Bikarúrslit á menningarnótt 20. september 2005 00:01 Stærsti leikurinn á íslenska knattspyrnudagatalinu fer fram á laugardag þegar Reykjavíkurstórveldin Valur og Fram mætast á heimavelli Safamýrarliðsins, Laugardalsvelli. Leikurinn á alls ekki að vera síðasti leikur ársins heldur á leikurinn að fara fram á menningarnótt í ágústmánuði. Ég sé fyrir mér að nú loksins geti íþróttafíklar sem hafa lítinn áhuga á að fara í miðbæinn til að horfa á gjörning listamanna skellt sér á völlinn á menningarnótt. Leikurinn gæti orðið kærkomin upphitun fyrir bæjarröltið, tónleikana og flugeldasýninguna. Rök sem mæla með því að leikurinn eigi ekki að fara fram í lok leiktíðar: - Aðsóknin frá því ákveðið var að gera bikarúrslitin að lokaleik knattspyrnusumarsins árið 1999 hefur verið með mjög dræm. Í fyrra mættu til dæmis aðeins 2049 áhorfendur á úrslitaleik Keflavíkur og KA og aðeins einu sinni hefur aðsóknin á bikarúrslitaleik náð yfir fimm þúsund manns eftir breytingarnar en það var á leik KR og ÍA árið 1999. Þá var stemningin slík með KR að nánast var uppselt á æfingar liðsins. - Á sama tíma og leikurinn fer fram er heil umferð í enska boltanum. Það er deginum ljósara að fjölmargir stuðningsmenn Liverpool, Manchester United, Chelsea og Arsenal eiga eftir að velja pöbbinn eða sófann frekar en að fara á leikinn. - Veðrið hefur oft verið leiðinlegt á úrslitaleikjum undanfarinna ára, frá því að leiknum var seinkað til lok septembers. Á laugardag er spáð norðaustanátt með slyddu eða rigningu. Við búum á Íslandi og það er allra veðra von, sérstaklega á þessum tíma. - Báðum liðum hefur gengið afleitlega eftir að þau unnu leiki sína í undanúrslitum og greinilegt að úrslitaleikurinn hefur tekið einbeitinguna af deildinni og að úrslitaleiknum. Valsemenn hlutu aðeins fimm stig úr síðustu sjö leikjum sínum í mótinu að undanúrslitum gegn Fylki loknum en fyrir hafði liðið hlotið 27 stig úr fyrstu 11 leikjum sínum. Fram vann fyrstu tvo leikina eftir sigurinn gegn FH í undanúrslitum en svo ekki sögunni meir og liðið féll. Annar sigurinn var gegn Val í sögulegum leik þar sem Bo nokkur Henriksen gerði bæði mörk Fram en hann kom frá Val um mitt sumar. Það er kominn tími til KSÍ átti sig á því að knattspyrnufólk og knattspyrnuáhugamenn vilja ekki hafa stærsta leik ársins í hausthreti fyrir framan hálftóman Laugardalsvöll. Öll viljum við fá leikinn í ágúst sól og sumaryl eins og hér forðum. Flytjum leikinn fram á Menningarnótt! En vonandi fáum við skemmtilegan leik í slyddunni á laugardag. Fótboltinn er kaldhæðinn leikur og væri það ekki dæmigert að Fram ynni leikinn 1-0 og Bo Henriksen skoraði sigurmarkið? Hjörvar Hafliðason - [email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Stærsti leikurinn á íslenska knattspyrnudagatalinu fer fram á laugardag þegar Reykjavíkurstórveldin Valur og Fram mætast á heimavelli Safamýrarliðsins, Laugardalsvelli. Leikurinn á alls ekki að vera síðasti leikur ársins heldur á leikurinn að fara fram á menningarnótt í ágústmánuði. Ég sé fyrir mér að nú loksins geti íþróttafíklar sem hafa lítinn áhuga á að fara í miðbæinn til að horfa á gjörning listamanna skellt sér á völlinn á menningarnótt. Leikurinn gæti orðið kærkomin upphitun fyrir bæjarröltið, tónleikana og flugeldasýninguna. Rök sem mæla með því að leikurinn eigi ekki að fara fram í lok leiktíðar: - Aðsóknin frá því ákveðið var að gera bikarúrslitin að lokaleik knattspyrnusumarsins árið 1999 hefur verið með mjög dræm. Í fyrra mættu til dæmis aðeins 2049 áhorfendur á úrslitaleik Keflavíkur og KA og aðeins einu sinni hefur aðsóknin á bikarúrslitaleik náð yfir fimm þúsund manns eftir breytingarnar en það var á leik KR og ÍA árið 1999. Þá var stemningin slík með KR að nánast var uppselt á æfingar liðsins. - Á sama tíma og leikurinn fer fram er heil umferð í enska boltanum. Það er deginum ljósara að fjölmargir stuðningsmenn Liverpool, Manchester United, Chelsea og Arsenal eiga eftir að velja pöbbinn eða sófann frekar en að fara á leikinn. - Veðrið hefur oft verið leiðinlegt á úrslitaleikjum undanfarinna ára, frá því að leiknum var seinkað til lok septembers. Á laugardag er spáð norðaustanátt með slyddu eða rigningu. Við búum á Íslandi og það er allra veðra von, sérstaklega á þessum tíma. - Báðum liðum hefur gengið afleitlega eftir að þau unnu leiki sína í undanúrslitum og greinilegt að úrslitaleikurinn hefur tekið einbeitinguna af deildinni og að úrslitaleiknum. Valsemenn hlutu aðeins fimm stig úr síðustu sjö leikjum sínum í mótinu að undanúrslitum gegn Fylki loknum en fyrir hafði liðið hlotið 27 stig úr fyrstu 11 leikjum sínum. Fram vann fyrstu tvo leikina eftir sigurinn gegn FH í undanúrslitum en svo ekki sögunni meir og liðið féll. Annar sigurinn var gegn Val í sögulegum leik þar sem Bo nokkur Henriksen gerði bæði mörk Fram en hann kom frá Val um mitt sumar. Það er kominn tími til KSÍ átti sig á því að knattspyrnufólk og knattspyrnuáhugamenn vilja ekki hafa stærsta leik ársins í hausthreti fyrir framan hálftóman Laugardalsvöll. Öll viljum við fá leikinn í ágúst sól og sumaryl eins og hér forðum. Flytjum leikinn fram á Menningarnótt! En vonandi fáum við skemmtilegan leik í slyddunni á laugardag. Fótboltinn er kaldhæðinn leikur og væri það ekki dæmigert að Fram ynni leikinn 1-0 og Bo Henriksen skoraði sigurmarkið? Hjörvar Hafliðason - [email protected]
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun