Segir Baugsmál storm í vatnsglasi 12. ágúst 2005 00:01 Dökk mynd er dregin upp af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og öðrum forsvarsmönnum Baugs í ákærum ríkissaksóknara, að mati breska dagblaðsins The Guardian. Blaðið, sem eitt fjölmiðla hefur fengið að sjá ákærurnar, telur málarekstur ríkisins á hendur sexmenningunum þó ekkert annað en storm í vatnsglasi. Blaðamenn breska blaðsins The Guardian hafa fengið að sjá ákærur á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs og fimm öðrum forstöðumönnum fyrirtækisins. Þeir segja ákærurnar sýna Jóni Ásgeir í afar óhagstæðu ljósi, en draga þó þá ályktun að íslensk stjórnvöld hafi lítinn skilning á því hvernig viðskipti gangi fyrir sig. Flestar ákæranna snúist um smávægileg mál sem auðvelt sé að útskýra. Samkvæmt The Guardian taka nítján áærur til samskipta Baugs og annarra fyrirtækja, aðallega Gaums, sem er fjölskyldufyrirtæki Jóhannesar Jónssonar og fjölskyldu hans. Þrjú kæruatriði eru vegna lúxussnekkju í Flórída, þrjú vegna kaupa á 10/11-verslununum, tvö vegna viðskipta með hlutabréf í verslanakeðjunni Arcadia, sex vegna reikningshalds Baugs, fjögur vegna tollalagabrota sem eru ótengd Baugi og tvö vegna persónulegrar eyðslu Tryggva Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Baugs. Þá eru tvö ákæruatriði út af kreditnótu sem hafi verið notaðar til þess að ýkja tekjur Baugs um rífar 100 milljónir króna. Þá er fjallað ítarlega um kafla ákærunnar um persónulega eyðslu Jóns Ásgeirs með kreditkortum fyrirtækisins þar sem Jón Ásgeir er sakaður um að hafa á þriggja ára tímabili eytt um tólf og hálfri miljón króna í fatabúðum, skyndibitastöðum og börum. Reikningurinn hafi síðar verið greiddur af Gaumi. Bresku blaðamennirnir segja skjalið löðrandi í ásökunum um fjárdrátt, svik og trúnaðarbrot. Þeir vilja þó meina að hefndarhugur og pólitísk óvild hafi verið kveikjan að rannsókn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra á hendur Baugsmönnum. Í breskum fjölmiðlum að undanförnu hefur viðskiptaháttum á Íslandi ítrekað verið líkt við Rússland. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur reynst ómögulegt fyrir fréttastofu Stöðvar 2 að nálgast ákærurnar. Hvorki ákærðu né lögmenn þeirra hafa látið ná í sig í dag og sömu sögu er að segja um ríkislögreglustjóra. Ákæruatriðin sem The Guardian birtir í dag hafa því ekki fengist staðfest. Baugsmálið Erlent Fréttir Lög og regla Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Dökk mynd er dregin upp af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og öðrum forsvarsmönnum Baugs í ákærum ríkissaksóknara, að mati breska dagblaðsins The Guardian. Blaðið, sem eitt fjölmiðla hefur fengið að sjá ákærurnar, telur málarekstur ríkisins á hendur sexmenningunum þó ekkert annað en storm í vatnsglasi. Blaðamenn breska blaðsins The Guardian hafa fengið að sjá ákærur á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs og fimm öðrum forstöðumönnum fyrirtækisins. Þeir segja ákærurnar sýna Jóni Ásgeir í afar óhagstæðu ljósi, en draga þó þá ályktun að íslensk stjórnvöld hafi lítinn skilning á því hvernig viðskipti gangi fyrir sig. Flestar ákæranna snúist um smávægileg mál sem auðvelt sé að útskýra. Samkvæmt The Guardian taka nítján áærur til samskipta Baugs og annarra fyrirtækja, aðallega Gaums, sem er fjölskyldufyrirtæki Jóhannesar Jónssonar og fjölskyldu hans. Þrjú kæruatriði eru vegna lúxussnekkju í Flórída, þrjú vegna kaupa á 10/11-verslununum, tvö vegna viðskipta með hlutabréf í verslanakeðjunni Arcadia, sex vegna reikningshalds Baugs, fjögur vegna tollalagabrota sem eru ótengd Baugi og tvö vegna persónulegrar eyðslu Tryggva Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Baugs. Þá eru tvö ákæruatriði út af kreditnótu sem hafi verið notaðar til þess að ýkja tekjur Baugs um rífar 100 milljónir króna. Þá er fjallað ítarlega um kafla ákærunnar um persónulega eyðslu Jóns Ásgeirs með kreditkortum fyrirtækisins þar sem Jón Ásgeir er sakaður um að hafa á þriggja ára tímabili eytt um tólf og hálfri miljón króna í fatabúðum, skyndibitastöðum og börum. Reikningurinn hafi síðar verið greiddur af Gaumi. Bresku blaðamennirnir segja skjalið löðrandi í ásökunum um fjárdrátt, svik og trúnaðarbrot. Þeir vilja þó meina að hefndarhugur og pólitísk óvild hafi verið kveikjan að rannsókn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra á hendur Baugsmönnum. Í breskum fjölmiðlum að undanförnu hefur viðskiptaháttum á Íslandi ítrekað verið líkt við Rússland. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur reynst ómögulegt fyrir fréttastofu Stöðvar 2 að nálgast ákærurnar. Hvorki ákærðu né lögmenn þeirra hafa látið ná í sig í dag og sömu sögu er að segja um ríkislögreglustjóra. Ákæruatriðin sem The Guardian birtir í dag hafa því ekki fengist staðfest.
Baugsmálið Erlent Fréttir Lög og regla Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira