Innri leið verður fyrir valinu 6. september 2005 00:01 Allir borgarfulltrúar fögnuðu sérstaklega þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja áherslu á samgöngubætur í höfuborginni við ráðstöfum söluandvirðis Landsíma Íslands. Sérstaklega var því fagnað að átta milljarðar króna skulu lagðir í fyrsta áfanga Sundabrautar á árunum 2007 til 2010. Tillögur um legu Sundabrautar bíða nú meðferðar umhverfisráðherra, vegna kæru íbúa. En af því gefnu að umhverfisráðherra telji innri leið færa yfir Kleppsvík verður ráðist í breytingu á gildandi Aðalskipulagi Reykjavíkur. Meirihlutinn í borgarstjórn hefur talað fyrir því að Sundabraut liggi yfir hábrú, í svokallaðri ytri leið, en frá því hefur nú verið fallið. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir að í ræðu sinni í borgarstjórn þann 7. desember hafi hún sagt að hún væri opin fyrir öllum hugmyndum um Sundabraut. "Við komumst að þeirri niðurstöðu að það væri ekki forsvaranlegt að fara ytri leið, sem er 4.5 milljörðum dýrari og með ákveðnum forsendum erum við sátt við þetta svona." Forsendur sem meirihluti borgarstjórnar setur fyrir innri leið er að viðunandi lausn fáist á tengingu Sundabrautar við Sæbraut, og þar með við miðborgina. Þá sé mikilvægt að sjónarmiðum íbúa í Hamrahverfi og Vogahverfi sé mætt. Meðal annars sé verið að skoða að setja götu í stokk í Vogahverfinu og að Sundabraut liggi vestar í hamarinn en nú er gert ráð fyrir. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson oddviti sjálfstæðismanna fagnaði ákvörðun ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni í borgarstjórn í gær um verulega fjármuni til byggingu Sundabrautar og til mislægra gatnamóta Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar. Hann segir sjálfstæðismenn hafi flutt um það tillögu að innri leið Sundabrautar verði fyrir valinu og sé þessi niðurstaða í samræmi við það. Hann sagði þó að hann hefði viljað sjá fjármuni í mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. "Sem hefði ugglaust verið í þessum ákvörðunum ríkisstjórnarinnar ef Rlistinn hefði ekki hafnað því á sínum tíma að byggja þar mislæg gatnamót." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Allir borgarfulltrúar fögnuðu sérstaklega þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja áherslu á samgöngubætur í höfuborginni við ráðstöfum söluandvirðis Landsíma Íslands. Sérstaklega var því fagnað að átta milljarðar króna skulu lagðir í fyrsta áfanga Sundabrautar á árunum 2007 til 2010. Tillögur um legu Sundabrautar bíða nú meðferðar umhverfisráðherra, vegna kæru íbúa. En af því gefnu að umhverfisráðherra telji innri leið færa yfir Kleppsvík verður ráðist í breytingu á gildandi Aðalskipulagi Reykjavíkur. Meirihlutinn í borgarstjórn hefur talað fyrir því að Sundabraut liggi yfir hábrú, í svokallaðri ytri leið, en frá því hefur nú verið fallið. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir að í ræðu sinni í borgarstjórn þann 7. desember hafi hún sagt að hún væri opin fyrir öllum hugmyndum um Sundabraut. "Við komumst að þeirri niðurstöðu að það væri ekki forsvaranlegt að fara ytri leið, sem er 4.5 milljörðum dýrari og með ákveðnum forsendum erum við sátt við þetta svona." Forsendur sem meirihluti borgarstjórnar setur fyrir innri leið er að viðunandi lausn fáist á tengingu Sundabrautar við Sæbraut, og þar með við miðborgina. Þá sé mikilvægt að sjónarmiðum íbúa í Hamrahverfi og Vogahverfi sé mætt. Meðal annars sé verið að skoða að setja götu í stokk í Vogahverfinu og að Sundabraut liggi vestar í hamarinn en nú er gert ráð fyrir. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson oddviti sjálfstæðismanna fagnaði ákvörðun ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni í borgarstjórn í gær um verulega fjármuni til byggingu Sundabrautar og til mislægra gatnamóta Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar. Hann segir sjálfstæðismenn hafi flutt um það tillögu að innri leið Sundabrautar verði fyrir valinu og sé þessi niðurstaða í samræmi við það. Hann sagði þó að hann hefði viljað sjá fjármuni í mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. "Sem hefði ugglaust verið í þessum ákvörðunum ríkisstjórnarinnar ef Rlistinn hefði ekki hafnað því á sínum tíma að byggja þar mislæg gatnamót."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira