Sjálfstæðismenn fengju 9 fulltrúa 28. ágúst 2005 00:01 Sjálfstæðisflokkur fengi hreinan meirihluta borgarfulltrúa ef boðað yrði til sveitarstjórnakosninga nú samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Af þeim sem tóku afstöðu í könnuninni sögðust 53,5 prósent myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Samkvæmt því myndi flokkurinn fá níu borgarfulltrúa. Þegar kosið var til sveitarstjórna árið 2002 fékk Sjálfstæðisflokkurinn 40,2 prósent atkvæða og sex borgarfulltrúa kjörna. Samkvæmt sömu könnun sögðust 29,7 prósent myndu kjósa Samfylkingu og fengi hún þar af leiðandi fimm borgarfulltrúa. 8,8 prósent svarenda sögðust myndu kjósa Vinstri hreyfinguna grænt framboð sem fengi þá einn borgarfulltrúa. Framsóknarflokkur og Frjálslyndi flokkurinn fengju engan borgarfulltrúa kjörinn, en 4,8 prósent sögðust myndu kjósa Framsóknarflokkinn og 2,2 prósent sögðust myndu kjósa Frjálslynda flokkinn. Tæpt prósent sagðist myndu kjósa einhvern annan lista. Þeir flokkar sem nú mynda Reykjavíkurlistann hafa samkvæmt könnuninni stuðning 43,3 prósenta svarenda sem tóku afstöðu, en fengu 52,6 prósent atkvæða í síðustu kosningum og 8 borgarfulltrúa. Frjálslyndi flokkurinn hlaut 6,1 prósent atkvæða í síðustu kosningum og einn borgarfulltrúa. Ef litið er til allra svarenda höfðu 34,1 prósent þeirra sem talað var við ekki gert upp hug sinn og sögðust óákveðin. Mun fleiri konur, segjast óákveðnar en karlar, en 40 prósent kvenna sögðust óákveðin en 28,3 prósent karla. Lítill munur er á afstöðu kynjanna til stjórnmálaflokkanna. Þó segjast heldur fleiri karlmenn, eða sex prósent þeirra sem taka afstöðu, myndu kjósa Framsóknarflokkinn, en 3,4 prósent kvenna. Þá eru konur aðeins líklegri til að kjósa Samfylkinguna en karlar, en 30,9 prósent kvenna sem tóku afstöðu sögðust myndu kjósa Samfylkingu á móti 28,8 prósentum karla. Könnun var gerð dagana 27. og 28. ágúst. Hringt var í 800 Reykvíkinga, skipt jafnt milli kynja og valið af handahófi úr þjóðskrá. Spurt var: "Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til borgarstjórnarkosninga nú?" og tóku 56,8 prósent svarenda afstöðu til spurningarinnar. "Ég er mjög ánægður með þær niðurstöður sem þessi skoðanakönnun sýnir. Við sjálfstæðismenn munum áfram og eftir næstu kosningar sýna borgarbúum að við stöndum undir þeim væntingum sem til okkar eru gerðar. Þó ber ávallt að hafa í huga að skoðanakannanir eru fyrst og fremst vísbendingar en ekki heilagur sannleikur," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir útkomu Samfylkingarinnar góða en telur eðlilegt að staða Sjálfstæðisflokksins mælist sterk um þessar mundir. "Mikið hefur verið fjallað um framboðsmál sjálfstæðismanna að undanförnu, fókusinn hefur verið á þeim. En fyrir Samfylkinguna eru þetta fínar niðurstöður og í samræmi við fylgi flokksins í borginni í síðustu þingkosningum." Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir niðurstöðuna ekki koma á óvart. "Ég hef oft séð það svartara en þetta," segir Alfreð. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Sjálfstæðisflokkur fengi hreinan meirihluta borgarfulltrúa ef boðað yrði til sveitarstjórnakosninga nú samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Af þeim sem tóku afstöðu í könnuninni sögðust 53,5 prósent myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Samkvæmt því myndi flokkurinn fá níu borgarfulltrúa. Þegar kosið var til sveitarstjórna árið 2002 fékk Sjálfstæðisflokkurinn 40,2 prósent atkvæða og sex borgarfulltrúa kjörna. Samkvæmt sömu könnun sögðust 29,7 prósent myndu kjósa Samfylkingu og fengi hún þar af leiðandi fimm borgarfulltrúa. 8,8 prósent svarenda sögðust myndu kjósa Vinstri hreyfinguna grænt framboð sem fengi þá einn borgarfulltrúa. Framsóknarflokkur og Frjálslyndi flokkurinn fengju engan borgarfulltrúa kjörinn, en 4,8 prósent sögðust myndu kjósa Framsóknarflokkinn og 2,2 prósent sögðust myndu kjósa Frjálslynda flokkinn. Tæpt prósent sagðist myndu kjósa einhvern annan lista. Þeir flokkar sem nú mynda Reykjavíkurlistann hafa samkvæmt könnuninni stuðning 43,3 prósenta svarenda sem tóku afstöðu, en fengu 52,6 prósent atkvæða í síðustu kosningum og 8 borgarfulltrúa. Frjálslyndi flokkurinn hlaut 6,1 prósent atkvæða í síðustu kosningum og einn borgarfulltrúa. Ef litið er til allra svarenda höfðu 34,1 prósent þeirra sem talað var við ekki gert upp hug sinn og sögðust óákveðin. Mun fleiri konur, segjast óákveðnar en karlar, en 40 prósent kvenna sögðust óákveðin en 28,3 prósent karla. Lítill munur er á afstöðu kynjanna til stjórnmálaflokkanna. Þó segjast heldur fleiri karlmenn, eða sex prósent þeirra sem taka afstöðu, myndu kjósa Framsóknarflokkinn, en 3,4 prósent kvenna. Þá eru konur aðeins líklegri til að kjósa Samfylkinguna en karlar, en 30,9 prósent kvenna sem tóku afstöðu sögðust myndu kjósa Samfylkingu á móti 28,8 prósentum karla. Könnun var gerð dagana 27. og 28. ágúst. Hringt var í 800 Reykvíkinga, skipt jafnt milli kynja og valið af handahófi úr þjóðskrá. Spurt var: "Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til borgarstjórnarkosninga nú?" og tóku 56,8 prósent svarenda afstöðu til spurningarinnar. "Ég er mjög ánægður með þær niðurstöður sem þessi skoðanakönnun sýnir. Við sjálfstæðismenn munum áfram og eftir næstu kosningar sýna borgarbúum að við stöndum undir þeim væntingum sem til okkar eru gerðar. Þó ber ávallt að hafa í huga að skoðanakannanir eru fyrst og fremst vísbendingar en ekki heilagur sannleikur," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir útkomu Samfylkingarinnar góða en telur eðlilegt að staða Sjálfstæðisflokksins mælist sterk um þessar mundir. "Mikið hefur verið fjallað um framboðsmál sjálfstæðismanna að undanförnu, fókusinn hefur verið á þeim. En fyrir Samfylkinguna eru þetta fínar niðurstöður og í samræmi við fylgi flokksins í borginni í síðustu þingkosningum." Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir niðurstöðuna ekki koma á óvart. "Ég hef oft séð það svartara en þetta," segir Alfreð.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira