Náðu ekki saman um stjórnarskrá 15. ágúst 2005 00:01 Írökum mistókst að semja texta stjórnarskrár sinnar fyrir 15. ágúst eins og þeir höfðu einsett sér. Þeir ætla að reyna til þrautar að ná samkomulagi fyrir 22. ágúst. Á miðnætti rann út fresturinn til að semja stjórnarskrá án þess að sátt næðist um inntak hennar. Íraksþing kom saman seint í gærkvöld, eftir að fundi þess hafði verið frestað fyrr um daginn, og ákvað að veita leiðtogum sjía, súnnía og Kúrda vikufrest til viðbótar. Leiðtogarnir höfðu raunar náð bráðabirgðasamkomulagi um nokkur mikilvæg atriði í gær, til dæmis hvernig tekjum af olíusölu yrði ráðstafað og hvert nafn landsins yrði. Eins og margir höfðu spáð fyrir um tókst hins vegar ekki að leysa ágreining um hvort skipta ætti Írak upp í sambandsríki, stöðu kvenna, hlutverk íslams og hvort Kúrdar ættu að fá enn meira sjálfstæði. Þeir höfðu lagt til að Kúrdistan yrði hluti af Írak næstu átta árin en þá yrði staða héraðsins endurskoðuð. Þessu lögðust hins vegar sjíar og sérstaklega súnníar gegn. Atburðarás síðustu daga þykir sýna að öll þjóðarbrotin í Írak vilja raunverulega ná sem víðtækastri sátt um stjórnskipun landsins. Hins vegar sýnir hún jafnframt að enn ríkir sundrung á meðal þjóðarinnar um hvernig haga beri stjórn Íraks í framtíðinni. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Írökum mistókst að semja texta stjórnarskrár sinnar fyrir 15. ágúst eins og þeir höfðu einsett sér. Þeir ætla að reyna til þrautar að ná samkomulagi fyrir 22. ágúst. Á miðnætti rann út fresturinn til að semja stjórnarskrá án þess að sátt næðist um inntak hennar. Íraksþing kom saman seint í gærkvöld, eftir að fundi þess hafði verið frestað fyrr um daginn, og ákvað að veita leiðtogum sjía, súnnía og Kúrda vikufrest til viðbótar. Leiðtogarnir höfðu raunar náð bráðabirgðasamkomulagi um nokkur mikilvæg atriði í gær, til dæmis hvernig tekjum af olíusölu yrði ráðstafað og hvert nafn landsins yrði. Eins og margir höfðu spáð fyrir um tókst hins vegar ekki að leysa ágreining um hvort skipta ætti Írak upp í sambandsríki, stöðu kvenna, hlutverk íslams og hvort Kúrdar ættu að fá enn meira sjálfstæði. Þeir höfðu lagt til að Kúrdistan yrði hluti af Írak næstu átta árin en þá yrði staða héraðsins endurskoðuð. Þessu lögðust hins vegar sjíar og sérstaklega súnníar gegn. Atburðarás síðustu daga þykir sýna að öll þjóðarbrotin í Írak vilja raunverulega ná sem víðtækastri sátt um stjórnskipun landsins. Hins vegar sýnir hún jafnframt að enn ríkir sundrung á meðal þjóðarinnar um hvernig haga beri stjórn Íraks í framtíðinni.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira