R-listasamstarf hangir á bláþræði 9. ágúst 2005 00:01 Samstarf R-lista flokkanna hangir á bláþræði. Viðræðunefnd flokkanna hefur setið á fundi í miðbænum síðan klukkan 5. Svartsýni ríkir um áframhaldandi samstarf. Fundurinn, sem hófst klukkan fimm, var mjög leynilegur og lögðu fundarmenn mikið á sig að halda því leyndu hvar hann væri haldinn. Fulltrúar Vinstri - grænna sögðu fyrir fundinn að þeir væru vissir um að fundurinn yrði fínn þegar þeir voru spurðir að því hvort þeir byggjust við einhverjum árangri á honum. Aðspurð hvort þeir væru hræddir um að R-listasamstarfið spryngi í kvöld sögðust þau ekki vera það enda væri það ekki í þeirra valdið að binda enda á samstarfið, þau væru fulltrúar í viðræðunefnd sem legðu hlutina fyrir stjórn Vinstri - grænna í Reykjavík. Þorlákur Björnsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í viðræðunefndinni, sagðist aðspurður að hann ætti von á því að fundurinn færi vel. Aðspurður hvort hann vissi hvaða tillögur Samfylkingin ætlaði að leggja fram sagðist Þorlákur ekki vita það en vonaði að þær væru góðar. Heimildir fréttastofu Stöðvar 2 herma að sú tillaga sem helst verður rædd á fundinum sé mjög keimlík tillögu framsóknarmanna sem lögð var fram í sumar. Þar er gert ráð fyrir að Samfylkingin fái þrjá menn, Vinstri - grænir tvo og Framsókn tvo og að leiðtogaprófkjör verði haldið í kjölfarið þar sem áttundi maðurinn kemur inn. Líklegt þykir að sá maður komi frá Samfylkingunni. Heimildarmenn sem fréttastofa hefur rætt við segja mjög ólíklegt að Vinstri - grænir gangi að þessari tillögu, sérstaklega hvað varðar leiðtogaprófkjörið. Talið er líklegt að framsóknarmenn samþykki tillöguna. Samfylkingarfólk sem fréttastofan hefur rætt við segir það fýsilegan kost að Samfylkingin bjóði ein fram í næstu borgarstjórnarkosningum og nái fjórum mönnum inn. Þá opnist góður möguleiki fyrir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur til að ná sterkri stöðu fyrir alþingiskosningarnar 2007 fari svo að Sjálfstæðisflokkurinn nái meirihluta í borginni þar sem almenningur muni ekki geta hugsað sér að sjá Sjálfstæðisflokkinn við völd í borginni og í landsmálunum. Þessi kostur virðist því vera uppi á borðinu hjá Samfylkingarfólki en fundurinn í kvöld mun að öllum líkindum leiða í ljós hvort sátt náist um áframhaldandi samstarf. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Samstarf R-lista flokkanna hangir á bláþræði. Viðræðunefnd flokkanna hefur setið á fundi í miðbænum síðan klukkan 5. Svartsýni ríkir um áframhaldandi samstarf. Fundurinn, sem hófst klukkan fimm, var mjög leynilegur og lögðu fundarmenn mikið á sig að halda því leyndu hvar hann væri haldinn. Fulltrúar Vinstri - grænna sögðu fyrir fundinn að þeir væru vissir um að fundurinn yrði fínn þegar þeir voru spurðir að því hvort þeir byggjust við einhverjum árangri á honum. Aðspurð hvort þeir væru hræddir um að R-listasamstarfið spryngi í kvöld sögðust þau ekki vera það enda væri það ekki í þeirra valdið að binda enda á samstarfið, þau væru fulltrúar í viðræðunefnd sem legðu hlutina fyrir stjórn Vinstri - grænna í Reykjavík. Þorlákur Björnsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í viðræðunefndinni, sagðist aðspurður að hann ætti von á því að fundurinn færi vel. Aðspurður hvort hann vissi hvaða tillögur Samfylkingin ætlaði að leggja fram sagðist Þorlákur ekki vita það en vonaði að þær væru góðar. Heimildir fréttastofu Stöðvar 2 herma að sú tillaga sem helst verður rædd á fundinum sé mjög keimlík tillögu framsóknarmanna sem lögð var fram í sumar. Þar er gert ráð fyrir að Samfylkingin fái þrjá menn, Vinstri - grænir tvo og Framsókn tvo og að leiðtogaprófkjör verði haldið í kjölfarið þar sem áttundi maðurinn kemur inn. Líklegt þykir að sá maður komi frá Samfylkingunni. Heimildarmenn sem fréttastofa hefur rætt við segja mjög ólíklegt að Vinstri - grænir gangi að þessari tillögu, sérstaklega hvað varðar leiðtogaprófkjörið. Talið er líklegt að framsóknarmenn samþykki tillöguna. Samfylkingarfólk sem fréttastofan hefur rætt við segir það fýsilegan kost að Samfylkingin bjóði ein fram í næstu borgarstjórnarkosningum og nái fjórum mönnum inn. Þá opnist góður möguleiki fyrir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur til að ná sterkri stöðu fyrir alþingiskosningarnar 2007 fari svo að Sjálfstæðisflokkurinn nái meirihluta í borginni þar sem almenningur muni ekki geta hugsað sér að sjá Sjálfstæðisflokkinn við völd í borginni og í landsmálunum. Þessi kostur virðist því vera uppi á borðinu hjá Samfylkingarfólki en fundurinn í kvöld mun að öllum líkindum leiða í ljós hvort sátt náist um áframhaldandi samstarf.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira