Í átt til múslímskrar upplýsingar 20. september 2005 00:01 Fyrir nokkrum vikum, í kjölfar hryðjuverkaárásanna á London, skrifaði ég grein þar sem ég talaði fyrir mikilvægi “umbótahreyfingar sem hefði það að markmiði að nútímavæða Íslam”. Viðbrögðin við þessari grein hafa verið mikil og sérlega áhugaverð. Auðvitað voru þeir sem ruku upp til handa og fóta og afneituðu rökum mínum á þeim forsendum einum að þau væru komin frá mér: “Maðurinn sem glataði trú sinni og persónuleika á ekki að tjá sig um hin miklu trúarbrögð Íslam,” sagði Anna Tanha frá Glasgow. Hins vegar komu einnig jákvæðari viðbrögð við greininni, og voru mörg þeirra frá múslímum. “Þetta er alveg rétt hjá Rushdie... það er kominn tími til að múslímar átti sig á því að það eru áttundu aldar viðhorf þeirra sem eru að valda svo miklum þjáningum á þeirri tuttugustu og fyrstu,” skrifaði Muhammed Iqbal frá Leeds, heimaborg þriggja af tilræðismönnunum sem tóku þátt í árásunum á London. “Vinsamlegast haldið öllum kreddum fjarri þessari umræðu og leyfið skynseminni að vera hluti af henni,” skrifaði Nadeem Akthar frá Washington. “Við hinir trúuðu höfum gert nógu mikið til að skaða okkur í gegnum tíðina. Það sem konungar og kirkjunnar menn gerðu í Evrópu á miðöldum er nákvæmlega það og sama og veraldlegir og andlegir leiðtogar múslíma eru að gera í múslímaheiminum um þessar mundir.” Ozcan Keles frá Lundúnum hélt því fram að aðeins “trúaðir leiðtogar múslíma” gætu staðið á bak við nauðsynlega endurtúlkun Kóransins, sem kölluð er “itjihad”, en Haroon Amirzada, sem er fyrrum fyrirlesari í háskólanum í Kabúl, sagði: “Fræðimenn og stjórnmálamenn úr múslímaheiminum og annars staðar að eiga að vinna að því í sameiningu að nútímavæða Íslam og aðlaga samtímanum.” Dr. Shaaz Mahboob frá Hillingdon í Middlesex tók undir þetta: “Það eru hundruð þúsunda múslíma á Bretlandi sem lifa ekki eins stranglega eftir reglum trúarbragða sinna og fyrri kynslóðir hafa gert...” “Það erum við, hinir almennu múslímar, sem viljum gjarnan lifa í sátt og samlyndi við fólk sem aðhyllist önnur trúarbrögð, við lítum á okkur sem Breta og erum þjóðernissinnuð...Ég veit ekki til þess að nokkur samtök tali máli þeirrar veraldlegu og frjálslyndu útgáfu af Íslam sem meirihluti múslíma aðhyllist.” Aðskilnaður stjórnmála og trúarbragða Margir af þeim sem lögðu orð í belg skoruðu á mig að taka skrefið til fulls og setja fram tilgátu um hvað fælist í slíkri umbótahreyfingu. Þær hugrenningar sem fylgja hér á eftir eru tilraun til að bregðast við þessari áskorun og eiga þær aðallega við um Bretland. Af hverju Bretland? Það kann að vera að umbæturnar muni hefjast meðal múslíma utan múslímaheimsins, þar sem samgangur og árekstrar meðal múslíma og annarra er sem mestur, og muni síðan berast þaðan til landa þar sem múslímar eru í meirihluta. Það væri ekki í fyrsta sinn sem slíkt gerist. Hugmyndin um Pakistan var tilkomin og mótuð á Bretlandi, og menn eins og Mahatma Gandhi, Muhammad Ali Jinnah, stofnandi Pakistans, og Sir Syed Ahmad Khan, leiðtogi múslíma á Indlandi, sem allir breyttu gangi sögunnar, sóttu hugmyndir sínar þangað. Breskir múslímar, sem aðallega eru upprunnir í Suður-Asíu, ættu að minnast eigin sögu. Indverskir múslímar hafa alltaf verið veraldlega sinnaðir því þeir vita sem er að það er hin veraldlega stjórnarskrá landsins sem verndar þá frá kúgun af hendi meirihlutans í landinu sem er hindúatrúar. Breskir múslímar ættu að fara að fordæmi trúbræðra sinna og aðskilja trúarbrögð frá stjórnmálum. Ef breskir múslímar rifja upp söguna ættu þeir einnig að minnast þess, sem enn lifir í minnum manna, þegar Beirút og Teheran voru heimsborgaralegar og nútímalegar stórborgir þar sem ríkti umburðarlyndi. Þessari samfélagsskipan, sem í dag er glötuð, þarf að bjarga frá bókstafstrúarmönnunum svo hægt sé að hampa henni og endurreisa. Bræðralag Íslam er uppspuni Endurskoða þarf þá hugmynd að allir múslímar séu bræður. Eins og hinn djúpi ágreiningur milli súnní-múslíma og sjía-múslíma ber vott um, er hugmyndin uppspuni, og þegar hún afvegaleiðir unga menn, eins og tilræðismennina í London 7. september og lætur þá sprengja upp samlanda sína í nafni einhverrar fjarstæðukenndrar hugmyndar um bræðralag Íslam, sést hversu hættulegur uppspuni hún er. Sannleikurinn er sá að fáir breskir múslímar myndu þola að búa í íhaldssömu múslímsku ríki. Þeir sem bíða mestan skaða af íslamskri öfgahyggju eru aðrir múslímar: afganskir múslímar af talibanastjórninni, íranskir múslímar af höfuðklerkunum í sínu trúarkerfi. Eins eru flestir þeirra sem látið hafa lífið fyrir höndum uppreisnarmanna í Írak aðrir múslímar. Þrátt fyrir þetta gengur orðræða múslíma mest út á að útlista þá glæpi sem “Vesturlönd” hafa framið. Það kann að vera að múslímar þurfi að fara að átta sig á því hver hinn raunverulegi óvinur þeirra er og beina bræði sinni að þeim sem í raun og veru eru að kúga þá og drepa. Á áttunda og níunda áratugnum fór stjórnmálastarf breskra Suður-Asíubúa á Bretlandi aðallega fram innan veraldlegra hópa sem var stjórnað af aðgerðasinnum sem aðhylltust vinstrisinnaða eða marxíska hugmyndafræði. Á þessu tímabili var samstaða meðal blökkumanna og Asíubúa, samstaða sem leið undir lok á síðari hluta níunda áratugarins og í stað hennar skaut upp kollinum trúarbundin íslömsk öfgahyggja. Útbreiðsla öfgahyggjunnnar var að einhverju leyti tilkomin vegna mótmælanna við bók minni <I>Söngvar Satans<P> sem kom út árið 1989. Stjórnmál veraldlega þenkjandi Suður-Asíubúa á Bretlandi þurfa að komast aftur í sinn gamla farveg, og þá á ég ekki við að þeir þurfi endilega að vera vinstrisinnaðir, heldur að sköpuð verði stjórnmálaöfl sem tala máli þeirra, en það er skortur slíkra fulltrúa sem Mahboob harmar í orðum sínum. Þá getur hinum vafasömu og tortryggilegu “leiðtogum” Múslímaráðs Bretlands verið ýtt út í horn þar sem þeir eiga heima. Eftir siðaskipti Íslam eftir siðaskipti myndi afneita íhaldssamri kredduhyggju og meðal annars samþykkja að konur og menn skuli njóta sömu réttinda og að fólk sem aðhyllist önnur trúarbrögð, sem og fólk sem aðhyllist engin trúarbrögð, er ekki óæðra múslímum. Í Íslam eftir siðaskipti væru mismunandi kynhneigðir manna ekki fordæmdar heldur væri litið á þær sem ólíkar hliðar á náttúru mannsins, og eins væri litið á gyðingahatur sem óásættanlegt. Takmörkunum á málfrelsi, sem er rökstutt með þeim lélegu rökum að það geti móðgað náungann, yrði afneitað og í staðinn yrði tekin upp óvægin samfélagsumræða þar sem allt er leyfilegt, engar hugmyndir bannaðar og enginn málaflokkur sem ekki mætti ræða um. Íslam eftir siðaskipti myndi hvetja múslíma sem búa utan múslímaheimsins til að koma út úr gettóunum, sem þeir hafa sjálfviljugir reist yfir sig, og hætta að hafa svona miklar áhyggjur af því að loka dætur sínar inni frá umheiminum. Íslam myndi reisa sig upp úr öskustó bókstafstrúar og þýlyndis við trúarlega leiðtoga og leyfa fræðimennsku sem reist er á vísinda- og sögulegum grunni að koma úr útlegð sinni í skúmaskotum þar sem hún hefur verið dæmd til að hírast af guðfræðingum og stjórnendum æðri menntastofnana. Að lokum þarf að binda enda á þá vænisýki sem kom þeirri hugmynd að hjá sumum múslímum að gyðingar hefðu staðið á bak við árásirnar á Bandaríkin 11. september 2001, og að hugsanlega hefðu það ekki verið múslímar sem stóðu á bak við árasirnar á London 7. september; kenning sem varð nýlega að engu við birtingu myndbands á sjónvarpstöðinni al–Jazeera. Hugsanlega, eins og margir bentu mér á eftir fyrri grein mína, er það sem ég er að lýsa ekki siðaskipti heldur frekar upplýsing. Allt í lagi þá, allt í lagi: Verði ljós. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Salman Rushdie Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun
Fyrir nokkrum vikum, í kjölfar hryðjuverkaárásanna á London, skrifaði ég grein þar sem ég talaði fyrir mikilvægi “umbótahreyfingar sem hefði það að markmiði að nútímavæða Íslam”. Viðbrögðin við þessari grein hafa verið mikil og sérlega áhugaverð. Auðvitað voru þeir sem ruku upp til handa og fóta og afneituðu rökum mínum á þeim forsendum einum að þau væru komin frá mér: “Maðurinn sem glataði trú sinni og persónuleika á ekki að tjá sig um hin miklu trúarbrögð Íslam,” sagði Anna Tanha frá Glasgow. Hins vegar komu einnig jákvæðari viðbrögð við greininni, og voru mörg þeirra frá múslímum. “Þetta er alveg rétt hjá Rushdie... það er kominn tími til að múslímar átti sig á því að það eru áttundu aldar viðhorf þeirra sem eru að valda svo miklum þjáningum á þeirri tuttugustu og fyrstu,” skrifaði Muhammed Iqbal frá Leeds, heimaborg þriggja af tilræðismönnunum sem tóku þátt í árásunum á London. “Vinsamlegast haldið öllum kreddum fjarri þessari umræðu og leyfið skynseminni að vera hluti af henni,” skrifaði Nadeem Akthar frá Washington. “Við hinir trúuðu höfum gert nógu mikið til að skaða okkur í gegnum tíðina. Það sem konungar og kirkjunnar menn gerðu í Evrópu á miðöldum er nákvæmlega það og sama og veraldlegir og andlegir leiðtogar múslíma eru að gera í múslímaheiminum um þessar mundir.” Ozcan Keles frá Lundúnum hélt því fram að aðeins “trúaðir leiðtogar múslíma” gætu staðið á bak við nauðsynlega endurtúlkun Kóransins, sem kölluð er “itjihad”, en Haroon Amirzada, sem er fyrrum fyrirlesari í háskólanum í Kabúl, sagði: “Fræðimenn og stjórnmálamenn úr múslímaheiminum og annars staðar að eiga að vinna að því í sameiningu að nútímavæða Íslam og aðlaga samtímanum.” Dr. Shaaz Mahboob frá Hillingdon í Middlesex tók undir þetta: “Það eru hundruð þúsunda múslíma á Bretlandi sem lifa ekki eins stranglega eftir reglum trúarbragða sinna og fyrri kynslóðir hafa gert...” “Það erum við, hinir almennu múslímar, sem viljum gjarnan lifa í sátt og samlyndi við fólk sem aðhyllist önnur trúarbrögð, við lítum á okkur sem Breta og erum þjóðernissinnuð...Ég veit ekki til þess að nokkur samtök tali máli þeirrar veraldlegu og frjálslyndu útgáfu af Íslam sem meirihluti múslíma aðhyllist.” Aðskilnaður stjórnmála og trúarbragða Margir af þeim sem lögðu orð í belg skoruðu á mig að taka skrefið til fulls og setja fram tilgátu um hvað fælist í slíkri umbótahreyfingu. Þær hugrenningar sem fylgja hér á eftir eru tilraun til að bregðast við þessari áskorun og eiga þær aðallega við um Bretland. Af hverju Bretland? Það kann að vera að umbæturnar muni hefjast meðal múslíma utan múslímaheimsins, þar sem samgangur og árekstrar meðal múslíma og annarra er sem mestur, og muni síðan berast þaðan til landa þar sem múslímar eru í meirihluta. Það væri ekki í fyrsta sinn sem slíkt gerist. Hugmyndin um Pakistan var tilkomin og mótuð á Bretlandi, og menn eins og Mahatma Gandhi, Muhammad Ali Jinnah, stofnandi Pakistans, og Sir Syed Ahmad Khan, leiðtogi múslíma á Indlandi, sem allir breyttu gangi sögunnar, sóttu hugmyndir sínar þangað. Breskir múslímar, sem aðallega eru upprunnir í Suður-Asíu, ættu að minnast eigin sögu. Indverskir múslímar hafa alltaf verið veraldlega sinnaðir því þeir vita sem er að það er hin veraldlega stjórnarskrá landsins sem verndar þá frá kúgun af hendi meirihlutans í landinu sem er hindúatrúar. Breskir múslímar ættu að fara að fordæmi trúbræðra sinna og aðskilja trúarbrögð frá stjórnmálum. Ef breskir múslímar rifja upp söguna ættu þeir einnig að minnast þess, sem enn lifir í minnum manna, þegar Beirút og Teheran voru heimsborgaralegar og nútímalegar stórborgir þar sem ríkti umburðarlyndi. Þessari samfélagsskipan, sem í dag er glötuð, þarf að bjarga frá bókstafstrúarmönnunum svo hægt sé að hampa henni og endurreisa. Bræðralag Íslam er uppspuni Endurskoða þarf þá hugmynd að allir múslímar séu bræður. Eins og hinn djúpi ágreiningur milli súnní-múslíma og sjía-múslíma ber vott um, er hugmyndin uppspuni, og þegar hún afvegaleiðir unga menn, eins og tilræðismennina í London 7. september og lætur þá sprengja upp samlanda sína í nafni einhverrar fjarstæðukenndrar hugmyndar um bræðralag Íslam, sést hversu hættulegur uppspuni hún er. Sannleikurinn er sá að fáir breskir múslímar myndu þola að búa í íhaldssömu múslímsku ríki. Þeir sem bíða mestan skaða af íslamskri öfgahyggju eru aðrir múslímar: afganskir múslímar af talibanastjórninni, íranskir múslímar af höfuðklerkunum í sínu trúarkerfi. Eins eru flestir þeirra sem látið hafa lífið fyrir höndum uppreisnarmanna í Írak aðrir múslímar. Þrátt fyrir þetta gengur orðræða múslíma mest út á að útlista þá glæpi sem “Vesturlönd” hafa framið. Það kann að vera að múslímar þurfi að fara að átta sig á því hver hinn raunverulegi óvinur þeirra er og beina bræði sinni að þeim sem í raun og veru eru að kúga þá og drepa. Á áttunda og níunda áratugnum fór stjórnmálastarf breskra Suður-Asíubúa á Bretlandi aðallega fram innan veraldlegra hópa sem var stjórnað af aðgerðasinnum sem aðhylltust vinstrisinnaða eða marxíska hugmyndafræði. Á þessu tímabili var samstaða meðal blökkumanna og Asíubúa, samstaða sem leið undir lok á síðari hluta níunda áratugarins og í stað hennar skaut upp kollinum trúarbundin íslömsk öfgahyggja. Útbreiðsla öfgahyggjunnnar var að einhverju leyti tilkomin vegna mótmælanna við bók minni <I>Söngvar Satans<P> sem kom út árið 1989. Stjórnmál veraldlega þenkjandi Suður-Asíubúa á Bretlandi þurfa að komast aftur í sinn gamla farveg, og þá á ég ekki við að þeir þurfi endilega að vera vinstrisinnaðir, heldur að sköpuð verði stjórnmálaöfl sem tala máli þeirra, en það er skortur slíkra fulltrúa sem Mahboob harmar í orðum sínum. Þá getur hinum vafasömu og tortryggilegu “leiðtogum” Múslímaráðs Bretlands verið ýtt út í horn þar sem þeir eiga heima. Eftir siðaskipti Íslam eftir siðaskipti myndi afneita íhaldssamri kredduhyggju og meðal annars samþykkja að konur og menn skuli njóta sömu réttinda og að fólk sem aðhyllist önnur trúarbrögð, sem og fólk sem aðhyllist engin trúarbrögð, er ekki óæðra múslímum. Í Íslam eftir siðaskipti væru mismunandi kynhneigðir manna ekki fordæmdar heldur væri litið á þær sem ólíkar hliðar á náttúru mannsins, og eins væri litið á gyðingahatur sem óásættanlegt. Takmörkunum á málfrelsi, sem er rökstutt með þeim lélegu rökum að það geti móðgað náungann, yrði afneitað og í staðinn yrði tekin upp óvægin samfélagsumræða þar sem allt er leyfilegt, engar hugmyndir bannaðar og enginn málaflokkur sem ekki mætti ræða um. Íslam eftir siðaskipti myndi hvetja múslíma sem búa utan múslímaheimsins til að koma út úr gettóunum, sem þeir hafa sjálfviljugir reist yfir sig, og hætta að hafa svona miklar áhyggjur af því að loka dætur sínar inni frá umheiminum. Íslam myndi reisa sig upp úr öskustó bókstafstrúar og þýlyndis við trúarlega leiðtoga og leyfa fræðimennsku sem reist er á vísinda- og sögulegum grunni að koma úr útlegð sinni í skúmaskotum þar sem hún hefur verið dæmd til að hírast af guðfræðingum og stjórnendum æðri menntastofnana. Að lokum þarf að binda enda á þá vænisýki sem kom þeirri hugmynd að hjá sumum múslímum að gyðingar hefðu staðið á bak við árásirnar á Bandaríkin 11. september 2001, og að hugsanlega hefðu það ekki verið múslímar sem stóðu á bak við árasirnar á London 7. september; kenning sem varð nýlega að engu við birtingu myndbands á sjónvarpstöðinni al–Jazeera. Hugsanlega, eins og margir bentu mér á eftir fyrri grein mína, er það sem ég er að lýsa ekki siðaskipti heldur frekar upplýsing. Allt í lagi þá, allt í lagi: Verði ljós.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun