Harka og ósveigjanleiki 8. september 2005 00:01 "Staða þessara mála, sem upp eru komin á spítalanum, er ekkert í lagi. Við tökum þetta alvarlega," segir Björn Zoega sviðsstjóri lækninga á skurðsviði Landspítala háskólasjúkrahúss. Hann segir að verið sé að reyna að komast að samkomulagi, við þá lækna sem eru ósáttir, með viðræðum. Sérfræðingur á æðaskurðdeild spítalans hefur sagt upp störfum vegna óánægju með stefnu framkvæmdastjórnar LSH, þar á meðal uppsetningu stimpilklukku. Yfirlæknir deildarinnar á í deilum við stjórnina og hefur sett sín mál í hendur lögfræðings. Fleiri læknar á skurðsviði eru óánægðir og íhuga sumir hverjir uppsögn. Björn segir að notkun stimpilklukku sé einfaldlega skráning á vinnuframlagi samkvæmt kjarasamningi. Kjarasamningur lækna bjóði ekki upp á annað. Yfirstjórn spítalans hafi þó sýnt tilslakanir í þeim efnum. "Hvað varðar bann við vinnu yfirlækna utan spítalans þá var sú ákvörðun tekin af yfirstjórn spítalans í samráði við heilbrigðisyfirvöld. Verið er að skerpa á því að yfirlæknarnir sem stjórna hinum daglega rekstri á deildunum séu ekki að hverfa einn og einn dag í vikunni og skapi þar með óvissu. Tilgangurinn er að sjá til þess að vinnan flæði eðlilega og öryggi sjúklinganna sé ekki ógnað á nokkurn hátt." Helgi segir að þessi breyting valdi deilum og hafi ef til vill áhrif á kjör viðkomandi yfirlækna. Vinnuframlag á stofu úti í bæ virðist vera betur borgað heldur en á spítalanum. Spurður hvort átök tveggja skurðlækna af fjórum sem starfa á æðaskurðlækningadeild séu farin að koma niður á deildinni svarar Björn: "Nei,ekki ennþá." Hann kveðst vonast til að mál viðkomandi lækna geti leyst á farsælan hátt þannig að biðlistar taki ekki að myndast. "Það var sársaukafull sameining á tveimur spítölum hérna," segir Björn um ástæður þess ófriðar sem verið hefur uppi á spítalanum. "Ég get skilið að yfirstjórnin hafi þurft að sýna töluvert mikla hörku til að slá þessum einingum saman þar sem menn höfðu meira sjálfstæði í minni einingum heldur þeir hafa í stærri einingum núna. En það getur líka verið um að ræða ósveigjanleika að hálfu þeirra lækna sem hafa deilt á hana." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
"Staða þessara mála, sem upp eru komin á spítalanum, er ekkert í lagi. Við tökum þetta alvarlega," segir Björn Zoega sviðsstjóri lækninga á skurðsviði Landspítala háskólasjúkrahúss. Hann segir að verið sé að reyna að komast að samkomulagi, við þá lækna sem eru ósáttir, með viðræðum. Sérfræðingur á æðaskurðdeild spítalans hefur sagt upp störfum vegna óánægju með stefnu framkvæmdastjórnar LSH, þar á meðal uppsetningu stimpilklukku. Yfirlæknir deildarinnar á í deilum við stjórnina og hefur sett sín mál í hendur lögfræðings. Fleiri læknar á skurðsviði eru óánægðir og íhuga sumir hverjir uppsögn. Björn segir að notkun stimpilklukku sé einfaldlega skráning á vinnuframlagi samkvæmt kjarasamningi. Kjarasamningur lækna bjóði ekki upp á annað. Yfirstjórn spítalans hafi þó sýnt tilslakanir í þeim efnum. "Hvað varðar bann við vinnu yfirlækna utan spítalans þá var sú ákvörðun tekin af yfirstjórn spítalans í samráði við heilbrigðisyfirvöld. Verið er að skerpa á því að yfirlæknarnir sem stjórna hinum daglega rekstri á deildunum séu ekki að hverfa einn og einn dag í vikunni og skapi þar með óvissu. Tilgangurinn er að sjá til þess að vinnan flæði eðlilega og öryggi sjúklinganna sé ekki ógnað á nokkurn hátt." Helgi segir að þessi breyting valdi deilum og hafi ef til vill áhrif á kjör viðkomandi yfirlækna. Vinnuframlag á stofu úti í bæ virðist vera betur borgað heldur en á spítalanum. Spurður hvort átök tveggja skurðlækna af fjórum sem starfa á æðaskurðlækningadeild séu farin að koma niður á deildinni svarar Björn: "Nei,ekki ennþá." Hann kveðst vonast til að mál viðkomandi lækna geti leyst á farsælan hátt þannig að biðlistar taki ekki að myndast. "Það var sársaukafull sameining á tveimur spítölum hérna," segir Björn um ástæður þess ófriðar sem verið hefur uppi á spítalanum. "Ég get skilið að yfirstjórnin hafi þurft að sýna töluvert mikla hörku til að slá þessum einingum saman þar sem menn höfðu meira sjálfstæði í minni einingum heldur þeir hafa í stærri einingum núna. En það getur líka verið um að ræða ósveigjanleika að hálfu þeirra lækna sem hafa deilt á hana."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira