Ríkisstjórnin sögð í afneitun 3. október 2005 00:01 Ráðgert er að ríkissjóður verði rekinn með liðlega 14 milljarða króna afgangi árið 2006. Í fjárlagafrumvarpi, sem Árni Mathiesen fjármálaráðherra lagði fram á alþingi í gær, eru tekjur ríkissjóðs á næsta ári áætlaðar alls um 327 milljarðar króna en útgjöld um 313 milljarðar. Vegna áframhaldandi þenslu í efnahagslífinu er áfram gert ráð fyrir aðhaldi í útgjöldum ríkissjóðs. Með sérstökum aðgerðum verða úgjöldin lækkuð um fjóra milljarða króna og munar þar mestu um frestun á framkvæmdum í vegamálum fyrir tvo milljarða króna. Á föstu verðlagi aukast útgjöld til menntamála um 12 prósent frá fjárlögum þessa árs. Árni Mathiesen fjármálaráðherra segir að þetta sé í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar í þeim málaflokki. "Þar erum við að leggja grunn að hagvexti framtíðarinnar," segir Árni. "Ég sé ekki að ríkissjóður sé á nokkurn hátt að horfast í augu við jafnvægisleysið í þjóðarbúskapnum. Ríkisstjórnin er á afneitunarstigi," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, um fjárlagafrumvarpið. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar spyr um þann stöðugleika sem ræddur sé í fjárlagafrumvarpinu. "Er það stöðugleiki heimilanna sem juku skuldir um 150 milljarða króna milli ára? Er það stöðugleikinn sem endurspeglast í háum stýrivöxtum og háu gengi? Eða viðskiptahalla sem er sá mesti frá því sögur hófust?" "Staða samkeppnins- og útflutningsgreinanna er afleit vegna hágengis og ég get ekki séð að fjárlögin breyti þar nokkru um," segir Guðjón A. Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins kveðst ekki sjá í fljótu bragði að fórnarlömb efnahagsstefnunnar, útflutningsgreinarnar, eigi von um betri tíð með fjárlögunum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira
Ráðgert er að ríkissjóður verði rekinn með liðlega 14 milljarða króna afgangi árið 2006. Í fjárlagafrumvarpi, sem Árni Mathiesen fjármálaráðherra lagði fram á alþingi í gær, eru tekjur ríkissjóðs á næsta ári áætlaðar alls um 327 milljarðar króna en útgjöld um 313 milljarðar. Vegna áframhaldandi þenslu í efnahagslífinu er áfram gert ráð fyrir aðhaldi í útgjöldum ríkissjóðs. Með sérstökum aðgerðum verða úgjöldin lækkuð um fjóra milljarða króna og munar þar mestu um frestun á framkvæmdum í vegamálum fyrir tvo milljarða króna. Á föstu verðlagi aukast útgjöld til menntamála um 12 prósent frá fjárlögum þessa árs. Árni Mathiesen fjármálaráðherra segir að þetta sé í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar í þeim málaflokki. "Þar erum við að leggja grunn að hagvexti framtíðarinnar," segir Árni. "Ég sé ekki að ríkissjóður sé á nokkurn hátt að horfast í augu við jafnvægisleysið í þjóðarbúskapnum. Ríkisstjórnin er á afneitunarstigi," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, um fjárlagafrumvarpið. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar spyr um þann stöðugleika sem ræddur sé í fjárlagafrumvarpinu. "Er það stöðugleiki heimilanna sem juku skuldir um 150 milljarða króna milli ára? Er það stöðugleikinn sem endurspeglast í háum stýrivöxtum og háu gengi? Eða viðskiptahalla sem er sá mesti frá því sögur hófust?" "Staða samkeppnins- og útflutningsgreinanna er afleit vegna hágengis og ég get ekki séð að fjárlögin breyti þar nokkru um," segir Guðjón A. Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins kveðst ekki sjá í fljótu bragði að fórnarlömb efnahagsstefnunnar, útflutningsgreinarnar, eigi von um betri tíð með fjárlögunum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira