkerfinu. "Staðreyndin er að þeir sem eru með milli- og lægri tekjur eru að fara illa út úr tekjuskiptingunni eins og hún er að þróast," segir hann og telur að eftir breytingar sem gerðar hafa verið á skattlagningu fyrirtækja sé nú komið að almenningi. "Þessir hlutir hafa lítið breyst síðan við tókum hér upp staðgreiðslu skatta árið 1998," segir hann og vill taka upp þrjú skattþrep, líkt og hugmyndir séu uppi um í Þýskalandi. "Ég styð hugmyndir ríkisstjórnarinnar um að fara með persónuafsláttinn í 85 þúsund krónur," segir hann en vill að tekjuskattur á lágar tekjur verði ekki nema 10 prósent, eftir að gert hafi verið ráð fyrir persónuafslætti. Síðan stingur hann upp á að fólk með meðaltekjur, eða milli 250 og 500 þúsund krónur á mánuði, greiði 20 til 25 prósenta tekjuskatt og hátekjufólk greiði sama skatthlutfall og er nú þegar við lýði. "En núna stöndum við frammi fyrr því að þeir sem eru ekki með nema kannski 120 til 130 þúsund krónur á mánuði, geta eiginlega hvorki lifað né dáið, nema að til komi aðstoð annars staðar frá." Þessum hugmyndum ætlar Guðmundur að koma á fram færi í nefndastarfi aðalfundarins. "Ég er kominn á fundinn til að nota mér málfrelsið og tillöguréttin og set mínar skoðanir fram í þessum nefndum. Ríkisstjórn Davíðs Oddsonar hefur gert góða hluti í tengslum við atvinnulífið og grundvallarbreytingar tengdar skattlagningu," segir hann og telur tímabært að marka nú nýja stefnu gagnvart því sem verið hefur óbreytt, tekjuskattinum. "Nú koma að nýir menn og nýtt tímabil." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira
"Ég hef alltaf gaman af því að mæta á landsfundinn," segir Ólafur G. Einarsson, fyrrum þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem lét ekki kvefpest hindra sig í að sækja fundargögn í gær, þó svo að hann þyrfti svo að hlaupa á bankaráðsfund seinni partinn. "Á landsfundinum hittir maður margt fólk sem maður ekki hittir dags daglega, einkum fólk utan af landi, til dæmis fólk úr mínu gamla kjördæmi og gamla samborgara frá Siglufirði og Akureyri." Ólafur segist líka fylgjast með fundarstörfum á þinginu þó svo hann taki ekki lengur í þeim beinan þátt. "Maður er búinn í þessu," segir hann, en neitar því ekki að hann skjóti að mönnum ábendingum og leiðbeiningum. "Svo taka menn auðvitað þátt í nefndarstörfum, en misjafnlega þó. Ég er núkominn á þann aldur að ég hef áhuga á að benda á það sem betur má fara, einkum á sviði eldri borgara," segir hann og telur þar úrbóta þörf. Undir þau orð Ólafs tekur Guðmundur H. Garðarsson, fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksin, en hann er formaður Samtaka eldri sjálfstæðismanna. Hann segist mæta á landsfund til að nýta sér sinn lýðræðislega rétt til að hafa áhrif og koma að skoðunum sínum. Fyrst segist hann hafa sótt landsfund sem ungur strákur árið 1948 á Akureyri, en þá helst til að komast á ballið. "En svo hef ég sótt þessa fundi nær óslitið síðan þá," bætir hann við. Á fundinum núna segist hann leggja áherslu á tvennt, bætt kjör eldri borgara og svo breytingar sem hann vill sjá gerðar á tekjuskattkerfinu. "Staðreyndin er að þeir sem eru með milli- og lægri tekjur eru að fara illa út úr tekjuskiptingunni eins og hún er að þróast," segir hann og telur að eftir breytingar sem gerðar hafa verið á skattlagningu fyrirtækja sé nú komið að almenningi. "Þessir hlutir hafa lítið breyst síðan við tókum hér upp staðgreiðslu skatta árið 1998," segir hann og vill taka upp þrjú skattþrep, líkt og hugmyndir séu uppi um í Þýskalandi. "Ég styð hugmyndir ríkisstjórnarinnar um að fara með persónuafsláttinn í 85 þúsund krónur," segir hann en vill að tekjuskattur á lágar tekjur verði ekki nema 10 prósent, eftir að gert hafi verið ráð fyrir persónuafslætti. Síðan stingur hann upp á að fólk með meðaltekjur, eða milli 250 og 500 þúsund krónur á mánuði, greiði 20 til 25 prósenta tekjuskatt og hátekjufólk greiði sama skatthlutfall og er nú þegar við lýði. "En núna stöndum við frammi fyrr því að þeir sem eru ekki með nema kannski 120 til 130 þúsund krónur á mánuði, geta eiginlega hvorki lifað né dáið, nema að til komi aðstoð annars staðar frá." Þessum hugmyndum ætlar Guðmundur að koma á fram færi í nefndastarfi aðalfundarins. "Ég er kominn á fundinn til að nota mér málfrelsið og tillöguréttin og set mínar skoðanir fram í þessum nefndum. Ríkisstjórn Davíðs Oddsonar hefur gert góða hluti í tengslum við atvinnulífið og grundvallarbreytingar tengdar skattlagningu," segir hann og telur tímabært að marka nú nýja stefnu gagnvart því sem verið hefur óbreytt, tekjuskattinum. "Nú koma að nýir menn og nýtt tímabil."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira