Heilsuverndarstöðin sett í sölu 5. september 2005 00:01 Gamla heilsuverndarstöðin við Barónsstíg verður væntanlega sett í sölu á næstu tveimur vikum, að sögn Þórhalls Arasonar hjá Fjármálaráðuneytinu. Hann segir að ekki sé búið að verðmeta bygginguna, en það verði gert þannig að menn hafi hugmyndir um hvernig eigi að verðleggja hana. Hún verður seld samkvæmt samningi sem fulltrúar ríkis og borgar gerðu með sér á dögunum. Guðmundur Einarsson forstjóri Heilsugæslunnar telur að meira liggi á að finna nýtt húsnæði undir miðstöð heimahjúkrunar, sem nú er á Grensásvegi. Hún er í leiguhúsnæði, sem hefur verið selt. Nýi eigandinn þarf að nota húsnæðið, þannig að miðstöðin verður að víkja. "Það verður að rýma húsnæðið fyrir næsta vor," segir Guðmundur. "Að auki hefur húsnæðisþörf miðstöðvarinnar aukist í tengslum við samþættingu við félagsþjónustu Reykjavíkurborgar. Við þurfum því heldur stærra húsnæði heldur en það sem starfsemin er í núna." Hann bætir við að miðstöðin þurfi helst að vera staðsett á því svæði þar sem þjónustan er mest austan til í borginni, en þó ekki mikið austur fyrir Elliðaár. Ríkiskaup sem sér um fasteignaviðskipti af þessu tagi hefur enn ekki auglýst eftir húsnæði fyrir miðstöðina, þar sem starfsmenn fjármálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis hafa ekki gefið grænt ljós á að þarfalýsingu fyrir hana. Sumarleyfi hafi sjálfsagt sett þar strik í reikninginn. Hvað varðar nýtt húsnæði fyrir Heilsugæsluna sem er í gömlu heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg segir Guðmundur að ekki liggi eins mikið á því. Hann hefur gert drög að þarfalýsingu fyrir nýtt húsnæði Heilsugæslunnar, en segir að betur þurfi að vinna í henni. "Starfsmenn fjármálaráðuneytisins vilja ganga í að selja húsið," segir Guðmundur." Við höfum í sjálfu sér engan áhuga á að fara héðan út en við förum að sjálfsögðu eftir þeim ákvörðunum sem æðri embætti taka." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Gamla heilsuverndarstöðin við Barónsstíg verður væntanlega sett í sölu á næstu tveimur vikum, að sögn Þórhalls Arasonar hjá Fjármálaráðuneytinu. Hann segir að ekki sé búið að verðmeta bygginguna, en það verði gert þannig að menn hafi hugmyndir um hvernig eigi að verðleggja hana. Hún verður seld samkvæmt samningi sem fulltrúar ríkis og borgar gerðu með sér á dögunum. Guðmundur Einarsson forstjóri Heilsugæslunnar telur að meira liggi á að finna nýtt húsnæði undir miðstöð heimahjúkrunar, sem nú er á Grensásvegi. Hún er í leiguhúsnæði, sem hefur verið selt. Nýi eigandinn þarf að nota húsnæðið, þannig að miðstöðin verður að víkja. "Það verður að rýma húsnæðið fyrir næsta vor," segir Guðmundur. "Að auki hefur húsnæðisþörf miðstöðvarinnar aukist í tengslum við samþættingu við félagsþjónustu Reykjavíkurborgar. Við þurfum því heldur stærra húsnæði heldur en það sem starfsemin er í núna." Hann bætir við að miðstöðin þurfi helst að vera staðsett á því svæði þar sem þjónustan er mest austan til í borginni, en þó ekki mikið austur fyrir Elliðaár. Ríkiskaup sem sér um fasteignaviðskipti af þessu tagi hefur enn ekki auglýst eftir húsnæði fyrir miðstöðina, þar sem starfsmenn fjármálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis hafa ekki gefið grænt ljós á að þarfalýsingu fyrir hana. Sumarleyfi hafi sjálfsagt sett þar strik í reikninginn. Hvað varðar nýtt húsnæði fyrir Heilsugæsluna sem er í gömlu heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg segir Guðmundur að ekki liggi eins mikið á því. Hann hefur gert drög að þarfalýsingu fyrir nýtt húsnæði Heilsugæslunnar, en segir að betur þurfi að vinna í henni. "Starfsmenn fjármálaráðuneytisins vilja ganga í að selja húsið," segir Guðmundur." Við höfum í sjálfu sér engan áhuga á að fara héðan út en við förum að sjálfsögðu eftir þeim ákvörðunum sem æðri embætti taka."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira