Ganga óbundnir til kosninga 16. ágúst 2005 00:01 Línurnar eru að skýrast. R-listaflokkarnir bjóða fram hver sinn lista fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Vinstri grænir eru harðákveðnir þótt minnihluti flokksmanna mögli eilítið á félagsfundi og telji ótímabært að rétta Sjálfstæðisflokknum vopn í hendur með því að hafna frekara R-listasamstarfi á næsta kjörtímabili. Af hálfu Vinstri grænna hefur málið legið nokkuð ljóst fyrir í allt sumar. Jafnræði flokkanna í R-lista samstarfinu var í þeirra huga ófrávíkjanleg krafa. Í yfirlýsingu VG á fundi viðræðunefndarinnar 11. júlí segir orðrétt: "Vinstrihreyfingunni - grænu framboði í Reykjavík er ekkert að vanbúnaði að hefja nú þegar undirbúning að framboði flokksins til borgarstjórnar Reykjavíkur. Það er í senn heillandi og spennandi verkefni fyrir flokk sem ekki hefur áður boðið fram til borgarstjórnar á eigin vegum." Þessi yfirlýsing er liðlega mánaðargömul og varla fer á milli mála hvað hún raunverulega merkir. Ekki svo að skilja að Vinstri grænir séu tómlátir gagnvart samstarfi við R-listaflokkanna. Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG, segir í orðsendingu á vef Múrsins í gær, að staða félagshyggjuflokkanna í borginni sé sterk og fátt bendi til annars en að þeir fái meirihluta saman."Næstum því hið eina sem getur komið í veg fyrir það er taugaveiklun og upphrópanir í kjölfar ákvörðunar Vinstri grænna. Slík taugaveiklun er hins vegar óþörf. Í ákvörðun Vinstri grænna liggur ekki nein gagnrýni á samstarfsflokkana og við munum sýna þeim sömu vinsemd og virðingu og áður." Hvað um Samfylkinguna? Í stjórnmálahringiðu höfuðborgarinnar eru raddir sem telja að Samfylkingin sé um það bil að vaxa upp úr R-listasamstarfinu. Vilji sýna kjósendum að hún ein geti verið "hin" burðarstoðin í borgarstjórnarmálunum á móti Sjálfstæðisflokknum. Segi við samstarfsfólk sitt: "Nú getum við," rétt eins og Vinstri grænir og Framsóknarflokkurinn hafi verið hækjur þeirra síðustu árin. "Við förum fram í eigin nafni," sagði Samfylkingarmaðurinn Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi R-listans efnislega í samtali við Talstöðina í gær. Fyrir sitt leyti útilokaði hann einnig kosningabandalag við Framsóknarflokkinn. Og þar sem Dagur B. Eggertsson, óháður borgarfulltrúi R-listans, hefur sagt að hann ætli hvorki að ganga í Samfylkinguna né stofna til framboðs óháðra virðast línurnar vera farnar að skýrast mjög. Framsóknarflokkurinn er trúlega sá í samstarfinu sem mest lagði á sig til að ná samstöðu um R-lista á næsta kjörtímabili. Fulltrúar flokksins leyna ekki vonbrigðum sínum. Það blasir sem sagt við að allir flokkar ganga óbundnir til kosninga. Margvísleg samsteypa meirihluta er möguleg að kosningum loknum nái enginn einn flokkur hreinum meirihluta. Hvorki Árni Þór Sigurðsson Vinstri grænum né Stefán Jón Hafstein Samfylkingunni útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Stefán Jón sér að vísu ýmsa meinbugi á slíku samstarfi þar sem margt sé óljóst enn um framboðsmál og stefnumið Sjálfstæðisflokksins. Þetta verður allt hið forvitnilegasta þegar bollalagt er um hugsanlegt fylgi flokkanna næsta vor. Setjum sem svo að Sjálfstæðismenn nái sjö fulltrúum, Samfylkingin fimm, Vinstri grænir tveimur, Framsóknarflokkur einum og aðrir komi ekki manni að. R-listasamstarfið gæti haldið áfram undir nýjum formerkjum, en Sjálfstæðisflokkurinn verður í kunnuglegri og þægilegri stöðu og gæti myndað meirihluta með hvaða flokki sem vera skal. Af hverju standa kjósendur senn yfir moldum R-listans? Ein skýringin er líklega sú að kjósendur, einkum þeir yngri, skilja ekki lengur hvers vegna flokkar ættu að fara í eina sæng af ótta við Sjálfstæðisflokkinn. Það sem var nauðsynleg og nægjanleg ástæða fyrir tólf árum nægir ekki nú. Sameining og endurskipulagning áhrifaafla á vinstri væng stjórnmálanna tók á sig núverandi mynd í lok aldarinnar síðustu. Samfylkingin og Vinstri grænir voru ekki til sem flokkar í upphafi R-lista samstarfsins 1994. Viðfangsefnin eru önnur, áherslur aðrar svo og tíðarandinn. Rétt er hjá Katrínu Jakobsdóttur að sitt er hvað samstarf og sameiginlegt framboð. Þótt sameiginlegt framboð sé úr sögunni þarf samstarf ekki að vera það. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Línurnar eru að skýrast. R-listaflokkarnir bjóða fram hver sinn lista fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Vinstri grænir eru harðákveðnir þótt minnihluti flokksmanna mögli eilítið á félagsfundi og telji ótímabært að rétta Sjálfstæðisflokknum vopn í hendur með því að hafna frekara R-listasamstarfi á næsta kjörtímabili. Af hálfu Vinstri grænna hefur málið legið nokkuð ljóst fyrir í allt sumar. Jafnræði flokkanna í R-lista samstarfinu var í þeirra huga ófrávíkjanleg krafa. Í yfirlýsingu VG á fundi viðræðunefndarinnar 11. júlí segir orðrétt: "Vinstrihreyfingunni - grænu framboði í Reykjavík er ekkert að vanbúnaði að hefja nú þegar undirbúning að framboði flokksins til borgarstjórnar Reykjavíkur. Það er í senn heillandi og spennandi verkefni fyrir flokk sem ekki hefur áður boðið fram til borgarstjórnar á eigin vegum." Þessi yfirlýsing er liðlega mánaðargömul og varla fer á milli mála hvað hún raunverulega merkir. Ekki svo að skilja að Vinstri grænir séu tómlátir gagnvart samstarfi við R-listaflokkanna. Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG, segir í orðsendingu á vef Múrsins í gær, að staða félagshyggjuflokkanna í borginni sé sterk og fátt bendi til annars en að þeir fái meirihluta saman."Næstum því hið eina sem getur komið í veg fyrir það er taugaveiklun og upphrópanir í kjölfar ákvörðunar Vinstri grænna. Slík taugaveiklun er hins vegar óþörf. Í ákvörðun Vinstri grænna liggur ekki nein gagnrýni á samstarfsflokkana og við munum sýna þeim sömu vinsemd og virðingu og áður." Hvað um Samfylkinguna? Í stjórnmálahringiðu höfuðborgarinnar eru raddir sem telja að Samfylkingin sé um það bil að vaxa upp úr R-listasamstarfinu. Vilji sýna kjósendum að hún ein geti verið "hin" burðarstoðin í borgarstjórnarmálunum á móti Sjálfstæðisflokknum. Segi við samstarfsfólk sitt: "Nú getum við," rétt eins og Vinstri grænir og Framsóknarflokkurinn hafi verið hækjur þeirra síðustu árin. "Við förum fram í eigin nafni," sagði Samfylkingarmaðurinn Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi R-listans efnislega í samtali við Talstöðina í gær. Fyrir sitt leyti útilokaði hann einnig kosningabandalag við Framsóknarflokkinn. Og þar sem Dagur B. Eggertsson, óháður borgarfulltrúi R-listans, hefur sagt að hann ætli hvorki að ganga í Samfylkinguna né stofna til framboðs óháðra virðast línurnar vera farnar að skýrast mjög. Framsóknarflokkurinn er trúlega sá í samstarfinu sem mest lagði á sig til að ná samstöðu um R-lista á næsta kjörtímabili. Fulltrúar flokksins leyna ekki vonbrigðum sínum. Það blasir sem sagt við að allir flokkar ganga óbundnir til kosninga. Margvísleg samsteypa meirihluta er möguleg að kosningum loknum nái enginn einn flokkur hreinum meirihluta. Hvorki Árni Þór Sigurðsson Vinstri grænum né Stefán Jón Hafstein Samfylkingunni útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Stefán Jón sér að vísu ýmsa meinbugi á slíku samstarfi þar sem margt sé óljóst enn um framboðsmál og stefnumið Sjálfstæðisflokksins. Þetta verður allt hið forvitnilegasta þegar bollalagt er um hugsanlegt fylgi flokkanna næsta vor. Setjum sem svo að Sjálfstæðismenn nái sjö fulltrúum, Samfylkingin fimm, Vinstri grænir tveimur, Framsóknarflokkur einum og aðrir komi ekki manni að. R-listasamstarfið gæti haldið áfram undir nýjum formerkjum, en Sjálfstæðisflokkurinn verður í kunnuglegri og þægilegri stöðu og gæti myndað meirihluta með hvaða flokki sem vera skal. Af hverju standa kjósendur senn yfir moldum R-listans? Ein skýringin er líklega sú að kjósendur, einkum þeir yngri, skilja ekki lengur hvers vegna flokkar ættu að fara í eina sæng af ótta við Sjálfstæðisflokkinn. Það sem var nauðsynleg og nægjanleg ástæða fyrir tólf árum nægir ekki nú. Sameining og endurskipulagning áhrifaafla á vinstri væng stjórnmálanna tók á sig núverandi mynd í lok aldarinnar síðustu. Samfylkingin og Vinstri grænir voru ekki til sem flokkar í upphafi R-lista samstarfsins 1994. Viðfangsefnin eru önnur, áherslur aðrar svo og tíðarandinn. Rétt er hjá Katrínu Jakobsdóttur að sitt er hvað samstarf og sameiginlegt framboð. Þótt sameiginlegt framboð sé úr sögunni þarf samstarf ekki að vera það.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira