Dánardómstjórinn og framhaldslífið 25. ágúst 2005 00:01 Reykjavíkurlistinn - Heimir Már Pétursson Nokkrir hafa verið önnum kafnir undanfarið við að grafa Reykjavíkurlistann. Fremstir í fylkingu grafara hafa farið Steingrímur J. Sigfússon og Flokkur hans. Á kantinum hafa staðið nokkrir feimnir stuðningsmenn sem hafa ekki enn gert sér grein fyrir að þeir (þau) eru í Flokki Steingríms J. Sigfússonar en ekki einhverri fjöldahreyfingu sem kallar sig Vinstrihreyfinguna grænt framboð á kjörseðlum. Það hefur verið sorglegt að horfa upp á fólk eins og Stefán Jón Hafstein og fleiri skunda í þessa jarðarför sem skortir að vísu ekkert nema líkið sjálft. Það hefur stundum verið sagt um Reykjavíkurlistann að hann sé ekkert nema borgarfulltrúarnir. Þar sé ekkert bakland. En ég held að grafararnir eigi eftir að sjá það á næstu dögum, vikum og mánuðum að "þarna úti" eru tugþúsundir kvenna og karla sem láta sér ekki standa á sama. Það gæti því farið svo að orðatilrækið "sér grefur gröf þótt grafi" rætist all illilega á moldugum framagosum með skóflur.Hver gaf Steingrími J. Sigfússyni og nánustu trúbræðrum hans vald til þess að leggja niður Reykjavíkurlistann? Ég minnist ekki slíkra samþykkta. Ef Steingrímur telur kosningavél sína þurfa að skapa sér sérstöðu með því að ganga úr Reykjavíkurlistanum - verði honum að góðu - en það þýðir ekki endalok Reykjavíkurlistans. Rómantískir kommúnistar, með hrunið heimsveldi á bakinu, hafa einfaldlega ekki það vald. Reykjavíkurlistinn hefur gert mjög margt gott fyrir borgina. Ég hirði ekki um að telja það allt upp - en þegar hann hefur verið upp á sitt besta hefur Reykjavíkurlistinn verið frjálslynt stjórnmálaafl, sem hleypt hefur út kröftum og afli til að gera þetta litla þorp norður undir heimsbaug að sannkallaðri borg. Og það ber að virða. Borgarfulltrúar listans, úr Framsóknarflokki, Kvennalista, Alþýðuflokki, Alþýðubandalagi og óháðum og nú síðast Samfylkingunni hafa leitt borgina áleiðis til mannlegra samfélags. Hér er kominn leikskóli fyrir öll börn, hér þrífst blómlegt menningarlíf og hér eru haldnir Hinsegin dagar, sem standa mér nærri, og væru ekki til nema vegna stuðnings borgarinnar. Án þess að hafa kannað það vísindalega tel ég reyndar að Hinsegin dagar hafi notið stuðnings Sjálfstæðismanna í borgarstjórn einnig. Ég þekki það af málflutningi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og reyndar Frjálslyndaflokksins líka, að málstaður okkar samkynhneigðra hefur notið þeirra stuðnings. Ef Steingrímur J og félagar telja sig þurfa að mæla sig í kosningum vegna einhvurra sérvinstrisinnaðrakomplexa - geri þau það. Björk Vilhelmsdóttir og fleira gott fólk sem unnið hefur undir hatti Steingríms hefur sýnt að það ber hag borgarbúa, félagshyggjunnar fyrir brjósti og það er vonandi að það brjótist undan hinni gömlu austur-evrópsku rómantík um allsherjarríkið. Ef borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans ætla hins vegar að boða til ótímabærrar jarðarfarar vegna þess að þeim dettur ekkert lengur í hug, geta þeir farið og leitað sér að öðru áhugamáli. Við erum tugþúsundir sem viljum halda áfram að vinna saman, framsóknarfólk, samfylkingarfólk, vinstragrænt og óháð. Við bjóðum þá bara fram án ykkar og takk fyrir ykkur. Ef það er borgarstjóraefni sem ykkur vantar þá býð ég mig fram ásamt þúsundum annarra sem gætu tekið starfið að sér til þess að vinna að því að byggja góða borg. Sjálfstæðismenn hafa verið í stjórnarandstöðu í borginni undanfarin 12 ár. Þeir hafa lært margt af því og þaðan berast nú margar góðar hugmyndir um framtíð borgarinnar. Hugmyndir Sjálfstæðismanna í skipulagsmálum eru til dæmis mjög athygliverðar. Ef grafararnir vinstra megin línunnar ná yfirhöndinni með gamaldags Steingríms J-allaballatuggu um að "vinna saman eftir kosningar" nær yfirhöndinni í framboðsmálum borgarinnar, mun ég kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Ekki vegna þess að ég sé með skírteini í þeim flokki, heldur vegna þess að ég vil frekar kjósa hóp af fólki sem vinnur saman, en gamladags vinstrirómantík sem þekkir engan málstað betri en boruna á sjálfum sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Reykjavíkurlistinn - Heimir Már Pétursson Nokkrir hafa verið önnum kafnir undanfarið við að grafa Reykjavíkurlistann. Fremstir í fylkingu grafara hafa farið Steingrímur J. Sigfússon og Flokkur hans. Á kantinum hafa staðið nokkrir feimnir stuðningsmenn sem hafa ekki enn gert sér grein fyrir að þeir (þau) eru í Flokki Steingríms J. Sigfússonar en ekki einhverri fjöldahreyfingu sem kallar sig Vinstrihreyfinguna grænt framboð á kjörseðlum. Það hefur verið sorglegt að horfa upp á fólk eins og Stefán Jón Hafstein og fleiri skunda í þessa jarðarför sem skortir að vísu ekkert nema líkið sjálft. Það hefur stundum verið sagt um Reykjavíkurlistann að hann sé ekkert nema borgarfulltrúarnir. Þar sé ekkert bakland. En ég held að grafararnir eigi eftir að sjá það á næstu dögum, vikum og mánuðum að "þarna úti" eru tugþúsundir kvenna og karla sem láta sér ekki standa á sama. Það gæti því farið svo að orðatilrækið "sér grefur gröf þótt grafi" rætist all illilega á moldugum framagosum með skóflur.Hver gaf Steingrími J. Sigfússyni og nánustu trúbræðrum hans vald til þess að leggja niður Reykjavíkurlistann? Ég minnist ekki slíkra samþykkta. Ef Steingrímur telur kosningavél sína þurfa að skapa sér sérstöðu með því að ganga úr Reykjavíkurlistanum - verði honum að góðu - en það þýðir ekki endalok Reykjavíkurlistans. Rómantískir kommúnistar, með hrunið heimsveldi á bakinu, hafa einfaldlega ekki það vald. Reykjavíkurlistinn hefur gert mjög margt gott fyrir borgina. Ég hirði ekki um að telja það allt upp - en þegar hann hefur verið upp á sitt besta hefur Reykjavíkurlistinn verið frjálslynt stjórnmálaafl, sem hleypt hefur út kröftum og afli til að gera þetta litla þorp norður undir heimsbaug að sannkallaðri borg. Og það ber að virða. Borgarfulltrúar listans, úr Framsóknarflokki, Kvennalista, Alþýðuflokki, Alþýðubandalagi og óháðum og nú síðast Samfylkingunni hafa leitt borgina áleiðis til mannlegra samfélags. Hér er kominn leikskóli fyrir öll börn, hér þrífst blómlegt menningarlíf og hér eru haldnir Hinsegin dagar, sem standa mér nærri, og væru ekki til nema vegna stuðnings borgarinnar. Án þess að hafa kannað það vísindalega tel ég reyndar að Hinsegin dagar hafi notið stuðnings Sjálfstæðismanna í borgarstjórn einnig. Ég þekki það af málflutningi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og reyndar Frjálslyndaflokksins líka, að málstaður okkar samkynhneigðra hefur notið þeirra stuðnings. Ef Steingrímur J og félagar telja sig þurfa að mæla sig í kosningum vegna einhvurra sérvinstrisinnaðrakomplexa - geri þau það. Björk Vilhelmsdóttir og fleira gott fólk sem unnið hefur undir hatti Steingríms hefur sýnt að það ber hag borgarbúa, félagshyggjunnar fyrir brjósti og það er vonandi að það brjótist undan hinni gömlu austur-evrópsku rómantík um allsherjarríkið. Ef borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans ætla hins vegar að boða til ótímabærrar jarðarfarar vegna þess að þeim dettur ekkert lengur í hug, geta þeir farið og leitað sér að öðru áhugamáli. Við erum tugþúsundir sem viljum halda áfram að vinna saman, framsóknarfólk, samfylkingarfólk, vinstragrænt og óháð. Við bjóðum þá bara fram án ykkar og takk fyrir ykkur. Ef það er borgarstjóraefni sem ykkur vantar þá býð ég mig fram ásamt þúsundum annarra sem gætu tekið starfið að sér til þess að vinna að því að byggja góða borg. Sjálfstæðismenn hafa verið í stjórnarandstöðu í borginni undanfarin 12 ár. Þeir hafa lært margt af því og þaðan berast nú margar góðar hugmyndir um framtíð borgarinnar. Hugmyndir Sjálfstæðismanna í skipulagsmálum eru til dæmis mjög athygliverðar. Ef grafararnir vinstra megin línunnar ná yfirhöndinni með gamaldags Steingríms J-allaballatuggu um að "vinna saman eftir kosningar" nær yfirhöndinni í framboðsmálum borgarinnar, mun ég kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Ekki vegna þess að ég sé með skírteini í þeim flokki, heldur vegna þess að ég vil frekar kjósa hóp af fólki sem vinnur saman, en gamladags vinstrirómantík sem þekkir engan málstað betri en boruna á sjálfum sér.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun