Tvö í framboði til varaformanns 8. september 2005 00:01 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, sækjast bæði eftir varaformannsembættinu í Sjálfstæðisflokknum. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sækist ekki eftir embættinu og telur mikilvægt að flokksmenn ruggi ekki bátnum. Það var stöðugur straumur á heimili Þorgerðar Katrínar fyrir stundu, en þangað flykktust stuðningsmenn hennar. Þorgerður Katrín tilkynnti í dag að hún hygðist gefa kost á sér til varaformennsku í Sjálfstæðisflokknum. Hún segir ákvörðunina ekki hafa verið tekna í skyndingu eftir að formaður flokksins tilkynnti brotthvarf sitt í gær. Þorgerður Katrín segir að á síðustu dögum og vikum þá hafi menn verið að melta ýmsa hluti með sér og hugsanlega gert ráð fyrir breytingum á landsfundi í vor. Hún hafði hugsað málið og tók síðan fullnaðar ákvörðun rétt fyrir hádegi og í framhaldi ákvað hún að opinbera tíðindin í stað þess að liggja á þeim. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri ætlar líka í formannsslaginn og er nýbúinn að ákveða það. Hann segist hafa tekið daginn í að ákveða þetta. Ef þau tvö verða ein í framboði yrði brotið blað því hvorki kona né það sem kalla mætti landsbyggðarmann hafa leitt Sjálfstæðisflokkinn. Þorgerður Katrín segist ekki vilja skilgreina mun á sér og Kristjáni Þór, en í ljósi þess að næsti formaður er karl, má ætla að það sé henni í hag að vera kona. Hún segir aðspurð um það að eflaust megi líta á það þannig og fyrir sig væri það stórt og mikið tækifæri að fá að leiða Sjálfstæðisflokkin með Geir H. Haarde. Hún sagði hann vera mjög heppilegan sem formann og styður hann eindregið. Kristján segist vona að baráttan verði drengileg og spennandi og sagði einnig að Þorgerður Katrín væri mjög hæfur frambjóðandi. Bjarni Benediktsson formaður allsherjarnefndar Alþingis mun vera að skoða hug sinn, en Björn Bjarnason ætlar ekki að gefa kost á sér til varaformanns og telur betra að fara gætilega. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir það vera mjög mikilvægt nú þegar Davíð lætur af störfum sem formaður að þá gangi menn skipulega til þess verks að fylla hans skarð og séu ekki að rugga bátnum að óþörfu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, sækjast bæði eftir varaformannsembættinu í Sjálfstæðisflokknum. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sækist ekki eftir embættinu og telur mikilvægt að flokksmenn ruggi ekki bátnum. Það var stöðugur straumur á heimili Þorgerðar Katrínar fyrir stundu, en þangað flykktust stuðningsmenn hennar. Þorgerður Katrín tilkynnti í dag að hún hygðist gefa kost á sér til varaformennsku í Sjálfstæðisflokknum. Hún segir ákvörðunina ekki hafa verið tekna í skyndingu eftir að formaður flokksins tilkynnti brotthvarf sitt í gær. Þorgerður Katrín segir að á síðustu dögum og vikum þá hafi menn verið að melta ýmsa hluti með sér og hugsanlega gert ráð fyrir breytingum á landsfundi í vor. Hún hafði hugsað málið og tók síðan fullnaðar ákvörðun rétt fyrir hádegi og í framhaldi ákvað hún að opinbera tíðindin í stað þess að liggja á þeim. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri ætlar líka í formannsslaginn og er nýbúinn að ákveða það. Hann segist hafa tekið daginn í að ákveða þetta. Ef þau tvö verða ein í framboði yrði brotið blað því hvorki kona né það sem kalla mætti landsbyggðarmann hafa leitt Sjálfstæðisflokkinn. Þorgerður Katrín segist ekki vilja skilgreina mun á sér og Kristjáni Þór, en í ljósi þess að næsti formaður er karl, má ætla að það sé henni í hag að vera kona. Hún segir aðspurð um það að eflaust megi líta á það þannig og fyrir sig væri það stórt og mikið tækifæri að fá að leiða Sjálfstæðisflokkin með Geir H. Haarde. Hún sagði hann vera mjög heppilegan sem formann og styður hann eindregið. Kristján segist vona að baráttan verði drengileg og spennandi og sagði einnig að Þorgerður Katrín væri mjög hæfur frambjóðandi. Bjarni Benediktsson formaður allsherjarnefndar Alþingis mun vera að skoða hug sinn, en Björn Bjarnason ætlar ekki að gefa kost á sér til varaformanns og telur betra að fara gætilega. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir það vera mjög mikilvægt nú þegar Davíð lætur af störfum sem formaður að þá gangi menn skipulega til þess verks að fylla hans skarð og séu ekki að rugga bátnum að óþörfu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira