Svipað og í olíukreppunni 2. september 2005 00:01 Verð á eldsneyti hefur nú náð svipuðum hæðum og í olíukreppunni á áttunda áratugnum, eftir verðhækkun í gær, sem er rakin til áhrifa frá fellibylnum Katrínu. Útgerðin tapar um fjórum milljörðum á ári vegna hækkana á gasolíu sem hefur hækkað um fjörutíu og átta prósent á einu ári. Skattar nema tæpum 66 krónum af hverjum seldum bensínlítra í sjálfsafgreiðslu sem kostar 117. Álagningin er há en það er hún einnig í nágrannalöndum okkar. Hátt verð á bensíni hér hefur því einkum ráðist af fjarlægð við markaði, dreifbýli og fákeppni. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir skattar hér á landi séu ekki ólíkir því sem þekkist í Norður-Evrópu en benda megi á það að Íslendingar beri sig þá saman við þá sem séu með hæstu skatta á eldsneyti sem þekkist. Nágrannar Íslendinga í Skandinavíu hafi allt aðra möguleika varðandi almenningssamgöngur þannig að valkostirnir séu fleiri. Tæplega fjórtán þúsund undirskriftir söfnuðust í undirskriftasöfnum félagsins þar sem skorað er á fjármálaráðherra að lækka skatta á eldsneyti. Hann fékk listana afhenta í gær. Runólfur segir ráðherra hafa tekið við listunum en hafi engin vilyrði gefið um viðbrögð. Það valdi vonbrigðum. FÍB hafi fengið svar frá ráðuneytinu 18. desember þar sem öllum inngripum hafi verið hafnað en síðan hafi fellibylurinn Katrín riðið yfir þannig að ástandið sé allt öðruvísi nú en um miðjan ágúst. Það sé sjálfsögð krafa að kjörnir fulltrúar landsins taki við sér og það sé óþolandi að menn geti stungið höfðinu í sandinn og sagt að það sé ekkert hægt að gera. Flotaolía sem er ekki skattlögð hækkaði um eina og hálfa krónu á lítrann í gær og hefur að meðaltali hækkað um 46 prósent milli ára og tap útgerðarinnar vegna þessa er um fjórir milljarðar á ári. Flotaolían á heimsmarkaði hefur hins vegar hækkað um 88 prósent og útlitið því ískyggilegt. Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur LÍÚ, segir að menn verði að vona að markaðurinn jafni sig aftur en verði þessi þróun áfram muni það íþyngja sjávarútveginum allverulega. Hann megi ekki við miklu sem stendur vegna þess að gengi krónunnar hafi hækkað mjög mikið undanfarin misseri og staðan almennt að versna. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Verð á eldsneyti hefur nú náð svipuðum hæðum og í olíukreppunni á áttunda áratugnum, eftir verðhækkun í gær, sem er rakin til áhrifa frá fellibylnum Katrínu. Útgerðin tapar um fjórum milljörðum á ári vegna hækkana á gasolíu sem hefur hækkað um fjörutíu og átta prósent á einu ári. Skattar nema tæpum 66 krónum af hverjum seldum bensínlítra í sjálfsafgreiðslu sem kostar 117. Álagningin er há en það er hún einnig í nágrannalöndum okkar. Hátt verð á bensíni hér hefur því einkum ráðist af fjarlægð við markaði, dreifbýli og fákeppni. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir skattar hér á landi séu ekki ólíkir því sem þekkist í Norður-Evrópu en benda megi á það að Íslendingar beri sig þá saman við þá sem séu með hæstu skatta á eldsneyti sem þekkist. Nágrannar Íslendinga í Skandinavíu hafi allt aðra möguleika varðandi almenningssamgöngur þannig að valkostirnir séu fleiri. Tæplega fjórtán þúsund undirskriftir söfnuðust í undirskriftasöfnum félagsins þar sem skorað er á fjármálaráðherra að lækka skatta á eldsneyti. Hann fékk listana afhenta í gær. Runólfur segir ráðherra hafa tekið við listunum en hafi engin vilyrði gefið um viðbrögð. Það valdi vonbrigðum. FÍB hafi fengið svar frá ráðuneytinu 18. desember þar sem öllum inngripum hafi verið hafnað en síðan hafi fellibylurinn Katrín riðið yfir þannig að ástandið sé allt öðruvísi nú en um miðjan ágúst. Það sé sjálfsögð krafa að kjörnir fulltrúar landsins taki við sér og það sé óþolandi að menn geti stungið höfðinu í sandinn og sagt að það sé ekkert hægt að gera. Flotaolía sem er ekki skattlögð hækkaði um eina og hálfa krónu á lítrann í gær og hefur að meðaltali hækkað um 46 prósent milli ára og tap útgerðarinnar vegna þessa er um fjórir milljarðar á ári. Flotaolían á heimsmarkaði hefur hins vegar hækkað um 88 prósent og útlitið því ískyggilegt. Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur LÍÚ, segir að menn verði að vona að markaðurinn jafni sig aftur en verði þessi þróun áfram muni það íþyngja sjávarútveginum allverulega. Hann megi ekki við miklu sem stendur vegna þess að gengi krónunnar hafi hækkað mjög mikið undanfarin misseri og staðan almennt að versna.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira