Aðeins óljóst með sjálfstæðismenn 9. ágúst 2005 00:01 Allir þingflokkar á Alþingi eru fylgjandi því að samkynhneigðir njóti sömu réttinda og aðrir nema Sjálfstæðisflokkurinn sem ekki hefur tekið afstöðu til málsins. Þingflokksformaður Sjálfstæðismanna styður baráttu samkynhneigðra fyrir fullum mannréttindum til jafns við aðra. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að flokkurinn væri fylgjandi auknum réttindum samkynhneigðra til fjölskylduþátttöku. Í samtali við fréttastofu sagði Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ummæli félagsmálaráðherra um helgina styrkja enn frekar það að málin verði kláruð í haust þannig að allur réttindapakki samkynhneigðra fari í gegn. Það ætti því ekkert að vera því til fyrirstöðu að Samfylkingin styðji þessi mál. Að sögn Margrétar Sverrisdóttur, framkvæmdastjóra Frjálslynda flokksins, eiga samkynhneigðir að njóta fullra mannréttinda, þar á meðal rétturinn til frumættleiðinga, samkvæmt stefnuskrá flokksins. Þá sagði Steingrímur J Sigfússon vinstri - græna vera fylgjandi fullu jafnrétti, vilja ganga alla leið og klára málið. Því má einnig vænta stuðnings beggja flokkanna þegar kemur að því að taka málið upp á þingi. Einar Kristinn Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, gerir ekki ráð fyrir að þingflokkurinn taki afstöðu til málsins fyrr en á þingi í haust. Aðspurður um ummæli Árna Magnússonar um helgina segir Einar þau eftirtektarverð og hann hafi sjálfur lengi verið þeirrar skoðunar að það eigi að tryggja full lagaleg réttindi samkynhheigðra hér á landi. Það var þó ekki annað að heyra á Einari en að hann ætti von á farsælli niðurstöðu í ríkisstjórninni. „Við höfum alltaf verið menn til þess að koma okkur saman og ná niðurstöðu um mál í þessu stjórnarsamstarfi,“ segir hann og segist aðspurður ekki geta svarað fyrir hönd flokksins í þessu máli vegna þess að það hafi ekki komið inn á borð þingflokksins. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Allir þingflokkar á Alþingi eru fylgjandi því að samkynhneigðir njóti sömu réttinda og aðrir nema Sjálfstæðisflokkurinn sem ekki hefur tekið afstöðu til málsins. Þingflokksformaður Sjálfstæðismanna styður baráttu samkynhneigðra fyrir fullum mannréttindum til jafns við aðra. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að flokkurinn væri fylgjandi auknum réttindum samkynhneigðra til fjölskylduþátttöku. Í samtali við fréttastofu sagði Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ummæli félagsmálaráðherra um helgina styrkja enn frekar það að málin verði kláruð í haust þannig að allur réttindapakki samkynhneigðra fari í gegn. Það ætti því ekkert að vera því til fyrirstöðu að Samfylkingin styðji þessi mál. Að sögn Margrétar Sverrisdóttur, framkvæmdastjóra Frjálslynda flokksins, eiga samkynhneigðir að njóta fullra mannréttinda, þar á meðal rétturinn til frumættleiðinga, samkvæmt stefnuskrá flokksins. Þá sagði Steingrímur J Sigfússon vinstri - græna vera fylgjandi fullu jafnrétti, vilja ganga alla leið og klára málið. Því má einnig vænta stuðnings beggja flokkanna þegar kemur að því að taka málið upp á þingi. Einar Kristinn Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, gerir ekki ráð fyrir að þingflokkurinn taki afstöðu til málsins fyrr en á þingi í haust. Aðspurður um ummæli Árna Magnússonar um helgina segir Einar þau eftirtektarverð og hann hafi sjálfur lengi verið þeirrar skoðunar að það eigi að tryggja full lagaleg réttindi samkynhheigðra hér á landi. Það var þó ekki annað að heyra á Einari en að hann ætti von á farsælli niðurstöðu í ríkisstjórninni. „Við höfum alltaf verið menn til þess að koma okkur saman og ná niðurstöðu um mál í þessu stjórnarsamstarfi,“ segir hann og segist aðspurður ekki geta svarað fyrir hönd flokksins í þessu máli vegna þess að það hafi ekki komið inn á borð þingflokksins.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira