Samkynhneigðir öðlist sama rétt 6. ágúst 2005 00:01 Félagsmálaráðherra sagði í ávarpi á Hinsegin dögum í dag að hann myndi beita sér fyrir því að samkynhneigðir öðluðust fullan rétt á við gagnkynhneigða á sviði hjúskapar og ættleiðinga. Hann segist þó ekki vita hvaða álit aðrir ráðherrar hafi á málinu. „Í dag eiga hommar og lesbíur ekki sömu möguleika og gagnkynhneigð pör að skrá óvígða sambúð hjá Hagstofunni. Samkynhneigð pör í staðfestri samvist eiga ekki rétt á að ættleiða íslensk eða erlend börn til jafns á við gagnkynhneigð hjón, eða einstaklinga. Lesbíur eiga ekki sama rétt og gagnkynhneigðar konur til tæknifrjóvgunar í opinberum sjúkrastofnunum. Að því ógleymdu að samkynhneigt fólk getur ekki óskað eftir því að prestar eða forstöðumenn safnaða gerist vígslumenn þeirra sem hyggjast ganga í staðfesta samvist. Baráttumál homma og lesbía er að öðlast fullan rétt á við gagnkynhneigða til fjölskylduþátttöku. Ég styð það sjónarmið heilshugar og mun halda áfram að beita mér fyrir því, í fullri samvinnu við ykkur,“ sagði Árni Magnússon félagsmálaráðherra í ávarpi sínu á Hinsegin dögum í dag. Það er því ljóst að félagsmálaráðherra vill ganga alla leið til að tryggja samkynhneigðum sömu réttindi og gagnkynhneigðum. Aðspurður hvort kollegar hans í ríkisstjórn séu sammála honum í þessum efnum segir Árni að það hafi ekki verið rætt sérstaklega. Í vetur hafi starfað nefnd þar sem félagsmálaráðuneytið hafi átt fulltrúa og þar hafi þessum sjónarmiðum verið fylgt fram. Hann standi þar með með sjálfum sér og fulltrúa sínum í nefndinni. Þetta sé hans skoðun og hann muni fylgja henni eftir. Árni áréttar að málið hafi ekki verið rætt í ríkisstjórn en hann telji að það sé breið pólitísk samstaða um að jafna réttindi samkynhneigðra og gagnkynhneigðra. Ráðherra vísar á bug staðhæfingum á borð við þá að samkynhneigðir foreldrar geti ekki búið börnum vænleg þroskaskilyrði. Hann segir að rannsóknir sýni þvert á móti að samkynhneigðir standi gagnkynhneigðum síst að baki við barnauppeldi. Menn eigi að horfast í augu við það og stíga skrefið. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Félagsmálaráðherra sagði í ávarpi á Hinsegin dögum í dag að hann myndi beita sér fyrir því að samkynhneigðir öðluðust fullan rétt á við gagnkynhneigða á sviði hjúskapar og ættleiðinga. Hann segist þó ekki vita hvaða álit aðrir ráðherrar hafi á málinu. „Í dag eiga hommar og lesbíur ekki sömu möguleika og gagnkynhneigð pör að skrá óvígða sambúð hjá Hagstofunni. Samkynhneigð pör í staðfestri samvist eiga ekki rétt á að ættleiða íslensk eða erlend börn til jafns á við gagnkynhneigð hjón, eða einstaklinga. Lesbíur eiga ekki sama rétt og gagnkynhneigðar konur til tæknifrjóvgunar í opinberum sjúkrastofnunum. Að því ógleymdu að samkynhneigt fólk getur ekki óskað eftir því að prestar eða forstöðumenn safnaða gerist vígslumenn þeirra sem hyggjast ganga í staðfesta samvist. Baráttumál homma og lesbía er að öðlast fullan rétt á við gagnkynhneigða til fjölskylduþátttöku. Ég styð það sjónarmið heilshugar og mun halda áfram að beita mér fyrir því, í fullri samvinnu við ykkur,“ sagði Árni Magnússon félagsmálaráðherra í ávarpi sínu á Hinsegin dögum í dag. Það er því ljóst að félagsmálaráðherra vill ganga alla leið til að tryggja samkynhneigðum sömu réttindi og gagnkynhneigðum. Aðspurður hvort kollegar hans í ríkisstjórn séu sammála honum í þessum efnum segir Árni að það hafi ekki verið rætt sérstaklega. Í vetur hafi starfað nefnd þar sem félagsmálaráðuneytið hafi átt fulltrúa og þar hafi þessum sjónarmiðum verið fylgt fram. Hann standi þar með með sjálfum sér og fulltrúa sínum í nefndinni. Þetta sé hans skoðun og hann muni fylgja henni eftir. Árni áréttar að málið hafi ekki verið rætt í ríkisstjórn en hann telji að það sé breið pólitísk samstaða um að jafna réttindi samkynhneigðra og gagnkynhneigðra. Ráðherra vísar á bug staðhæfingum á borð við þá að samkynhneigðir foreldrar geti ekki búið börnum vænleg þroskaskilyrði. Hann segir að rannsóknir sýni þvert á móti að samkynhneigðir standi gagnkynhneigðum síst að baki við barnauppeldi. Menn eigi að horfast í augu við það og stíga skrefið.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira