Stærsta fréttin í Ameríku 20. ágúst 2005 00:01 Aðalfréttin í bandarískum fjölmiðlum er Cindy Sheehan, fjörutíu og átta ára móðir, sem hefur tjaldað fyrir utan búgarð George Bush í Crawford í Texas, heimtar að fá að hitta forsetann sjálfan og spyrja – hvers vegna drapstu son minn? Þetta er orðið hið vandræðalegasta mál fyrir Bush og menn hans. Stephen Hadley, öryggisráðgjafi Bush, hefur farið út og rætt við konuna, en forsetinn hefur ekki lagt í að gera það sjálfur. Meðan vex athygli fjölmiðlanna – þetta er að verða stærsta fréttin í Ameríku. Fjölmiðlasirkus. Og verður stöðugt óþægilegra fyrir Bush sem er nánast eins og í umsátri á búgarðinum – vegna einnar miðaldra konu í tjaldi. --- --- --- Cindy Sheehan er lýst á ýmsa vegu í fjölmiðlunum, hún vekur bæði aðdáun og stæka andúð. Á einum stað las ég að þetta væri bandarísk Antígóna – þá er vitnað í leikrit Sófóklesar um konu sem stóð fyrir utan borgarhlið Þebu og heimtaði að fá afhent lík bróður síns. Henni hefur einnig verið líkt við Jóhönnu af Örk og Rosu Parks. Því er að er haldið fram að hér sé upphaf að nýrri hreyfingu gegn Íraksstríðinu sem verði aðallega drifin áfram af fyrrverandi hermönnum og ættingjum þeirra. Víða á netinu má sjá að hún er tekin í hetjutölu; Maureen Dowd skrifaði frægan pistil um Sheehan í New York Times og talaði um afdráttarlaust siðferðislegt vald foreldra sem hafa misst börn í Írak. --- --- --- Fjölmiðlar á hægri kantinum halda því hins vegar margir fram að Sheehan sé rugluð. Hún sé uppfull af hatri, misnoti minningu sonar síns og láti vinstri menn espa sig upp. Mark Steyn skrifar til dæmis um hana í Spectator, talar um "narsissíska reiði" konunnar, bendir á að í bandaríska hernum í Írak séu ekki börn, heldur fullorðið fólk sem fór þangað af fúsum og frjálsum vilja. Casey sonur Sheehan var 24 ára þegar hann féll í Sadrborg í Bagdad í apríl 2004. Steyn segir einnig frá því að Sheehan hafi áður hitt Bush, stuttu eftir andlát sonar síns. Eftir þann fund hafi hún verið ánægð og farið fögrum orðum um forsetann og stefnu hans, talað um að finna hamingjuna aftur. Sheehan hefur hins vegar sagt að Bush hafi sýnt sér óvirðingu á fundi þeirra, hann hafi ekki svarað spurningum og forðast að horfa í augu hennar. Þetta hafi grafið um sig í sál hennar uns hún varð að fá að hitta hann aftur. --- --- --- Hvað sem Mark Steyn, Bill O´Reilly og slíkir álitsgjafar bera í bætifláka fyrir Bush, breytir ekki því að þetta er að verða heldur dapurt sumarfrí fyrir forsetann. Sheehan í tjaldinu fyrir utan búgarðinn er að verða þungamiðjan í andstöðunni gegn stríðinu, kannski það sem hana vantaði einmitt – alvöru tákn. Sífellt verður erfiðara að skýra út hvað Bandaríkjamenn eru að gera í Írak. Nú telja aðeins 35 prósent þjóðarinnar að innrásin hafi verið rétt ákvörðun. Shítar í Írak þoka sig stöðugt nær hinni ógeðfelldu stjórn trúbræðra sinna í Íran – það var örugglega ekki tilgangur stríðsins að koma á slíku bandalagi. Það er verið að berja saman írakska stjórnarskrá sem virðist að talsverðum hluta ganga út á kvennakúgun, ritskoðun og frelsissviptingu. Olíuverð í heiminum fer stöðugt hækkandi – þvert á fyrirheit um óþrjótandi olíulindir í Írak sem myndu opnast. --- --- --- Á sama tíma eru bandarískir hermenn stöðugt að falla; hér getur að líta lista sem CNN heldur yfir fallna hermenn úr herjum bandalagsríkjanna. Ef til vill er aðeins tímaspursmál hvenær Bandaríkjamenn hugsa sér til hreyfings, burt frá Írak. Verður það Bush sjálfur sem byrjar að kalla herinn á brott – á embættismannamáli heitir það nú að Bushstjórnin sé farin að "lækka væntingarnar" til þess sem verður hægt að áorka í Írak. Gamli refurinn Henry Kissinger segir að það verði "katastrófa" ef ekki verði hægt að stöðva útbreiðslu róttæks íslams í Írak. Hann óttast að bandaríska þjóðin klofni eins og í Vietnamstríðinu; hugarfarið heimafyrir ráði úrslitum. Málið er nefnilega Bandaríkin eru afar treg í heimsveldishlutverki sínu, líkt og sagnfræðingurinn Niall Ferguson skrifar um í hinni merku bók sinni Colossus. Þau hafa lítið úthald og vilja helst ekki fórna of miklu til. Eitt hið vandræðalegasta við innrásina í Írak er að Bandaríkjamenn hafa aldrei haft þar nægilega marga menn undir vopnum til að ná nokkrum tökum á ástandinu. --- --- --- Einfaldur vandi er til dæmis að úthald bandarískra hermanna í Írak er of stutt. Það gengur erfiðlega að fylla í skörð þeirra sem fá heimfararleyfi. Eitt ráð við þessu gæti blátt áfram verið að taka upp herkvaðningu að nýju. Það er hins vegar pólitísk áhætta sem Repúblikanar munu seint taka. Fyrr verður leitað undanhalds undir einhverju yfirskini – líkt og í Vietnam. --- --- --- Innrásin byggði á óhóflegri bjartsýni og sumu leyti góðum áformum, en steytir á vanmati, þekkingarskorti og athyglisbresti bandaríska heimsveldisins. Þetta er ekki beinlínis ný saga – Graham Greene sagði hana til dæmis í bók sinni The Quiet American sem kom út 1955. Hún gerist í Indókína, en söguhetja hennar, bandaríski leyniþjónustumaðurinn Pyle, hefði alveg eins getað starfað í Írak. Í sögu Greenes finnst hann á endanum dauður úti í skurði. Veruleikinn reynist vera alltof flókinn fyrir hann. Hann tekur heldur ekki mark á gömlu Evrópumönnunum sem eru að reyna að vara hann við. --- --- --- Meðan er ólíklegasta lið farið að andmæla stríðinu. Maður spyr hvort andstaðan við það verði brátt cause célebre líkt og Víetnamstríðið á sínum tíma? Meira að segja gamalmennin í Rolling Stones, sponsuð af pepsi og slíkum stórfyrirtækjum, eru farin að syngja mótmælasöngva á nýjan leik. Eða hvað á að segja um lagið Sweet Neo Con? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Aðalfréttin í bandarískum fjölmiðlum er Cindy Sheehan, fjörutíu og átta ára móðir, sem hefur tjaldað fyrir utan búgarð George Bush í Crawford í Texas, heimtar að fá að hitta forsetann sjálfan og spyrja – hvers vegna drapstu son minn? Þetta er orðið hið vandræðalegasta mál fyrir Bush og menn hans. Stephen Hadley, öryggisráðgjafi Bush, hefur farið út og rætt við konuna, en forsetinn hefur ekki lagt í að gera það sjálfur. Meðan vex athygli fjölmiðlanna – þetta er að verða stærsta fréttin í Ameríku. Fjölmiðlasirkus. Og verður stöðugt óþægilegra fyrir Bush sem er nánast eins og í umsátri á búgarðinum – vegna einnar miðaldra konu í tjaldi. --- --- --- Cindy Sheehan er lýst á ýmsa vegu í fjölmiðlunum, hún vekur bæði aðdáun og stæka andúð. Á einum stað las ég að þetta væri bandarísk Antígóna – þá er vitnað í leikrit Sófóklesar um konu sem stóð fyrir utan borgarhlið Þebu og heimtaði að fá afhent lík bróður síns. Henni hefur einnig verið líkt við Jóhönnu af Örk og Rosu Parks. Því er að er haldið fram að hér sé upphaf að nýrri hreyfingu gegn Íraksstríðinu sem verði aðallega drifin áfram af fyrrverandi hermönnum og ættingjum þeirra. Víða á netinu má sjá að hún er tekin í hetjutölu; Maureen Dowd skrifaði frægan pistil um Sheehan í New York Times og talaði um afdráttarlaust siðferðislegt vald foreldra sem hafa misst börn í Írak. --- --- --- Fjölmiðlar á hægri kantinum halda því hins vegar margir fram að Sheehan sé rugluð. Hún sé uppfull af hatri, misnoti minningu sonar síns og láti vinstri menn espa sig upp. Mark Steyn skrifar til dæmis um hana í Spectator, talar um "narsissíska reiði" konunnar, bendir á að í bandaríska hernum í Írak séu ekki börn, heldur fullorðið fólk sem fór þangað af fúsum og frjálsum vilja. Casey sonur Sheehan var 24 ára þegar hann féll í Sadrborg í Bagdad í apríl 2004. Steyn segir einnig frá því að Sheehan hafi áður hitt Bush, stuttu eftir andlát sonar síns. Eftir þann fund hafi hún verið ánægð og farið fögrum orðum um forsetann og stefnu hans, talað um að finna hamingjuna aftur. Sheehan hefur hins vegar sagt að Bush hafi sýnt sér óvirðingu á fundi þeirra, hann hafi ekki svarað spurningum og forðast að horfa í augu hennar. Þetta hafi grafið um sig í sál hennar uns hún varð að fá að hitta hann aftur. --- --- --- Hvað sem Mark Steyn, Bill O´Reilly og slíkir álitsgjafar bera í bætifláka fyrir Bush, breytir ekki því að þetta er að verða heldur dapurt sumarfrí fyrir forsetann. Sheehan í tjaldinu fyrir utan búgarðinn er að verða þungamiðjan í andstöðunni gegn stríðinu, kannski það sem hana vantaði einmitt – alvöru tákn. Sífellt verður erfiðara að skýra út hvað Bandaríkjamenn eru að gera í Írak. Nú telja aðeins 35 prósent þjóðarinnar að innrásin hafi verið rétt ákvörðun. Shítar í Írak þoka sig stöðugt nær hinni ógeðfelldu stjórn trúbræðra sinna í Íran – það var örugglega ekki tilgangur stríðsins að koma á slíku bandalagi. Það er verið að berja saman írakska stjórnarskrá sem virðist að talsverðum hluta ganga út á kvennakúgun, ritskoðun og frelsissviptingu. Olíuverð í heiminum fer stöðugt hækkandi – þvert á fyrirheit um óþrjótandi olíulindir í Írak sem myndu opnast. --- --- --- Á sama tíma eru bandarískir hermenn stöðugt að falla; hér getur að líta lista sem CNN heldur yfir fallna hermenn úr herjum bandalagsríkjanna. Ef til vill er aðeins tímaspursmál hvenær Bandaríkjamenn hugsa sér til hreyfings, burt frá Írak. Verður það Bush sjálfur sem byrjar að kalla herinn á brott – á embættismannamáli heitir það nú að Bushstjórnin sé farin að "lækka væntingarnar" til þess sem verður hægt að áorka í Írak. Gamli refurinn Henry Kissinger segir að það verði "katastrófa" ef ekki verði hægt að stöðva útbreiðslu róttæks íslams í Írak. Hann óttast að bandaríska þjóðin klofni eins og í Vietnamstríðinu; hugarfarið heimafyrir ráði úrslitum. Málið er nefnilega Bandaríkin eru afar treg í heimsveldishlutverki sínu, líkt og sagnfræðingurinn Niall Ferguson skrifar um í hinni merku bók sinni Colossus. Þau hafa lítið úthald og vilja helst ekki fórna of miklu til. Eitt hið vandræðalegasta við innrásina í Írak er að Bandaríkjamenn hafa aldrei haft þar nægilega marga menn undir vopnum til að ná nokkrum tökum á ástandinu. --- --- --- Einfaldur vandi er til dæmis að úthald bandarískra hermanna í Írak er of stutt. Það gengur erfiðlega að fylla í skörð þeirra sem fá heimfararleyfi. Eitt ráð við þessu gæti blátt áfram verið að taka upp herkvaðningu að nýju. Það er hins vegar pólitísk áhætta sem Repúblikanar munu seint taka. Fyrr verður leitað undanhalds undir einhverju yfirskini – líkt og í Vietnam. --- --- --- Innrásin byggði á óhóflegri bjartsýni og sumu leyti góðum áformum, en steytir á vanmati, þekkingarskorti og athyglisbresti bandaríska heimsveldisins. Þetta er ekki beinlínis ný saga – Graham Greene sagði hana til dæmis í bók sinni The Quiet American sem kom út 1955. Hún gerist í Indókína, en söguhetja hennar, bandaríski leyniþjónustumaðurinn Pyle, hefði alveg eins getað starfað í Írak. Í sögu Greenes finnst hann á endanum dauður úti í skurði. Veruleikinn reynist vera alltof flókinn fyrir hann. Hann tekur heldur ekki mark á gömlu Evrópumönnunum sem eru að reyna að vara hann við. --- --- --- Meðan er ólíklegasta lið farið að andmæla stríðinu. Maður spyr hvort andstaðan við það verði brátt cause célebre líkt og Víetnamstríðið á sínum tíma? Meira að segja gamalmennin í Rolling Stones, sponsuð af pepsi og slíkum stórfyrirtækjum, eru farin að syngja mótmælasöngva á nýjan leik. Eða hvað á að segja um lagið Sweet Neo Con?
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun