Sameining ólíkleg á Reykjanesi 4. október 2005 00:01 Bæjarstjóri Reykjanessbæjar segir ólíklegt að af sameiningu Reykjanessbæjar, Garðs og Sandgerðis verði, þótt hann telji það einu skynsamlegu lausnina. Skiptar skoðanir eru á því hvort sameining Reykjanesbæjar, Garðs og Sandgerðis sé skynsamleg. Kosningar eru framundan en ellefu ár eru síðan Keflavík, Hafnir og Njarðvík sameinuðust í Reykjanesbæ. Og skoðanirnar eru sterkar. Sigurður Jónsson, bæjarstjóri í Garði, segir 1400 manns búa þar og sveitarfélagið eigi sér 97 ára sögu og sé í sífelldri sókn. Íbúum hafi fjölgað mikið og bæjaryfirvöld geti veitt alla þá þjónustu sem með þurfi þannig að hann telji enga ástæðu til þess að bæjarfélögin þrjú sameinist nú. Ýmsir hafa velt því fyrir sér hvort eigin hagsmunir spili inn í en líklegt þykir að ef sameiningu verði muni bæjarstjórinn í Reykjanesbæ einn halda starfi sínu. Aðspurður hvort hann sé ekki bara hræddur um að missa vinnuna segir Sigurður að bæjarstjórastarfið sé ekki það öruggasta starf sem hægt sé að velja sér. Kosið sé á fjögurra ára fresti og þá geti orðið meirihlutaskipti. Sigurður hvetur sitt fólk til að hafna sameiningu og segir Garð hafa alla burði til að vera sjálfstætt bæjarfélag. Það sé mun nær að fólk velji sér sjálft sína menn sem það vilji að stjórni fremur en að það sé í einhverri fjarlægð í stóru sveitarfélagi. Áhuginn fyrir sameiningu eru þó meiri í Reykjanesbæ. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að svæðið sé eitt atvinnusvæði og það eigi að vera eitt tekjujöfnunarsvæði. Þess vegna telji yfirvöld í Reykjanesbæ mjög skynsamlegt að menn geti horft á þetta í sameiningu sem eitt sveitarfélag og byggt upp á þeim miklu tækifærum sem þar séu. Árni segir þúsund til fimmtán hundruð manna sveitarfélög illa geta þjónað íbúum sínum þegar kemur að löggæslu, málefnum fatlaðra og heilsugæslu svo fáein dæmi séu tekin. Því sé skynsamlegra að sameina þessi sveitarfélög. Hann segist hins vegar óttast með þeim áróðri sem verið hafi gegn sameiningunni hjá Sandgerðingum og í Garðinum sé ólíklegt að af sameiningunni verði. Sveitarfélögin á landinu öllu eru um 100 talsins. Í yfir 70 þeirra búa undir eitt þúsund manns. Þessi sveitarfélög ber að sameina, segir bæjarstjórinn í Sandgerði, Sigurður Valur Ásbjarnarson. Hann segir 1500 manns búa í Sandgerði og sveitarfélagið hafi mestar tekjur á svæðinu. Skuldirnir séu svipaðar og í hinum sveitarfélögunum en eignir séu mestar þar á hvern íbúa. Þetta verði íbúar bæjarfélagsins að vega og meta og ekki megi gleyma því að þjónustugjöldin í Sandgerði séu þau lægstu á svæðinu. Sigurður vill þó ekki gefa upp hvort hann persónulega vilji sameiningu. Af orðum hans af dæma má þó lesa út að hann sé ekki eins spenntur og til dæmis Árni. Svör fólksins í bæjunum eru jafn misjöfn og bæjarstjóranna þriggja. Frjálslyndi flokkurinn er að undirbúa frumvarp sem miðar að því að hægt verði að slíta samstarfi sameinaðra sveitarfélaga, þar sem það er mat flokksins að það sé óeðlilegt að ekki sé hægt að skilja ef hjónabandið gengur ekki upp. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira
Bæjarstjóri Reykjanessbæjar segir ólíklegt að af sameiningu Reykjanessbæjar, Garðs og Sandgerðis verði, þótt hann telji það einu skynsamlegu lausnina. Skiptar skoðanir eru á því hvort sameining Reykjanesbæjar, Garðs og Sandgerðis sé skynsamleg. Kosningar eru framundan en ellefu ár eru síðan Keflavík, Hafnir og Njarðvík sameinuðust í Reykjanesbæ. Og skoðanirnar eru sterkar. Sigurður Jónsson, bæjarstjóri í Garði, segir 1400 manns búa þar og sveitarfélagið eigi sér 97 ára sögu og sé í sífelldri sókn. Íbúum hafi fjölgað mikið og bæjaryfirvöld geti veitt alla þá þjónustu sem með þurfi þannig að hann telji enga ástæðu til þess að bæjarfélögin þrjú sameinist nú. Ýmsir hafa velt því fyrir sér hvort eigin hagsmunir spili inn í en líklegt þykir að ef sameiningu verði muni bæjarstjórinn í Reykjanesbæ einn halda starfi sínu. Aðspurður hvort hann sé ekki bara hræddur um að missa vinnuna segir Sigurður að bæjarstjórastarfið sé ekki það öruggasta starf sem hægt sé að velja sér. Kosið sé á fjögurra ára fresti og þá geti orðið meirihlutaskipti. Sigurður hvetur sitt fólk til að hafna sameiningu og segir Garð hafa alla burði til að vera sjálfstætt bæjarfélag. Það sé mun nær að fólk velji sér sjálft sína menn sem það vilji að stjórni fremur en að það sé í einhverri fjarlægð í stóru sveitarfélagi. Áhuginn fyrir sameiningu eru þó meiri í Reykjanesbæ. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að svæðið sé eitt atvinnusvæði og það eigi að vera eitt tekjujöfnunarsvæði. Þess vegna telji yfirvöld í Reykjanesbæ mjög skynsamlegt að menn geti horft á þetta í sameiningu sem eitt sveitarfélag og byggt upp á þeim miklu tækifærum sem þar séu. Árni segir þúsund til fimmtán hundruð manna sveitarfélög illa geta þjónað íbúum sínum þegar kemur að löggæslu, málefnum fatlaðra og heilsugæslu svo fáein dæmi séu tekin. Því sé skynsamlegra að sameina þessi sveitarfélög. Hann segist hins vegar óttast með þeim áróðri sem verið hafi gegn sameiningunni hjá Sandgerðingum og í Garðinum sé ólíklegt að af sameiningunni verði. Sveitarfélögin á landinu öllu eru um 100 talsins. Í yfir 70 þeirra búa undir eitt þúsund manns. Þessi sveitarfélög ber að sameina, segir bæjarstjórinn í Sandgerði, Sigurður Valur Ásbjarnarson. Hann segir 1500 manns búa í Sandgerði og sveitarfélagið hafi mestar tekjur á svæðinu. Skuldirnir séu svipaðar og í hinum sveitarfélögunum en eignir séu mestar þar á hvern íbúa. Þetta verði íbúar bæjarfélagsins að vega og meta og ekki megi gleyma því að þjónustugjöldin í Sandgerði séu þau lægstu á svæðinu. Sigurður vill þó ekki gefa upp hvort hann persónulega vilji sameiningu. Af orðum hans af dæma má þó lesa út að hann sé ekki eins spenntur og til dæmis Árni. Svör fólksins í bæjunum eru jafn misjöfn og bæjarstjóranna þriggja. Frjálslyndi flokkurinn er að undirbúa frumvarp sem miðar að því að hægt verði að slíta samstarfi sameinaðra sveitarfélaga, þar sem það er mat flokksins að það sé óeðlilegt að ekki sé hægt að skilja ef hjónabandið gengur ekki upp.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira