Sameining ólíkleg á Suðurlandi 6. október 2005 00:01 Ellefu þúsund manna sveitarfélag getur orðið til á Suðurlandi ef sex sveitarfélög í Ölfusi og Flóa ákveða að sameinast. Líkurnar á sameiningu eru þó taldar litlar. Kosið verður um sameiningu 62 sveitarfélaga í sextán á laugardaginn. Skiptar skoðanir eru um sameiningu í Ölfusi og Flóa og líkurnar á því að sameiningin verði samþykkt á laugardaginn virðast vera litlar. Þar verður kosið um sameiningu sex sveitarfélaga í eitt en þau eru Árborg, Hveragerði, Ölfus, Gaulverjabæjarhreppur, Hraungerðishreppur og Villingaholtshreppur. Búist er við góðri kosningaþátttöku í sveitunum. Valdimar Guðjónsson, oddviti Gaulverjabæjarhrepps, vill ekki gefa upp hvort hann ætli að merkja við já eða nei í kjörklefanum en segist vera farinn að linast í andstöðu sinni við sameiningu. Hann bendir á að stjórnsýslan verði fjarlægari ef af sameiningunni verði og íbúar í Gaulverjabæjarhreppi séu sumir hverjir smeykir um það að missa ákveðið vald og lýðræði meðal fólksins. Kostina segir hann hugsanlega vera skilvirkari stjórnsýsla en í Gaulverjabæjarhreppi, eins og nágrannahreppunum tveimur, sinnir oddvitinn líka starfi sveitarstjóra, en hvort tveggja er hlutastarf. Aðspurður hvort hann sé hræddur um sitt starf segist Valdimar ekki hafa áhyggjur af því. Hann sé bara feginn að íbúarnir fái að segja sína skoðun á málinu. Einar Njálsson, bæjarstjóri Árborgar, segir sameiningartillöguna spennandi og hagkvæma. Hann hefur reynslu af sameiningu þar sem Selfoss, Stokkseyri og Eyrarbakki sameinuðust árið 1998. Einar segir það hafa gengið hægt framan af en núna sé óhætt að segja að allt virki ljómandi vel. Menn séu komnir yfir erfiðleikana. Erfileikana segir hann hafa verið mest tæknilega eins og með bókhaldskerfi og aðgang að upplýsingum en þeir hafi líka verið tilfinningalegir. Kostirnir með sameiningunni séu fyrst og fremst þeir að um verði að ræða stærri einingu sem hafi möguleika á að sinna þeirri þjónustu sem lög mæli fyrir að sveitarfélög sinni. Orri Hlöðversson, bæjarstjóri Hveragerðis, er hlynntur sameingu og sér fáa galla við hana. Íbúar þurfi að láta tilfinningar víkja fyrir rökhyggjunni. Hann segir að með sameiningunni gefist tækifæri til að búa til eitt öflugt sveitarfélag á mesta vaxtarsvæði á Íslandi sem geti tekið til sín verkefni og haft þann slag- og drifkraft til að skapa fyrirmyndarsamfélag á næstu áratugum. Orri segir litlar breytingar verða á daglegu lífi fólks við sameiningu en þetta snúist um að gera öfluga stjórnsýslueiningu. Með sameiningunni yrði sveitarfélagið það fimmta stærsta á landinu með um 11 þúsund íbúa. Aðspurður hvort hann óttist um starfið sitt segist Orri ekki leyfa sér að hugsa um málið út frá hans eigin hagsmunum. Íbúar í Gaulverjabæjarhreppi, Villingaholtshreppi og Hraungerðishreppi virðast margir vera á móti sameiningu, eins og íbúar minni sveitarfélaga virðast gjarna vera. Hluti íbúa þar getur þó hugsað sér að sameinast innbyrðis, enda hafa þeir sameiginlega rekið skóla í Villingaholti síðastliðið ár. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira
Ellefu þúsund manna sveitarfélag getur orðið til á Suðurlandi ef sex sveitarfélög í Ölfusi og Flóa ákveða að sameinast. Líkurnar á sameiningu eru þó taldar litlar. Kosið verður um sameiningu 62 sveitarfélaga í sextán á laugardaginn. Skiptar skoðanir eru um sameiningu í Ölfusi og Flóa og líkurnar á því að sameiningin verði samþykkt á laugardaginn virðast vera litlar. Þar verður kosið um sameiningu sex sveitarfélaga í eitt en þau eru Árborg, Hveragerði, Ölfus, Gaulverjabæjarhreppur, Hraungerðishreppur og Villingaholtshreppur. Búist er við góðri kosningaþátttöku í sveitunum. Valdimar Guðjónsson, oddviti Gaulverjabæjarhrepps, vill ekki gefa upp hvort hann ætli að merkja við já eða nei í kjörklefanum en segist vera farinn að linast í andstöðu sinni við sameiningu. Hann bendir á að stjórnsýslan verði fjarlægari ef af sameiningunni verði og íbúar í Gaulverjabæjarhreppi séu sumir hverjir smeykir um það að missa ákveðið vald og lýðræði meðal fólksins. Kostina segir hann hugsanlega vera skilvirkari stjórnsýsla en í Gaulverjabæjarhreppi, eins og nágrannahreppunum tveimur, sinnir oddvitinn líka starfi sveitarstjóra, en hvort tveggja er hlutastarf. Aðspurður hvort hann sé hræddur um sitt starf segist Valdimar ekki hafa áhyggjur af því. Hann sé bara feginn að íbúarnir fái að segja sína skoðun á málinu. Einar Njálsson, bæjarstjóri Árborgar, segir sameiningartillöguna spennandi og hagkvæma. Hann hefur reynslu af sameiningu þar sem Selfoss, Stokkseyri og Eyrarbakki sameinuðust árið 1998. Einar segir það hafa gengið hægt framan af en núna sé óhætt að segja að allt virki ljómandi vel. Menn séu komnir yfir erfiðleikana. Erfileikana segir hann hafa verið mest tæknilega eins og með bókhaldskerfi og aðgang að upplýsingum en þeir hafi líka verið tilfinningalegir. Kostirnir með sameiningunni séu fyrst og fremst þeir að um verði að ræða stærri einingu sem hafi möguleika á að sinna þeirri þjónustu sem lög mæli fyrir að sveitarfélög sinni. Orri Hlöðversson, bæjarstjóri Hveragerðis, er hlynntur sameingu og sér fáa galla við hana. Íbúar þurfi að láta tilfinningar víkja fyrir rökhyggjunni. Hann segir að með sameiningunni gefist tækifæri til að búa til eitt öflugt sveitarfélag á mesta vaxtarsvæði á Íslandi sem geti tekið til sín verkefni og haft þann slag- og drifkraft til að skapa fyrirmyndarsamfélag á næstu áratugum. Orri segir litlar breytingar verða á daglegu lífi fólks við sameiningu en þetta snúist um að gera öfluga stjórnsýslueiningu. Með sameiningunni yrði sveitarfélagið það fimmta stærsta á landinu með um 11 þúsund íbúa. Aðspurður hvort hann óttist um starfið sitt segist Orri ekki leyfa sér að hugsa um málið út frá hans eigin hagsmunum. Íbúar í Gaulverjabæjarhreppi, Villingaholtshreppi og Hraungerðishreppi virðast margir vera á móti sameiningu, eins og íbúar minni sveitarfélaga virðast gjarna vera. Hluti íbúa þar getur þó hugsað sér að sameinast innbyrðis, enda hafa þeir sameiginlega rekið skóla í Villingaholti síðastliðið ár.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira