Fæðuöryggi í Afríku 2. september 2005 00:01 Í síðustu viku hitti ég Sueba, tuttugu og þriggja ára gamla konu í Zinder sem er bær í einu helsta landbúnaðarhéraði Níger. Hún hafði gengið meira en áttatíu kílómetra með Zulayden, tveggja ára dóttur sína í fanginu, til að fá mat frá neyðaraðstoð. Sueba hafði þegar misst tvö börn úr hungri og barnið hennar vó nú aðeins 60 prósent af því sem tveggja ára barn á að gera. Hún sagðist óttast að litla stúlkan hennar myndi ekki hafa það af, eða í besta lagi myndi hún þurfa að líða hungur og skort alla ævi, rétt eins og móðirin. Með augnaráði sem ég gleymi aldrei, grátbað hún leiðtoga heimsins um að svara ákalli um hjálp ekki aðeins í dag heldur næstu mánuði og ár. Þjóð og ríkisstjórn Níger hafa orðið fyrir hverju áfallinu af öðru, þar á meðal hungursneyð, viðvarandi þurrki, stækkun eyðimarka, engisprettufaraldri og hruni svæðisbundinna markaða. Ríkisstjórnin og borgaralegt samfélag hafa tekið höndum saman um að koma neyðaraðstoð til nauðstaddra, sérstaklega barna. Ég sá hrikalegar þjáningar í Níger en ég sá einnig merki um að landið geti rétt úr kútnum. Við þurfum öll að læra af þessari reynslu. Seint og um síðir brást heimurinn við þjáningum Níger. En sagan gæti endurtekið sig í ríkjunum á jaðri Sahara, þar sem tuttugu milljónir manna búa í suður-Súdan, Eþíópíu, Erítreu, Sómalíu og suður-Afríku. Ef ríki heimsins grípa í taumana tímanlega, er hægt að koma í veg fyrir það. Þriðji hver Afríkubúi þjáist af vannæringu, samkvæmt Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna. Á hverju ári deyja hundruð þúsunda afrískra barna af fullkomnlega viðráðanlegum orsökum, flest tengd vannæringu og hungri sem draga úr viðnámsþrótti líkamans. Vandinn er jafnt af náttúrulegum toga sem og af manna völdum. Á þessum slóðum hafa umhverfisspjöll og útbreiðsla eyðimarka rænt íbúana ræktanlegu landi og drykkjarvatni og aukið hættuna á matarskorti. Óhagstæð þróun svæðisbundinna markaða hefur takmarkað aðgang margra fátækra heimila að matvælum. Þegar engisprettufaraldur fylgdi í kjölfar þurrka, dropinn sem fyllti mælinn á þessu viðkvæma, fátæka landsvæði. Hungur fylgir fátækt. Það er engin tilviljun að hungurbeltið í dag fylgir vesturhluta svokallaðs Sahel-svæðis á jaðri Sahara, eins fátækasta og minnst þróaða hluta heimsins. Afleiðingin er ekki bara hungur. Hungrinu fylgir fólksflótti, félagslegur óstöðugleiki, þrálátir sjúkdómar og vopnuð átök. Við verðum að tryggja matvælaöryggi á fyrstu stigum, áður en þjáningarnar magnast og kostnaður við að koma nauðstöddum til aðstoðar margfaldast. Það er engin töfralausn til að uppræta hungrið og engin ein aðgerð dugar ein og sér. En það er margt sem hægt er að gera. Í fyrsta lagi að bæta viðvörunarkerfi. Í sumum tilfellum mistókst Alþjóðasamfélaginu að greina á milli hversdagslegs vanda í landi þar sem það er ævinlega hörð barátta að fæða íbúana - og þess neyðarástands sem í raun var orðið. Sumar aðgerðir sem á eftir fylgdu voru ekki í samræmi við þá miklu neyð sem við var að glíma. Í öðru lagi verður að tryggja nægilegt fé til þess að ríkisstjórnir, Sameinuðu þjóðirnar og óháð félagasamtök geti gripið til fullnægjandi undirbúningsaðgerða og flutt starfslið á meiri hraða en nú er. Eitt lykilatriði tilllagna sem ég hef lagt fyrir Alheimsleiðtogafundinn í næsta mánuði er að tífalda Neyðarsjóð Sameinuðu þjóðanna í því skyni að SÞ geti snöggræst neyðaraðstoð þegar þörf krefur. Í þriðja lagi þarf að leggja meiri áherslu á forvarnir. Skuldauppgjöf, aukin aðstoð og hagstæðari viðskiptakjör í þágu hinna fátæku til að efla innlendan landbúnað. Ef notkun áveitna í landbúnaði eykst, yrðu landsmenn minna háðir óreglulegri úrkomu og þar með gæti matvælaframleiðsla aukist. Almennt séð er nauðsynlegt að nýta vísindi og reynslu Asíubúa og fleiri til þess að koma af stað grænni byltingu í Afríku. Forvarnir eru alltaf ódýrari en lækning. En þegar of seint er að beita forvörnum, vegna þess að neyðarástand hefur skapast má ekki fórna lífsnauðsynlegri neyðaraðstoð á altari framtíðarlausna. Fólk á að vera í fyrirrúmi - ekki stefnumál. Í fjórða lagi þarf að efla það starf og þau samtök sem þegar eru til staðar. Efnahagsbandalag Vestur-Afríku ríkja (ECOWAS) hefur í sífellt auknum mæli verið í stakk búið til að takast á við mannúðarvanda þessa heimshluta og ógn við frið og öryggi. Hinn nýji Félagsskapur um þróun Afríku (New Partnership for Africa’s Development (NEPAD)) er sífellt mikilvægari rammi um þróunarsamvinnu á milli Afríkuríkja annars vegar og ýmist annara ríkja tvíhliða eða fjölþjóðasamtaka. Þessi samtök verðskulda alþjóðlega aðstoð. Í fimmta lagi verðum við að líta í eigin barm í stað þess að leita sökuldólga. Allir sem hlut eiga að máli - ríkisstjórnir á þessu svæði, veitendur aðstoðar, alþjóðlegar fjármálastofnanir og hjálparsamtök - bera ábyrgð á ástandinu. Öll okkar, hvert á sinn hátt, brugðumst of seint við, vorum of sein að skilja hvað var á seyði, koma fólki á staðinn og útvega nægilega aðstoð. Sameiginleg áskorun á okkur öll er að lina ónauðsynlegar þjáningar, auka viðbragðsflýti og efla staðbundna viðbragðsferla til að skapa fullnægjandi, heildstæða aðferð til að tryggja fæðuöryggi. Afríka getur ekki þróast, komist í álnir eða verið raunverulega frjáls á tómum maga. Sueba, Zulayden og milljónir annara Afríkubúa munu aldrei þekkja í raun ef fátækt grefur undanleg mannlegri reisn þeirra. Í nafni þeirra og komandi kynslóða, verðum við að finna leið til þess að brjóta á bak aftur afrísku hungurvofuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Í síðustu viku hitti ég Sueba, tuttugu og þriggja ára gamla konu í Zinder sem er bær í einu helsta landbúnaðarhéraði Níger. Hún hafði gengið meira en áttatíu kílómetra með Zulayden, tveggja ára dóttur sína í fanginu, til að fá mat frá neyðaraðstoð. Sueba hafði þegar misst tvö börn úr hungri og barnið hennar vó nú aðeins 60 prósent af því sem tveggja ára barn á að gera. Hún sagðist óttast að litla stúlkan hennar myndi ekki hafa það af, eða í besta lagi myndi hún þurfa að líða hungur og skort alla ævi, rétt eins og móðirin. Með augnaráði sem ég gleymi aldrei, grátbað hún leiðtoga heimsins um að svara ákalli um hjálp ekki aðeins í dag heldur næstu mánuði og ár. Þjóð og ríkisstjórn Níger hafa orðið fyrir hverju áfallinu af öðru, þar á meðal hungursneyð, viðvarandi þurrki, stækkun eyðimarka, engisprettufaraldri og hruni svæðisbundinna markaða. Ríkisstjórnin og borgaralegt samfélag hafa tekið höndum saman um að koma neyðaraðstoð til nauðstaddra, sérstaklega barna. Ég sá hrikalegar þjáningar í Níger en ég sá einnig merki um að landið geti rétt úr kútnum. Við þurfum öll að læra af þessari reynslu. Seint og um síðir brást heimurinn við þjáningum Níger. En sagan gæti endurtekið sig í ríkjunum á jaðri Sahara, þar sem tuttugu milljónir manna búa í suður-Súdan, Eþíópíu, Erítreu, Sómalíu og suður-Afríku. Ef ríki heimsins grípa í taumana tímanlega, er hægt að koma í veg fyrir það. Þriðji hver Afríkubúi þjáist af vannæringu, samkvæmt Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna. Á hverju ári deyja hundruð þúsunda afrískra barna af fullkomnlega viðráðanlegum orsökum, flest tengd vannæringu og hungri sem draga úr viðnámsþrótti líkamans. Vandinn er jafnt af náttúrulegum toga sem og af manna völdum. Á þessum slóðum hafa umhverfisspjöll og útbreiðsla eyðimarka rænt íbúana ræktanlegu landi og drykkjarvatni og aukið hættuna á matarskorti. Óhagstæð þróun svæðisbundinna markaða hefur takmarkað aðgang margra fátækra heimila að matvælum. Þegar engisprettufaraldur fylgdi í kjölfar þurrka, dropinn sem fyllti mælinn á þessu viðkvæma, fátæka landsvæði. Hungur fylgir fátækt. Það er engin tilviljun að hungurbeltið í dag fylgir vesturhluta svokallaðs Sahel-svæðis á jaðri Sahara, eins fátækasta og minnst þróaða hluta heimsins. Afleiðingin er ekki bara hungur. Hungrinu fylgir fólksflótti, félagslegur óstöðugleiki, þrálátir sjúkdómar og vopnuð átök. Við verðum að tryggja matvælaöryggi á fyrstu stigum, áður en þjáningarnar magnast og kostnaður við að koma nauðstöddum til aðstoðar margfaldast. Það er engin töfralausn til að uppræta hungrið og engin ein aðgerð dugar ein og sér. En það er margt sem hægt er að gera. Í fyrsta lagi að bæta viðvörunarkerfi. Í sumum tilfellum mistókst Alþjóðasamfélaginu að greina á milli hversdagslegs vanda í landi þar sem það er ævinlega hörð barátta að fæða íbúana - og þess neyðarástands sem í raun var orðið. Sumar aðgerðir sem á eftir fylgdu voru ekki í samræmi við þá miklu neyð sem við var að glíma. Í öðru lagi verður að tryggja nægilegt fé til þess að ríkisstjórnir, Sameinuðu þjóðirnar og óháð félagasamtök geti gripið til fullnægjandi undirbúningsaðgerða og flutt starfslið á meiri hraða en nú er. Eitt lykilatriði tilllagna sem ég hef lagt fyrir Alheimsleiðtogafundinn í næsta mánuði er að tífalda Neyðarsjóð Sameinuðu þjóðanna í því skyni að SÞ geti snöggræst neyðaraðstoð þegar þörf krefur. Í þriðja lagi þarf að leggja meiri áherslu á forvarnir. Skuldauppgjöf, aukin aðstoð og hagstæðari viðskiptakjör í þágu hinna fátæku til að efla innlendan landbúnað. Ef notkun áveitna í landbúnaði eykst, yrðu landsmenn minna háðir óreglulegri úrkomu og þar með gæti matvælaframleiðsla aukist. Almennt séð er nauðsynlegt að nýta vísindi og reynslu Asíubúa og fleiri til þess að koma af stað grænni byltingu í Afríku. Forvarnir eru alltaf ódýrari en lækning. En þegar of seint er að beita forvörnum, vegna þess að neyðarástand hefur skapast má ekki fórna lífsnauðsynlegri neyðaraðstoð á altari framtíðarlausna. Fólk á að vera í fyrirrúmi - ekki stefnumál. Í fjórða lagi þarf að efla það starf og þau samtök sem þegar eru til staðar. Efnahagsbandalag Vestur-Afríku ríkja (ECOWAS) hefur í sífellt auknum mæli verið í stakk búið til að takast á við mannúðarvanda þessa heimshluta og ógn við frið og öryggi. Hinn nýji Félagsskapur um þróun Afríku (New Partnership for Africa’s Development (NEPAD)) er sífellt mikilvægari rammi um þróunarsamvinnu á milli Afríkuríkja annars vegar og ýmist annara ríkja tvíhliða eða fjölþjóðasamtaka. Þessi samtök verðskulda alþjóðlega aðstoð. Í fimmta lagi verðum við að líta í eigin barm í stað þess að leita sökuldólga. Allir sem hlut eiga að máli - ríkisstjórnir á þessu svæði, veitendur aðstoðar, alþjóðlegar fjármálastofnanir og hjálparsamtök - bera ábyrgð á ástandinu. Öll okkar, hvert á sinn hátt, brugðumst of seint við, vorum of sein að skilja hvað var á seyði, koma fólki á staðinn og útvega nægilega aðstoð. Sameiginleg áskorun á okkur öll er að lina ónauðsynlegar þjáningar, auka viðbragðsflýti og efla staðbundna viðbragðsferla til að skapa fullnægjandi, heildstæða aðferð til að tryggja fæðuöryggi. Afríka getur ekki þróast, komist í álnir eða verið raunverulega frjáls á tómum maga. Sueba, Zulayden og milljónir annara Afríkubúa munu aldrei þekkja í raun ef fátækt grefur undanleg mannlegri reisn þeirra. Í nafni þeirra og komandi kynslóða, verðum við að finna leið til þess að brjóta á bak aftur afrísku hungurvofuna.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun