Niðurstaða staðfesti hroðvirkni 7. september 2005 00:01 Ef það verður niðurstaða Héraðsdóms að átján ákæruliðir af 40 séu ekki dómtækir, eftir þriggja ára rannsókn efnahagsbrotadeildar þá staðfestir það hversu hroðvirknislega málið er unnið, segir Einar Þór Sverrisson, verjandi Jóhannesar Jónssonar, í Baugsmálinu svokallaða. Hann telur heimildir til lagfæringar ákæranna mjög takmarkaðar. Eins og fram kom í fréttum í gær sendi Pétur Guðgeirsson héraðsdómari út bréf í lok ágúst fyrir hönd dómsins sem fjallar um ákærur á hendur forsvarsmönnum Baugs þar sem fram kemur að slíkir annmarkar séu á ákærunum á hendur sexmenningunum sem ákærðir að vera kunni að átján ákæruliðum af 40 verði vísað frá dómi. Boðað er til aukaþinghalds 12. september til þess að gefa ákæruvaldinu kost á að tjá sig um þetta. Eftir því sem fréttastofa Bylgjunnar og Stöðvar 2 kemst næst er það ekki algengt að dómur sendi málsaðilum slíkt bréf. Enginn þeirra lögmanna sem fréttastofa náði tali af í morgun var þó tilbúinn að tjá sig um málið. En kom þetta sakborningunum í opna skjöldu? Einar Þór Sverrisson, verjandi Jóhannesar Jónssonar, segir að svo hafi verið að vissu leyti en það breyti ekki því að það hafi verið skýrt í hans huga að það hefði verið kastað til hendinni við gerð ákærunnar. Honum finnist hún hroðvirknislega unnin. Einar segir að hafa verði í huga að rannsókn málsins hafi staðið síðustu þrjú ár og honum finnist það sæta tíðindum að ef þetta verði niðurstaðan, en hún liggi þó ekki fyrir. Spurður um það hversu rúmar heimildir ákværuvaldið hafi til þess að lagfæra ákærur þannig að þær verði dómtækar segir Einar Þór að að hans viti hafi ákæruvaldið mjög þröngar heimildir til þess en hann vilji þó ekki fullyrða á þessari stundu hver viðbrögð ákæruvaldsins verði vegna þess að úrskurður dómara hafi ekki verið kveðinn upp enn þá. Samkvæmt lögum getur ákærandi breytt eða aukið við ákæru með útgáfu framhaldsákæru til að leiðrétta augljósar villur eða ef nýjar upplýsingar gefa tilefni til. Jón H.B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar, sagði í fréttum í gær að málið væri alls ekki vandræðalegt fyrir ákæruvaldið, því það væri einfaldlega gríðarlega flókið og umfangsmikið og reyndi á tilvik sem ekki hefur reynt á áður. Það sé því ekkert óeðlilegt við að dómurinn fari þessa leið. Einar Þór telur ákæruvaldið á villigötum. Hann segir þetta leiða hugann að því hvort sú hugsun sem fram komi í ákærunni gangi yfirhöfuð upp, þ.e. hvort upplegging ákæruvaldsins sé ómöguleg. Þarna sé verið að ákæra bæði fyrir sömu háttsemina sem brot á fjárdráttarákvæði hegningarlaga og umboðssvik og einnig brot gegn ákvæðum laga um hlutafélög sem kveði á um ólögmætar lánveitingar. Það sé spurning hvort fjárdráttur geti verið ólögmæt lánveiting. Því velti hann fyrir sér. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Ef það verður niðurstaða Héraðsdóms að átján ákæruliðir af 40 séu ekki dómtækir, eftir þriggja ára rannsókn efnahagsbrotadeildar þá staðfestir það hversu hroðvirknislega málið er unnið, segir Einar Þór Sverrisson, verjandi Jóhannesar Jónssonar, í Baugsmálinu svokallaða. Hann telur heimildir til lagfæringar ákæranna mjög takmarkaðar. Eins og fram kom í fréttum í gær sendi Pétur Guðgeirsson héraðsdómari út bréf í lok ágúst fyrir hönd dómsins sem fjallar um ákærur á hendur forsvarsmönnum Baugs þar sem fram kemur að slíkir annmarkar séu á ákærunum á hendur sexmenningunum sem ákærðir að vera kunni að átján ákæruliðum af 40 verði vísað frá dómi. Boðað er til aukaþinghalds 12. september til þess að gefa ákæruvaldinu kost á að tjá sig um þetta. Eftir því sem fréttastofa Bylgjunnar og Stöðvar 2 kemst næst er það ekki algengt að dómur sendi málsaðilum slíkt bréf. Enginn þeirra lögmanna sem fréttastofa náði tali af í morgun var þó tilbúinn að tjá sig um málið. En kom þetta sakborningunum í opna skjöldu? Einar Þór Sverrisson, verjandi Jóhannesar Jónssonar, segir að svo hafi verið að vissu leyti en það breyti ekki því að það hafi verið skýrt í hans huga að það hefði verið kastað til hendinni við gerð ákærunnar. Honum finnist hún hroðvirknislega unnin. Einar segir að hafa verði í huga að rannsókn málsins hafi staðið síðustu þrjú ár og honum finnist það sæta tíðindum að ef þetta verði niðurstaðan, en hún liggi þó ekki fyrir. Spurður um það hversu rúmar heimildir ákværuvaldið hafi til þess að lagfæra ákærur þannig að þær verði dómtækar segir Einar Þór að að hans viti hafi ákæruvaldið mjög þröngar heimildir til þess en hann vilji þó ekki fullyrða á þessari stundu hver viðbrögð ákæruvaldsins verði vegna þess að úrskurður dómara hafi ekki verið kveðinn upp enn þá. Samkvæmt lögum getur ákærandi breytt eða aukið við ákæru með útgáfu framhaldsákæru til að leiðrétta augljósar villur eða ef nýjar upplýsingar gefa tilefni til. Jón H.B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar, sagði í fréttum í gær að málið væri alls ekki vandræðalegt fyrir ákæruvaldið, því það væri einfaldlega gríðarlega flókið og umfangsmikið og reyndi á tilvik sem ekki hefur reynt á áður. Það sé því ekkert óeðlilegt við að dómurinn fari þessa leið. Einar Þór telur ákæruvaldið á villigötum. Hann segir þetta leiða hugann að því hvort sú hugsun sem fram komi í ákærunni gangi yfirhöfuð upp, þ.e. hvort upplegging ákæruvaldsins sé ómöguleg. Þarna sé verið að ákæra bæði fyrir sömu háttsemina sem brot á fjárdráttarákvæði hegningarlaga og umboðssvik og einnig brot gegn ákvæðum laga um hlutafélög sem kveði á um ólögmætar lánveitingar. Það sé spurning hvort fjárdráttur geti verið ólögmæt lánveiting. Því velti hann fyrir sér.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira