Samstarf þrátt fyrir sérframboð? 15. ágúst 2005 00:01 Formaður Samfylkingarinnar óttast að R-listinn sé í dauðateygjunum. Hún telur samt að flokkarnir, sem að honum standa, vilji taka upp samstarf að loknum borgarstjórnarkosningum þótt þeir bjóði fram sjálfstætt. Forsvarsmenn Vinstri - grænna halda fund um framtíð R-listans klukkan átta í kvöld. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, er ekki bjartsýn á að R-listinn bjóði fram í næstu borgarstjórnarkosningum. Hún telur að það séu meiri líkur en minni á því að svo verði ekki eftir að hafa rætt við fólk um helgina. Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi Vinstri - grænna, segir samstarf flokkanna fjarri því að vera lokið en segir þó vel koma til greina að þeir bjóði fram sjálfstætt í næstu borgarstjórnarkosningum. Árni segir enn fremur að verði það niðurstaðan verði svo að vera en það þýði ekki að menn geti ekki starfað saman því það sé ekki málefnaágreiningur sem valdi því hugsanlega að menn bjóði fram hver í sínu lagi. Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Vinstri - grænna, telur að samstarf Samfylkingarinnar og Framsóknar sé útilokað að loknum kosningum verði enginn R-listi til. Líklegra sé að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn taki saman. Það blasi því við vinstri - grænum að sitja áhrifalausir í stjórnarandstöðu náist ekki samkomulag um áframhald R-listans. Árni Þór, flokksbróðir Bjarkar, er henni ósammála. Hann segir það verulega einföldun að láta sem kostirnir séu aðeins áframhaldandi R-listasamstarf eða stjórnarandstaða. Hann viðurkennir þó ekki að erfiðleikar séu innan Vinstri - grænna. Árni vildi engu svara um hver niðurstaðan yrði. Ingibjörg Sólrún segir líkt og Árni grundvöll vera fyrir áframhaldandi samstarfi eftir kosningar þótt R-listinn deyi drottni sínum. Ef það sé einlægur vilji og ásetningur fólks að vinna saman sé að sjálfsögðu alltaf grundvöllur til samstarfs. Það verði enginn barinn til ásta en hins vegar hafi hagkvæmnishjónabönd oft reynst vel. Fundur Vinstri - grænna verður haldinn að Vesturgötu 7 í Reykjavík klukkan átta í kvöld en hvort niðurstaða fáist í málið er ekki gott að segja til um. Með hverjum degi sem líður án þess að málið sé útkljáð minnka líkurnar á sameiginlegu framboði R-listaflokkanna. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar óttast að R-listinn sé í dauðateygjunum. Hún telur samt að flokkarnir, sem að honum standa, vilji taka upp samstarf að loknum borgarstjórnarkosningum þótt þeir bjóði fram sjálfstætt. Forsvarsmenn Vinstri - grænna halda fund um framtíð R-listans klukkan átta í kvöld. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, er ekki bjartsýn á að R-listinn bjóði fram í næstu borgarstjórnarkosningum. Hún telur að það séu meiri líkur en minni á því að svo verði ekki eftir að hafa rætt við fólk um helgina. Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi Vinstri - grænna, segir samstarf flokkanna fjarri því að vera lokið en segir þó vel koma til greina að þeir bjóði fram sjálfstætt í næstu borgarstjórnarkosningum. Árni segir enn fremur að verði það niðurstaðan verði svo að vera en það þýði ekki að menn geti ekki starfað saman því það sé ekki málefnaágreiningur sem valdi því hugsanlega að menn bjóði fram hver í sínu lagi. Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Vinstri - grænna, telur að samstarf Samfylkingarinnar og Framsóknar sé útilokað að loknum kosningum verði enginn R-listi til. Líklegra sé að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn taki saman. Það blasi því við vinstri - grænum að sitja áhrifalausir í stjórnarandstöðu náist ekki samkomulag um áframhald R-listans. Árni Þór, flokksbróðir Bjarkar, er henni ósammála. Hann segir það verulega einföldun að láta sem kostirnir séu aðeins áframhaldandi R-listasamstarf eða stjórnarandstaða. Hann viðurkennir þó ekki að erfiðleikar séu innan Vinstri - grænna. Árni vildi engu svara um hver niðurstaðan yrði. Ingibjörg Sólrún segir líkt og Árni grundvöll vera fyrir áframhaldandi samstarfi eftir kosningar þótt R-listinn deyi drottni sínum. Ef það sé einlægur vilji og ásetningur fólks að vinna saman sé að sjálfsögðu alltaf grundvöllur til samstarfs. Það verði enginn barinn til ásta en hins vegar hafi hagkvæmnishjónabönd oft reynst vel. Fundur Vinstri - grænna verður haldinn að Vesturgötu 7 í Reykjavík klukkan átta í kvöld en hvort niðurstaða fáist í málið er ekki gott að segja til um. Með hverjum degi sem líður án þess að málið sé útkljáð minnka líkurnar á sameiginlegu framboði R-listaflokkanna.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Sjá meira