Kjarasamningar i stórhættu 13. september 2005 00:01 Undanfarin misseri hafa fjölmiðlar reglulega sagt fréttir af því að forsendur kjarasamninga séu að bresta. Nánast í hvert sinn sem Hagstofan hefur birt nýjar tölur um vísitölu neysluverðs hafa fjölmiðlarnir risið upp á aftufæturna og talað um að kjarasamningar séu í hættu. Það er fullkomlega skiljanlegt en þó innistæðan fyrir fréttunum hafi oft verið umdeilanleg er hún það ekki núna. Í síðustu kjaraviðræðum var samið til fjögurra ára til að reyna að tryggja stöðugleika í gegnum tímabil sem vegna stórframkvæmda, reyndar mestu framkvæmda Íslandssögunnar, er talið mjög viðkvæmt í efnahagslegu tilliti - tímabili þar sem hætta á þenslu í þjóðfélaginu er veruleg. Undanfarið hefur verðbólgan smám saman farið hækkandi. Það sem vekur ugg í brjóstum hagspekinga nú er að síðasta mæling Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs sýndi að það var ekki hækkun á eldsneyti og fasteignum sem hafði mest áhrif heldur hækkun á dagvöru, skóm og fatnaði. Þenslan er því orðin miklu raunverulegri en áður. Verðbólgan hækkaði um 1,9 prósent milli mánaða og hefur ekki hækkað jafnmikið milli mánaða síðan sumarið 2001. Á ársgrundvelli mælist verðbólgan 4,8 prósent og er hún þar með komin vel yfir efri þolmörk Seðlabankans sem eru fjögur prósent. Verkalýðshreyfingin samþykkti að gera þessa langtímakjarasamninga með því skilyrði að verðbólgan myndi haldast stöðug eða í kringum 2,5 prósent, sem er í takt við verðbólgumarkmið Seðlabankans. Fram að þessu hefur verið umdeilanlegt hvort verðbólgan hafi verið umfram verðbólgumarkmið Seðlabankans en nú er ekki lengur deilt um það. Í samræmi við síðustu kjarasamninga getur verkalýðshreyfingin því sagt samningunum upp í nóvember. Nefnd skipuð tveimur fulltrúm frá Samtökum atvinnulífsins og tveimur frá Alþýðusambandi Íslands funda nú um ástandið og ljóst er að tekist verður verulega á þeim fundum á næstu vikum ef marka má orð hagfræðinga SA og ASÍ í Fréttablaðinu í gær. Þá sagði Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, að mikill viðskiptahalli og mikill innflutningur neysluvarnings sýndi að kaupmátturinn væri einfaldlega of hár. Ólafur Darri Andrason hjá ASÍ sagði aftur á móti að kaupmáttur launatekna hefði verið að rýrna. Miðað við þessa ólíku sýn verður engin lognmolla við fundarborðið hjá þessum ágætu mönnum. En hvor þeirra hefur rétt fyrir sér? Ég hallast að því að báðir hafi þeir mikið til síns máls. Innflutningur neysluvarnings hefur aukist gríðarlega þar tala staðreyndir einfaldlega sínu máli. Það er hins vegar líka staðreynd að stærsti hópur launafólks hefur fengið þriggja prósenta launahækkun á síðustu tólf mánuðum en nú mælist verðbólgan 4,8 prósent á ársgrundvelli. Maður freistast til þess að halda að aukinn kaupmáttur fólks tengist ekki að öllu leyti launum eða skorti á vinnuafli heldur nýjum fasteignalánum bankanna. Lánin hafa ýtt fasteignaverði upp. Fólk hefur endurfjármagnað óhagstæð lán og margir átt góðan skilding aflögu sem líklega hefur ekki nema að litlu leyti farið í sparnað. Kannski eiga bankarnir einhverja sök á ástandinu. Þá á ég ekki við það að fasteignalánin sem slík hafi verið glapræði. Alls ekki - þau voru löngu tímabær kjarabót því vextir hér voru allt of háir. Ég við það að allir þessir ágætu þjónustufulltrúar sem tekið hafa við lánabeiðnum fólks síðustu mánuði hefðu kannski átt að eyða aðeins meiri tíma í að upplýsa fólk um sparnaðarleiðir. Tölurnar tala sínu máli í þeim efnum. Skyndilega lækkuðu yfirdrættir landsmanna verulega þegar byrjað var að bjóða upp á nýju lánin en nú eru þeir aftur að hækka. Mjög áhugavert verður að fylgjast með þróun viðræðna ofangreindrar nefndar á næstunni. Fulltrúum atvinnulífsins bíður ekki auðvelt verk. Að mínu viti væri fjarstæða hjá verkalýðshreyfingunni að fara fram á launahækkanir. Þær myndu auka þensluna. Miklu nær væri að semja um lækkun á matarskatti, aukin lífeyrisréttindi eða eitthvað í þá veruna. Almennt launafólk má hins vegar ekki standa eitt að því að varðveita stöðugleikann. Hið opinbera verður líka að koma þar að. Eins og ástandið er núna virðist sem útdeiling hinna svokölluðu Símapeninga í hinar ýmsu stórframkvæmdir muni verka eins og olía á eld. Jafnvel þó það eigi ekki að leggja í þær framkvæmdir fyrr en eftir einhvern tíma verður hið opinbera að fara varlega. Trausti Hafliðason - [email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Trausti Hafliðason Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hafa fjölmiðlar reglulega sagt fréttir af því að forsendur kjarasamninga séu að bresta. Nánast í hvert sinn sem Hagstofan hefur birt nýjar tölur um vísitölu neysluverðs hafa fjölmiðlarnir risið upp á aftufæturna og talað um að kjarasamningar séu í hættu. Það er fullkomlega skiljanlegt en þó innistæðan fyrir fréttunum hafi oft verið umdeilanleg er hún það ekki núna. Í síðustu kjaraviðræðum var samið til fjögurra ára til að reyna að tryggja stöðugleika í gegnum tímabil sem vegna stórframkvæmda, reyndar mestu framkvæmda Íslandssögunnar, er talið mjög viðkvæmt í efnahagslegu tilliti - tímabili þar sem hætta á þenslu í þjóðfélaginu er veruleg. Undanfarið hefur verðbólgan smám saman farið hækkandi. Það sem vekur ugg í brjóstum hagspekinga nú er að síðasta mæling Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs sýndi að það var ekki hækkun á eldsneyti og fasteignum sem hafði mest áhrif heldur hækkun á dagvöru, skóm og fatnaði. Þenslan er því orðin miklu raunverulegri en áður. Verðbólgan hækkaði um 1,9 prósent milli mánaða og hefur ekki hækkað jafnmikið milli mánaða síðan sumarið 2001. Á ársgrundvelli mælist verðbólgan 4,8 prósent og er hún þar með komin vel yfir efri þolmörk Seðlabankans sem eru fjögur prósent. Verkalýðshreyfingin samþykkti að gera þessa langtímakjarasamninga með því skilyrði að verðbólgan myndi haldast stöðug eða í kringum 2,5 prósent, sem er í takt við verðbólgumarkmið Seðlabankans. Fram að þessu hefur verið umdeilanlegt hvort verðbólgan hafi verið umfram verðbólgumarkmið Seðlabankans en nú er ekki lengur deilt um það. Í samræmi við síðustu kjarasamninga getur verkalýðshreyfingin því sagt samningunum upp í nóvember. Nefnd skipuð tveimur fulltrúm frá Samtökum atvinnulífsins og tveimur frá Alþýðusambandi Íslands funda nú um ástandið og ljóst er að tekist verður verulega á þeim fundum á næstu vikum ef marka má orð hagfræðinga SA og ASÍ í Fréttablaðinu í gær. Þá sagði Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, að mikill viðskiptahalli og mikill innflutningur neysluvarnings sýndi að kaupmátturinn væri einfaldlega of hár. Ólafur Darri Andrason hjá ASÍ sagði aftur á móti að kaupmáttur launatekna hefði verið að rýrna. Miðað við þessa ólíku sýn verður engin lognmolla við fundarborðið hjá þessum ágætu mönnum. En hvor þeirra hefur rétt fyrir sér? Ég hallast að því að báðir hafi þeir mikið til síns máls. Innflutningur neysluvarnings hefur aukist gríðarlega þar tala staðreyndir einfaldlega sínu máli. Það er hins vegar líka staðreynd að stærsti hópur launafólks hefur fengið þriggja prósenta launahækkun á síðustu tólf mánuðum en nú mælist verðbólgan 4,8 prósent á ársgrundvelli. Maður freistast til þess að halda að aukinn kaupmáttur fólks tengist ekki að öllu leyti launum eða skorti á vinnuafli heldur nýjum fasteignalánum bankanna. Lánin hafa ýtt fasteignaverði upp. Fólk hefur endurfjármagnað óhagstæð lán og margir átt góðan skilding aflögu sem líklega hefur ekki nema að litlu leyti farið í sparnað. Kannski eiga bankarnir einhverja sök á ástandinu. Þá á ég ekki við það að fasteignalánin sem slík hafi verið glapræði. Alls ekki - þau voru löngu tímabær kjarabót því vextir hér voru allt of háir. Ég við það að allir þessir ágætu þjónustufulltrúar sem tekið hafa við lánabeiðnum fólks síðustu mánuði hefðu kannski átt að eyða aðeins meiri tíma í að upplýsa fólk um sparnaðarleiðir. Tölurnar tala sínu máli í þeim efnum. Skyndilega lækkuðu yfirdrættir landsmanna verulega þegar byrjað var að bjóða upp á nýju lánin en nú eru þeir aftur að hækka. Mjög áhugavert verður að fylgjast með þróun viðræðna ofangreindrar nefndar á næstunni. Fulltrúum atvinnulífsins bíður ekki auðvelt verk. Að mínu viti væri fjarstæða hjá verkalýðshreyfingunni að fara fram á launahækkanir. Þær myndu auka þensluna. Miklu nær væri að semja um lækkun á matarskatti, aukin lífeyrisréttindi eða eitthvað í þá veruna. Almennt launafólk má hins vegar ekki standa eitt að því að varðveita stöðugleikann. Hið opinbera verður líka að koma þar að. Eins og ástandið er núna virðist sem útdeiling hinna svokölluðu Símapeninga í hinar ýmsu stórframkvæmdir muni verka eins og olía á eld. Jafnvel þó það eigi ekki að leggja í þær framkvæmdir fyrr en eftir einhvern tíma verður hið opinbera að fara varlega. Trausti Hafliðason - [email protected]
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun