Sakborningar ítrekuðu sakleysi 17. ágúst 2005 00:01 Mál ákæruvaldsins gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni forstjóra Baugs, Jóhannesi Jónssyni í Bónus og fjórum öðrum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Pétur Guðgeirsson héraðsdómari setti réttinn en að því búnu rakti Jón H. Snorrason saksóknari ákærurnar í fjörutíu liðum. Sakborningar voru allir viðstaddir og hlýddu á þegar ákæran var lesin upp. Dómari spurði sakborninga hvort ákærurnar væru réttar og svöruðu þeir allir sem einn að þær væru rangar og lýstu sakleysi sínu. "Þetta tekur fimm ár úr ævi okkar en það er í lagi að lifa með því. Við erum sannfærð um sakleysi okkar," sagði Jóhannes Jónsson í Bónus að lokinni þingfestingu málsins. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, sagði að fyrir dóminn kæmu margvísleg gögn sem sönnuðu sakleysi ákærðra. Jón H. Snorrason saksóknari vildi lítið tjá sig við fjölmiðla þegar hann gekk úr dómsal og kvaðst láta nægja að fjalla um málið þar. Dómurinn í Baugsmálinu verður fjölskipaður. Meðdómendur Péturs Guðgeirssonar verða Arngrímur Ísberg héraðsdómari og Garðar Valdimarsson hæstaréttarlögmaður og löggiltur endurskoðandi. Svonefnt milliþinghald verður 20. október næstkomandi, þar verður ákveðið hvenær málið verður tekið fyrir og meðferð þess hefst. Ekki er búist við því að það verði fyrr en í fyrsta lagi í nóvember. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segir að sakborningar leggi ekki fram gögn til varnar sakborningum fyrr en við upphaf meðferðar málsins. "Við eigum von á því að aðalmeðferð hefjist annað hvort í nóvember eða að öðrum kosti í janúar. Ef takast má að ljúka aðalmeðferð málsins fyrir áramót má hún varla hefjast síðar en 15. nóvember." Gestur telur að málið geti tekið allt að fjórar vikur í flutningi enda séu málsgögn gríðarleg að vöxtum. Fjöldi innlendra og erlendra myndatöku-, blaða- og fréttamanna fylgdist með þingfestingu Baugsmálsins í gær og var dómsalurinn þéttskipaður. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira
Mál ákæruvaldsins gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni forstjóra Baugs, Jóhannesi Jónssyni í Bónus og fjórum öðrum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Pétur Guðgeirsson héraðsdómari setti réttinn en að því búnu rakti Jón H. Snorrason saksóknari ákærurnar í fjörutíu liðum. Sakborningar voru allir viðstaddir og hlýddu á þegar ákæran var lesin upp. Dómari spurði sakborninga hvort ákærurnar væru réttar og svöruðu þeir allir sem einn að þær væru rangar og lýstu sakleysi sínu. "Þetta tekur fimm ár úr ævi okkar en það er í lagi að lifa með því. Við erum sannfærð um sakleysi okkar," sagði Jóhannes Jónsson í Bónus að lokinni þingfestingu málsins. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, sagði að fyrir dóminn kæmu margvísleg gögn sem sönnuðu sakleysi ákærðra. Jón H. Snorrason saksóknari vildi lítið tjá sig við fjölmiðla þegar hann gekk úr dómsal og kvaðst láta nægja að fjalla um málið þar. Dómurinn í Baugsmálinu verður fjölskipaður. Meðdómendur Péturs Guðgeirssonar verða Arngrímur Ísberg héraðsdómari og Garðar Valdimarsson hæstaréttarlögmaður og löggiltur endurskoðandi. Svonefnt milliþinghald verður 20. október næstkomandi, þar verður ákveðið hvenær málið verður tekið fyrir og meðferð þess hefst. Ekki er búist við því að það verði fyrr en í fyrsta lagi í nóvember. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segir að sakborningar leggi ekki fram gögn til varnar sakborningum fyrr en við upphaf meðferðar málsins. "Við eigum von á því að aðalmeðferð hefjist annað hvort í nóvember eða að öðrum kosti í janúar. Ef takast má að ljúka aðalmeðferð málsins fyrir áramót má hún varla hefjast síðar en 15. nóvember." Gestur telur að málið geti tekið allt að fjórar vikur í flutningi enda séu málsgögn gríðarleg að vöxtum. Fjöldi innlendra og erlendra myndatöku-, blaða- og fréttamanna fylgdist með þingfestingu Baugsmálsins í gær og var dómsalurinn þéttskipaður.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira