Kosningabarátta á Bláhorninu 31. ágúst 2005 00:01 "Áttunda sætið er það sæti sem skiptir máli þegar upp er staðið," segir Gústaf Adolf Níelsson, útvarpsmaður á Útvarpi Sögu, sem ætlar að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna í vor. Gústaf skilgreinir sjálfan sig sem sjálfstæðismann af klassískum skóla en hefur ekki áður tekið þátt í prófkjöri eða skipað sæti á framboðslista. Hann starfaði þó í ungliðahreyfingu flokksins á sínum yngri árum. Gústaf stýrir tveimur daglegum þáttum á Útvarpi Sögu, Bláhorninu og Síðdegisspjallinu, og hyggst reka kosningabaráttu sína að mestu í gegnum þá. "Ég er enginn auðmaður og hef ekki peninga til að moka í þetta en nota það sem hendi er næst. Ég er svo blessunarlega heppinn að vinna á frjálsum fjölmiðli en ekki á ríkismiðli," segir hann. Gísli Marteinn Baldursson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson bítast sem kunnugt er um fyrsta sætið. Gústaf telur ágætt að tveir menn takist á um oddvitaembættið en segir um leið að tvímenningarnir séu ekki sambærilegir. "Vilhjálmur er reynslumikill og hefur leitt þetta ágætlega. Ég þekki hann betur en Gísla Martein og styð hann en Gísli er gott efni, það leikur enginn vafi á því." Gústaf segir Sjálfstæðisflokkinn ekki á flæðiskeri staddan þegar kemur að ungu fólki og nefnir Kjartan Magnússon sérstaklega til sögunnar. "Kjartan hefur verið lengi í þessu og ég skil ekki hvers vegna menn horfa ekki frekar til hans þegar rætt er um að það þurfi ungt fólk í forystusveitina í borginni. Svo höfum við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Jórunni Frímannsdóttur." Gústaf hefur sterkar skoðanir á frammistöðu R-listans og segir árangur hans við stjórn borgarinnar ekkert sérstakan. "Borgin hefur misst það frumkvæði sem hún hafði. Vöxturinn er annars staðar og þar ræður lóðaskorturinn í borginni mestu. Ég held að það yrði hreinasta óheppni ef Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki vinna kosningarnar," segir hann. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
"Áttunda sætið er það sæti sem skiptir máli þegar upp er staðið," segir Gústaf Adolf Níelsson, útvarpsmaður á Útvarpi Sögu, sem ætlar að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna í vor. Gústaf skilgreinir sjálfan sig sem sjálfstæðismann af klassískum skóla en hefur ekki áður tekið þátt í prófkjöri eða skipað sæti á framboðslista. Hann starfaði þó í ungliðahreyfingu flokksins á sínum yngri árum. Gústaf stýrir tveimur daglegum þáttum á Útvarpi Sögu, Bláhorninu og Síðdegisspjallinu, og hyggst reka kosningabaráttu sína að mestu í gegnum þá. "Ég er enginn auðmaður og hef ekki peninga til að moka í þetta en nota það sem hendi er næst. Ég er svo blessunarlega heppinn að vinna á frjálsum fjölmiðli en ekki á ríkismiðli," segir hann. Gísli Marteinn Baldursson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson bítast sem kunnugt er um fyrsta sætið. Gústaf telur ágætt að tveir menn takist á um oddvitaembættið en segir um leið að tvímenningarnir séu ekki sambærilegir. "Vilhjálmur er reynslumikill og hefur leitt þetta ágætlega. Ég þekki hann betur en Gísla Martein og styð hann en Gísli er gott efni, það leikur enginn vafi á því." Gústaf segir Sjálfstæðisflokkinn ekki á flæðiskeri staddan þegar kemur að ungu fólki og nefnir Kjartan Magnússon sérstaklega til sögunnar. "Kjartan hefur verið lengi í þessu og ég skil ekki hvers vegna menn horfa ekki frekar til hans þegar rætt er um að það þurfi ungt fólk í forystusveitina í borginni. Svo höfum við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Jórunni Frímannsdóttur." Gústaf hefur sterkar skoðanir á frammistöðu R-listans og segir árangur hans við stjórn borgarinnar ekkert sérstakan. "Borgin hefur misst það frumkvæði sem hún hafði. Vöxturinn er annars staðar og þar ræður lóðaskorturinn í borginni mestu. Ég held að það yrði hreinasta óheppni ef Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki vinna kosningarnar," segir hann.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira