Tekst ekki að ljúka hringvegi 13. september 2005 00:01 Þrátt fyrir að 15 milljörðum króna af Símapeningum eigi að verja til vegamála á næstu fimm árum tekst ekki að ljúka malbikun hringvegarins. Samkvæmt langtímaáætlun til ársins 2014 á heldur ekki að klára hringinn fyrir þann tíma og virðist sem enn muni líða minnst áratugur þar til þau tímamót verða. Það ætlar að ganga hægt að eyða síðustu malarköflum hringvegarins. Aðeins einn þeirra hvarf í sumar. Það var kaflinn um Almannaskarð en með opnun jarðganga undir skarðið í lok júnímánaðar lengdist malbikið um fimm og hálfan kílómetra. Hringvegurinn telst nú 1335 kílómetra langur og er búið að leggja bundið slitlag á 95 prósent leiðarinnar. Eftir eru fimm malarkaflar, samtals 62 kílómetrar að lengd, og þeir eru allir á Austurlandi. Efst í Jökuldal, ofan Skjöldólfsstaða, vantar fimm kílómetra. Í Skriðdal og á Breiðdalsheiði er lengsti malarkafli hringvegarins, 41 kílómetra langur. Í Berufirði er átta kílómetra langur malarkafli, í Hamarsfirði vantar slitlag á þriggja kílómetra kafla og loks er í Þvottár- og Hvalnesskriðum fjögurra kílómetra malarkafli. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar á Austurlandi er áformað að Jökuldalurinn klárist á næsta ári, Skriðurnar árið 2007, Hamarsfjörður árið 2008 og Berufjörður árið 2010. Stóra spurningin er kaflinn um Skriðdal og Breiðdalsheiði. Langtímaáætlun til ársins 2014 gerir ekki ráð fyrir að hann verði kláraður á þeim tíma og við ráðstöfun á söluandvirði Símans á dögunum var ekkert eyrnamerkt hringveginum. En það gæti verið önnur leið til að ljúka hringnum fyrr. Í svari við fyrirspurn á Alþingi fyrir hálfu öðru ári nefndi samgönguráðherra að rætt væri um það að færa hringveginn á Austurlandi þannig að hann lægi ekki um Breiðdalsheiði heldur um firðina og færi um jarðgöngin milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar sem voru einmitt opnuð fyrir helgi. Slík færsla á hringveginum myndi þýða að öllum líkindum að hægt yrði að lýsa því yfir innan fimm ára að hringnum væri lokið. Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri sagði hins vegar í gær að slík breyting á hringveginum yrði ekki gerð að svo stöddu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Þrátt fyrir að 15 milljörðum króna af Símapeningum eigi að verja til vegamála á næstu fimm árum tekst ekki að ljúka malbikun hringvegarins. Samkvæmt langtímaáætlun til ársins 2014 á heldur ekki að klára hringinn fyrir þann tíma og virðist sem enn muni líða minnst áratugur þar til þau tímamót verða. Það ætlar að ganga hægt að eyða síðustu malarköflum hringvegarins. Aðeins einn þeirra hvarf í sumar. Það var kaflinn um Almannaskarð en með opnun jarðganga undir skarðið í lok júnímánaðar lengdist malbikið um fimm og hálfan kílómetra. Hringvegurinn telst nú 1335 kílómetra langur og er búið að leggja bundið slitlag á 95 prósent leiðarinnar. Eftir eru fimm malarkaflar, samtals 62 kílómetrar að lengd, og þeir eru allir á Austurlandi. Efst í Jökuldal, ofan Skjöldólfsstaða, vantar fimm kílómetra. Í Skriðdal og á Breiðdalsheiði er lengsti malarkafli hringvegarins, 41 kílómetra langur. Í Berufirði er átta kílómetra langur malarkafli, í Hamarsfirði vantar slitlag á þriggja kílómetra kafla og loks er í Þvottár- og Hvalnesskriðum fjögurra kílómetra malarkafli. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar á Austurlandi er áformað að Jökuldalurinn klárist á næsta ári, Skriðurnar árið 2007, Hamarsfjörður árið 2008 og Berufjörður árið 2010. Stóra spurningin er kaflinn um Skriðdal og Breiðdalsheiði. Langtímaáætlun til ársins 2014 gerir ekki ráð fyrir að hann verði kláraður á þeim tíma og við ráðstöfun á söluandvirði Símans á dögunum var ekkert eyrnamerkt hringveginum. En það gæti verið önnur leið til að ljúka hringnum fyrr. Í svari við fyrirspurn á Alþingi fyrir hálfu öðru ári nefndi samgönguráðherra að rætt væri um það að færa hringveginn á Austurlandi þannig að hann lægi ekki um Breiðdalsheiði heldur um firðina og færi um jarðgöngin milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar sem voru einmitt opnuð fyrir helgi. Slík færsla á hringveginum myndi þýða að öllum líkindum að hægt yrði að lýsa því yfir innan fimm ára að hringnum væri lokið. Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri sagði hins vegar í gær að slík breyting á hringveginum yrði ekki gerð að svo stöddu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira