Kosið um sameiningu eftir um mánuð 12. september 2005 00:01 Þriðjungi kosningabærra manna í landinu býðst að kjósa um sameiningu sveitarfélaga eftir fjórar vikur. Kosið verður meðal annars um að gera Eyjafjarðarsvæðið að einu sveitarfélagi, Árnessýslu að tveimur og um sameiningu Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandar. Sameiningaráformin hafa reyndar þynnst verulega frá því félagsmálaráðherra og sameiningarnefnd sveitarfélaganna kynntu fyrstu tillögur fyrir ári. Ráðherrann talaði þá um einhverja mestu þjóðfélagsbreytingu seinni ára á Íslandi en þá var miðað við að sameiningarkosningar tækju til sveitarfélaga með samtals 213 þúsund íbúa, eða 73 prósent þjóðarinnar. Nú liggur fyrir að kosningarnar þann 8. október næstkomandi munu snerta 96 þúsund manns eða 33 prósent þjóðarinnar. Þetta verða engu að síður kosningar um róttækar breytingar á viðkomandi svæðum. Sextán sameiningarkosningar fara fram í 61 sveitarfélagi vítt og breitt um landið. Lagt til að Snæfellsnes renni saman í eitt með sameiningu Snæfellsbæjar, Grundarfjarðar, Stykkishólms, Helgafellssveitar og Eyja- og Miklaholtshrepps. Íbúar Dalabyggðar, Saurbæjarhrepps og Reykhólahrepps greiða atkvæði um sameiningu. Á Vestfjörðum verður kosið um sameiningu Vesturbyggðar og Tálknafjarðar, á Ströndum um sameiningu Árneshrepps, Kaldrananeshrepps, Hólmavíkurhrepps og Broddaneshrepps, en íbúar Bæjarhrepps, sem einnig teljast Strandamenn, kjósa um sameiningu við Húnaþing vestra. Á Norðurlandi vestra er jafnframt kosið um sameiningu Blönduóss, Höfðahrepps, Skagabyggðar og Áshrepps sem og um sameiningu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps. Stærstu kosningarnar eftir fjórar vikur fara fram í byggðunum við Eyjafjörð en þar búa 23 þúsund manns. Þar er lögð til ein allsherjarsameining á svæðinu, það er Siglufjarðar, Ólafsfjarðar, Dalvíkurbyggðar, Arnarneshrepps, Hörgárbyggðar, Akureyrar, Eyjafjarðarsveitar, Svalbarðsstrandarhrepps og Grýtubakkahrepps. Saman yrði þetta þriðja stærsta sveitarfélag landsins á eftir Reykjavík og Kópavogi. Stefnt er að því að gera Þingeyjarsýslur að tveimur sveitarfélögum, annars vegar með sameiningu Húsavíkur, Tjörneshrepps, Kelduneshrepps, Skútustaðahrepps, Aðaldælahrepps, Öxarfjarðarhrepps og Raufarhafnar og hins vegar með sameiningu Svalbarðshrepps og Þórshafnar. Á norðausturhorninu verður kosið um sameiningu Skeggjastaðahrepps og Vopnafjarðar og á Mið-Austurlandi um sameiningu Mjóafjarðar, Fjarðabyggðar, Austurbyggðar og Fáskrúðsfjarðarhrepps. Á Suðurlandi er lagt til að Árnessýsla verði að tveimur sveitarfélögum, annars vegar renni uppsveitirnar saman í eitt með sameiningu Bláskógabyggðar, Hrunamannahrepps, Grímsnes- og Grafningshrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Hins vegar er lagt til að Ölfus og Flóinn renni saman og þar verði undir Hveragerði, Þorlákshöfn, Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og einnig Gaulverjabæjarhreppur, Villingaholtshreppur og Hraungerðishreppur. Á Suðurnesjum verður kosið um sameiningu Reykjanesbæjar, Sandgerðis og Garðs en Grindavík er undanskilin sem og Vogarnir en kosið verður um sameiningu Vatnsleysustrandar við Hafnarfjörð. Fólk getur þegar byrjað að kjósa um tillögurnar því utankjörfundaratkvæðaagreiðsla hófst þann 13. ágúst síðastliðinn. Aðalkosningarnar verða svo laugardaginn 8. október. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Þriðjungi kosningabærra manna í landinu býðst að kjósa um sameiningu sveitarfélaga eftir fjórar vikur. Kosið verður meðal annars um að gera Eyjafjarðarsvæðið að einu sveitarfélagi, Árnessýslu að tveimur og um sameiningu Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandar. Sameiningaráformin hafa reyndar þynnst verulega frá því félagsmálaráðherra og sameiningarnefnd sveitarfélaganna kynntu fyrstu tillögur fyrir ári. Ráðherrann talaði þá um einhverja mestu þjóðfélagsbreytingu seinni ára á Íslandi en þá var miðað við að sameiningarkosningar tækju til sveitarfélaga með samtals 213 þúsund íbúa, eða 73 prósent þjóðarinnar. Nú liggur fyrir að kosningarnar þann 8. október næstkomandi munu snerta 96 þúsund manns eða 33 prósent þjóðarinnar. Þetta verða engu að síður kosningar um róttækar breytingar á viðkomandi svæðum. Sextán sameiningarkosningar fara fram í 61 sveitarfélagi vítt og breitt um landið. Lagt til að Snæfellsnes renni saman í eitt með sameiningu Snæfellsbæjar, Grundarfjarðar, Stykkishólms, Helgafellssveitar og Eyja- og Miklaholtshrepps. Íbúar Dalabyggðar, Saurbæjarhrepps og Reykhólahrepps greiða atkvæði um sameiningu. Á Vestfjörðum verður kosið um sameiningu Vesturbyggðar og Tálknafjarðar, á Ströndum um sameiningu Árneshrepps, Kaldrananeshrepps, Hólmavíkurhrepps og Broddaneshrepps, en íbúar Bæjarhrepps, sem einnig teljast Strandamenn, kjósa um sameiningu við Húnaþing vestra. Á Norðurlandi vestra er jafnframt kosið um sameiningu Blönduóss, Höfðahrepps, Skagabyggðar og Áshrepps sem og um sameiningu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps. Stærstu kosningarnar eftir fjórar vikur fara fram í byggðunum við Eyjafjörð en þar búa 23 þúsund manns. Þar er lögð til ein allsherjarsameining á svæðinu, það er Siglufjarðar, Ólafsfjarðar, Dalvíkurbyggðar, Arnarneshrepps, Hörgárbyggðar, Akureyrar, Eyjafjarðarsveitar, Svalbarðsstrandarhrepps og Grýtubakkahrepps. Saman yrði þetta þriðja stærsta sveitarfélag landsins á eftir Reykjavík og Kópavogi. Stefnt er að því að gera Þingeyjarsýslur að tveimur sveitarfélögum, annars vegar með sameiningu Húsavíkur, Tjörneshrepps, Kelduneshrepps, Skútustaðahrepps, Aðaldælahrepps, Öxarfjarðarhrepps og Raufarhafnar og hins vegar með sameiningu Svalbarðshrepps og Þórshafnar. Á norðausturhorninu verður kosið um sameiningu Skeggjastaðahrepps og Vopnafjarðar og á Mið-Austurlandi um sameiningu Mjóafjarðar, Fjarðabyggðar, Austurbyggðar og Fáskrúðsfjarðarhrepps. Á Suðurlandi er lagt til að Árnessýsla verði að tveimur sveitarfélögum, annars vegar renni uppsveitirnar saman í eitt með sameiningu Bláskógabyggðar, Hrunamannahrepps, Grímsnes- og Grafningshrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Hins vegar er lagt til að Ölfus og Flóinn renni saman og þar verði undir Hveragerði, Þorlákshöfn, Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og einnig Gaulverjabæjarhreppur, Villingaholtshreppur og Hraungerðishreppur. Á Suðurnesjum verður kosið um sameiningu Reykjanesbæjar, Sandgerðis og Garðs en Grindavík er undanskilin sem og Vogarnir en kosið verður um sameiningu Vatnsleysustrandar við Hafnarfjörð. Fólk getur þegar byrjað að kjósa um tillögurnar því utankjörfundaratkvæðaagreiðsla hófst þann 13. ágúst síðastliðinn. Aðalkosningarnar verða svo laugardaginn 8. október.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira