Styrmir svarar 26. september 2005 00:01 Aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins vissi af afskiptum Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra blaðsins, af Baugsmálinu. Hann telur að ritstjórinn hafi gefið fullnægjandi skýringar á aðkomu sinni að málinu á starfsmannafundi sem haldinn var í dag. Ritstjóri Morgunblaðsins íhugar að birta gögn sem sýna innanhússsamskipti forsvarsmanna Baugs og viðskiptaaðila á Flórída. Styrmir Gunnarsson ritstjóri Morgunblaðsins hefur legið undir ámæli fyrir að hafa látið þýða gögn fyrir Jón Gerald Sullenberger og fyrir að hafa haft milligöngu um að Jón Steinar Gunnlaugsson yrði lögmaður hans. Eftir langan og fjölmennan starfsmannafund sem haldinn var í húsakynnum Morgunblaðsins í dag, virðist vera sem að starfsmenn blaðsins beri fullt og óskorðað traust til Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra blaðsins. Styrmir var fáorður eftir fundinn og sagðist ekki vilja ræða við fréttamenn heldur ættu þeir bara að kaupa Morgunblaðið og fylgjast með málinu þar. Hann sagði að hann þyrfti ekki að svara spurningum annarra fjölmiðla en Morgunblaðsins. Styrmir sagði að hann myndi svara spurningum sem brenna á fólki í blaðinu sjálfu en það hefði hann gert frá degi til dags enda væri það hans vettvangur. Í grein sem Styrmir skrifar í Morgunblaðið í dag varpar hann fram ýmsum spurningum. Meðal annars hvort til sé tölvupóstur yfir það að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi gefið fyrirmæli til lögfræðinga sinna um að það skuli gengið milli bols og höfuðs á Jóni Gerald , fjárhagslega og viðskiptalega. Ritstjórinn hefur önnur gögn undir höndum sem hann hótar að birta. Gögn sem hann segir sýna innanhússsamskipti milli Baugsmanna og viðskiptamanna á Flórída. Gögnin séu enn í fórum blaðsins og um helgina hafi ýmsir hvatt sig til að birta þau, í ljósi þess að blað í eigu Baugsmanna hafi verið að birta gömul tölvupóstssamskipti sín við annað fólk. Styrmir segist vera að hugleiða þessar hvatningar og segir svo orðrétt: "Ég er að hugleiða þessar hvatningar. Það sem mælir á móti því að gera það úr því sem komið er, er einfaldlega það að maður á helzt ekki að brjóta eigin starfsreglur þótt aðrir geri það. En svo er sagt að nauðsyn brjóti lög." Aðspurður um hvort hann ætlaði að birta þau gögn sem hann talar um í greininni sagði Styrmir að hann vildi helst ekki gera það þar sem honum væri heldur illa við það. Grein yrði þó eftir hann í blaðinu á morgun þar sem hann fjallar um fleiri þætti þessara mála. Hann sagði einnig að það hefði alls ekki hvarlað að honum að segja upp störfum vegna þessara mála enda þætti honum óskaplega gaman að vinna á Morgunblaðinu. Aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, Karl Blöndal, segir Styrmi hafa gefið fullnægjandi skýringar á starfsmannafundinum. Það mætti þó gagnrýna einstaka þætti, sumt hefði mátt gera en annað ekki, án þess að hann þekkti nákvæmlega um hvaða efni væri að ræða. Honum finndist þetta ekki stór atriði. Aðrir ritstjórar Morgunblaðsins vissu af afskiptum Styrmis af málinu. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins vissi af afskiptum Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra blaðsins, af Baugsmálinu. Hann telur að ritstjórinn hafi gefið fullnægjandi skýringar á aðkomu sinni að málinu á starfsmannafundi sem haldinn var í dag. Ritstjóri Morgunblaðsins íhugar að birta gögn sem sýna innanhússsamskipti forsvarsmanna Baugs og viðskiptaaðila á Flórída. Styrmir Gunnarsson ritstjóri Morgunblaðsins hefur legið undir ámæli fyrir að hafa látið þýða gögn fyrir Jón Gerald Sullenberger og fyrir að hafa haft milligöngu um að Jón Steinar Gunnlaugsson yrði lögmaður hans. Eftir langan og fjölmennan starfsmannafund sem haldinn var í húsakynnum Morgunblaðsins í dag, virðist vera sem að starfsmenn blaðsins beri fullt og óskorðað traust til Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra blaðsins. Styrmir var fáorður eftir fundinn og sagðist ekki vilja ræða við fréttamenn heldur ættu þeir bara að kaupa Morgunblaðið og fylgjast með málinu þar. Hann sagði að hann þyrfti ekki að svara spurningum annarra fjölmiðla en Morgunblaðsins. Styrmir sagði að hann myndi svara spurningum sem brenna á fólki í blaðinu sjálfu en það hefði hann gert frá degi til dags enda væri það hans vettvangur. Í grein sem Styrmir skrifar í Morgunblaðið í dag varpar hann fram ýmsum spurningum. Meðal annars hvort til sé tölvupóstur yfir það að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi gefið fyrirmæli til lögfræðinga sinna um að það skuli gengið milli bols og höfuðs á Jóni Gerald , fjárhagslega og viðskiptalega. Ritstjórinn hefur önnur gögn undir höndum sem hann hótar að birta. Gögn sem hann segir sýna innanhússsamskipti milli Baugsmanna og viðskiptamanna á Flórída. Gögnin séu enn í fórum blaðsins og um helgina hafi ýmsir hvatt sig til að birta þau, í ljósi þess að blað í eigu Baugsmanna hafi verið að birta gömul tölvupóstssamskipti sín við annað fólk. Styrmir segist vera að hugleiða þessar hvatningar og segir svo orðrétt: "Ég er að hugleiða þessar hvatningar. Það sem mælir á móti því að gera það úr því sem komið er, er einfaldlega það að maður á helzt ekki að brjóta eigin starfsreglur þótt aðrir geri það. En svo er sagt að nauðsyn brjóti lög." Aðspurður um hvort hann ætlaði að birta þau gögn sem hann talar um í greininni sagði Styrmir að hann vildi helst ekki gera það þar sem honum væri heldur illa við það. Grein yrði þó eftir hann í blaðinu á morgun þar sem hann fjallar um fleiri þætti þessara mála. Hann sagði einnig að það hefði alls ekki hvarlað að honum að segja upp störfum vegna þessara mála enda þætti honum óskaplega gaman að vinna á Morgunblaðinu. Aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, Karl Blöndal, segir Styrmi hafa gefið fullnægjandi skýringar á starfsmannafundinum. Það mætti þó gagnrýna einstaka þætti, sumt hefði mátt gera en annað ekki, án þess að hann þekkti nákvæmlega um hvaða efni væri að ræða. Honum finndist þetta ekki stór atriði. Aðrir ritstjórar Morgunblaðsins vissu af afskiptum Styrmis af málinu.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira