Óvissa um greiðslukortabrot 6. september 2005 00:01 Dómarar Héraðsdóms Reykjavíkur í máli ákæruvaldsins gegn Baugsfeðgum og fjórum öðrum sakborningum hafa vakið athygli ákæruvaldsins á því að slíkir annmarkar kunni að vera á átján af fjörutíu liðum ákærunnar að úr þeim verði ekki bætt í málarekstrinum. Dómur verði því ekki kveðinn upp um efni þeirra. Í bréfi til málsaðila og lögfræðinga þeirra er ákæranda og verjendum gefinn kostur á að tjá sig um efnið þegar þingað verður í málinu næstkomandi þriðjudag. Efasemdir dómenda snúa að ákærliðum um fjárdrátt, umboðssvik og brot gegn lögum um hlutafélög. Í öðrum kafla ákærunnar er Jón Ásgeir, Jóhannes Jónsson faðir hans og Tryggvi Jónsson taldir hafa misnotað aðstöðu sína hjá Baugi hf. varðandi kaup á 10 -11 verslununum árið 1999 og gerst brotlegir í viðskiptum með fasteignir. Í athugasemdum sakborninga var því andmælt að um auðgunarásetning hafi verið að ræða. Jón Ásgeir hefði ekki hagnast á viðskiptunum en Baugur hefði aftur á móti hagnast um allt að fjóra milljarða króna. Dómendur telja að skort geti á að verknaðarlýsing umboðssvika sé fullnægjandi og hlutdeild Tryggva og Jóhannesar sé ekki lýst með fullnægjandi hætti. Athugasemdir dómenda taka einnig til áttunda og níunda liðar ákærunnar sem varða meðal annars færslur á tugum og hundruð milljóna króna milli Baugs og skyldra félaga. Lýsing á fjárdrætti sé ekki nægilega ljós í umræddum ákæruliðum en brot af áðurgreindum toga geta varðað allt að sex ára fangelsi teljist þau alvarleg. Dómararnir gera einnig athugasemdir við þrettán aðra ákæruliði sem snerta meðal annars millifærslur og úttektir Jóns Ásgeirs með kreditkortum Baugs. Fjárdráttarsökin er þar ekki talin nægilega reifuð og hlutdeild Tryggva og Kristínar Jóhannesdóttur í brotum sé ekki nægilega lýst. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira
Dómarar Héraðsdóms Reykjavíkur í máli ákæruvaldsins gegn Baugsfeðgum og fjórum öðrum sakborningum hafa vakið athygli ákæruvaldsins á því að slíkir annmarkar kunni að vera á átján af fjörutíu liðum ákærunnar að úr þeim verði ekki bætt í málarekstrinum. Dómur verði því ekki kveðinn upp um efni þeirra. Í bréfi til málsaðila og lögfræðinga þeirra er ákæranda og verjendum gefinn kostur á að tjá sig um efnið þegar þingað verður í málinu næstkomandi þriðjudag. Efasemdir dómenda snúa að ákærliðum um fjárdrátt, umboðssvik og brot gegn lögum um hlutafélög. Í öðrum kafla ákærunnar er Jón Ásgeir, Jóhannes Jónsson faðir hans og Tryggvi Jónsson taldir hafa misnotað aðstöðu sína hjá Baugi hf. varðandi kaup á 10 -11 verslununum árið 1999 og gerst brotlegir í viðskiptum með fasteignir. Í athugasemdum sakborninga var því andmælt að um auðgunarásetning hafi verið að ræða. Jón Ásgeir hefði ekki hagnast á viðskiptunum en Baugur hefði aftur á móti hagnast um allt að fjóra milljarða króna. Dómendur telja að skort geti á að verknaðarlýsing umboðssvika sé fullnægjandi og hlutdeild Tryggva og Jóhannesar sé ekki lýst með fullnægjandi hætti. Athugasemdir dómenda taka einnig til áttunda og níunda liðar ákærunnar sem varða meðal annars færslur á tugum og hundruð milljóna króna milli Baugs og skyldra félaga. Lýsing á fjárdrætti sé ekki nægilega ljós í umræddum ákæruliðum en brot af áðurgreindum toga geta varðað allt að sex ára fangelsi teljist þau alvarleg. Dómararnir gera einnig athugasemdir við þrettán aðra ákæruliði sem snerta meðal annars millifærslur og úttektir Jóns Ásgeirs með kreditkortum Baugs. Fjárdráttarsökin er þar ekki talin nægilega reifuð og hlutdeild Tryggva og Kristínar Jóhannesdóttur í brotum sé ekki nægilega lýst.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira