Óttaðist að verða sakborningur 24. september 2005 00:01 Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, Jón Steinar Gunnlaugsson, núverandi hæstaréttardómari, og Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, funduðu um kæru Jóns Geralds Sullenberger á hendur Baugi. Fundur þremenninganna var haldinn tveimur mánuðum áður en Jón Steinar lagði fram kæru fyrir hönd Jóns Geralds gegn forsvarsmönnum Baugs - kæruna sem markaði upphaf Baugsmálsins fyrir þremur árum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Í blaðinu kemur fram að blaðamaður hafi undir höndum margs konar gögn sem sýni að Styrmir Gunnarssson, Jónína Benediktsdóttir og Jón Gerald Sullenberger hafi unnið saman að undirbúningi málaferlanna, auk þess sem Kjartan Gunnarsson hafi fundað um málið með Styrmi og Jóni Steinari. Styrmir hefur staðfest að hafa haft milligöngu um að koma á sambandi milli Jóns Geralds og Jóns Steinars Gunnlaugssonar, sem kærði málið til ríkislögreglustjóra fyrir hönd Jóns Geralds. Í tölvupósti milli Jónínu Benediktsdóttur og Styrmis Gunnarssonar, sem vitnað er í í blaðinu og sendur var 8. maí árið 2002, kemur eftirfarandi fram: „Hann er svo illur út í feðgana að hann langar mest að kála þeim ... Það þarf einhvern veginn að tala við drenginn og róa hann þannig að honum finnist hann ekki vera sekur. Styrmir, heldur þú að Davíð væri til í að hringja í hann. Það held ég að væri langbest.“ Hvers son sá Davíð er, sem bjargað gæti málum, kemur ekki fram og fæst ekki staðfest hjá þeim sem póstinn eiga. Það var sem sagt hik á Jóni Gerald Sullenberger við að leggja fram kæru því hann óttaðist að verða sakborningur sjálfur, en Jónína bað Styrmi um aðstoð við að hvetja hann til að ganga alla leið og kæra, sem hann gerði á endanum í ágúst sama ár. Jón Steinar sagði í samtali við fréttastofu í dag að það væri alveg sama hversu mikið hann yrði spurður um þetta mál, hann myndi ekki tjá sig um það. Jónína Benediktsdóttir svaraði ekki skilaboðum, frekar en Jón Gerald Sullenberger. Jóhannes Jónsson í Baugi, einn aðalsakborninganna í málinu gegn forsvarsmönnum Baugs, er staddur erlendis en hann sagðist vera að melta þessar fréttir. Baugsmenn hefðu ekki haft hugmynd um að þessir menn hefðu tekið þátt í undirbúningi málaferlanna og kæmi það honum sérstaklega á óvart að sjá Styrmi Gunnarsson í þeim hópi. Hann hefði hins vegar lengi vitað að það andaði köldu til Baugs frá Kjartani Gunnarssyni. Að öðru leyti vildi Jóhannes ekki tjá sig um málið og ekki náðist í son hans, Jón Ásgeir. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, Jón Steinar Gunnlaugsson, núverandi hæstaréttardómari, og Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, funduðu um kæru Jóns Geralds Sullenberger á hendur Baugi. Fundur þremenninganna var haldinn tveimur mánuðum áður en Jón Steinar lagði fram kæru fyrir hönd Jóns Geralds gegn forsvarsmönnum Baugs - kæruna sem markaði upphaf Baugsmálsins fyrir þremur árum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Í blaðinu kemur fram að blaðamaður hafi undir höndum margs konar gögn sem sýni að Styrmir Gunnarssson, Jónína Benediktsdóttir og Jón Gerald Sullenberger hafi unnið saman að undirbúningi málaferlanna, auk þess sem Kjartan Gunnarsson hafi fundað um málið með Styrmi og Jóni Steinari. Styrmir hefur staðfest að hafa haft milligöngu um að koma á sambandi milli Jóns Geralds og Jóns Steinars Gunnlaugssonar, sem kærði málið til ríkislögreglustjóra fyrir hönd Jóns Geralds. Í tölvupósti milli Jónínu Benediktsdóttur og Styrmis Gunnarssonar, sem vitnað er í í blaðinu og sendur var 8. maí árið 2002, kemur eftirfarandi fram: „Hann er svo illur út í feðgana að hann langar mest að kála þeim ... Það þarf einhvern veginn að tala við drenginn og róa hann þannig að honum finnist hann ekki vera sekur. Styrmir, heldur þú að Davíð væri til í að hringja í hann. Það held ég að væri langbest.“ Hvers son sá Davíð er, sem bjargað gæti málum, kemur ekki fram og fæst ekki staðfest hjá þeim sem póstinn eiga. Það var sem sagt hik á Jóni Gerald Sullenberger við að leggja fram kæru því hann óttaðist að verða sakborningur sjálfur, en Jónína bað Styrmi um aðstoð við að hvetja hann til að ganga alla leið og kæra, sem hann gerði á endanum í ágúst sama ár. Jón Steinar sagði í samtali við fréttastofu í dag að það væri alveg sama hversu mikið hann yrði spurður um þetta mál, hann myndi ekki tjá sig um það. Jónína Benediktsdóttir svaraði ekki skilaboðum, frekar en Jón Gerald Sullenberger. Jóhannes Jónsson í Baugi, einn aðalsakborninganna í málinu gegn forsvarsmönnum Baugs, er staddur erlendis en hann sagðist vera að melta þessar fréttir. Baugsmenn hefðu ekki haft hugmynd um að þessir menn hefðu tekið þátt í undirbúningi málaferlanna og kæmi það honum sérstaklega á óvart að sjá Styrmi Gunnarsson í þeim hópi. Hann hefði hins vegar lengi vitað að það andaði köldu til Baugs frá Kjartani Gunnarssyni. Að öðru leyti vildi Jóhannes ekki tjá sig um málið og ekki náðist í son hans, Jón Ásgeir.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira