Þegar völdin ein eru eftir 26. júlí 2005 00:01 R-listinn - Bolli Thoroddsen formaður Heimdallar Það er sorglegt þessa dagana að verða vitni að valdabaráttu og opinberu hnútukasti R-lista flokkanna. Að þeirra eigin sögn er ekki ágreiningur um málefni, aðeins um aðferðir við val á framboðslista og skiptingu efstu sæta. Þegar svo er komið eiga stjórnmálaflokkar að líta í eigin barm og spyrja; um hvað eiga stjórnmál að snúast? Völd einstaklinga eða stefnumál og árangur? Oft er sagt að áhrif stjórnmálamanna hafi minnkað, færst til atvinnu- og viðskiptalífs. Það er ekki alls kostar rétt sé horft til þess að opinber rekstur tók til sín 46% landsframleiðslu á Íslandi árið 2004. Þessu mikla fé, sem við Sjálfstæðismenn viljum draga úr, á að verja til samfélagslegra þarfa og miklu skiptir að kjörnir fulltrúar í sveitastjórnum og á Alþingi, hafi skýra sýn á það hvernig því er best varið. Hún byggi á hugsjónum, klárum stefnumiðum um verkefnin, eftirliti með að vel sé farið með þetta almannafé og tilætlaður árangur náist. Milljarða fjáraustur Orkuveitu Reykjavíkur í fjarskiptaævintýri, margs konar áhættufjárfestingar og fokdýrt skrifstofuhúsnæði þar sem lóðin ein kostar 300 milljónir sýnir glöggt virðingarleysi R-listans gagnvart skattfé borgarbúa. Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa að undanförnu kynnt borgarbúum ýmis stefnumál ma. á íbúaþingi í júní sl. og Heimdallur hélt hugmyndaþing fyrir nokkru með ungu fólki til að undirbúa sína stefnuskrá fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Á sama tíma eru fulltrúar R-listans uppteknir við að munnhöggvast í fjölmiðlum og er nýjasta umferðin undir forystu Össurar Skarphéðinssonar. Rannsóknir sýna að árangur í kosningum byggist ekki síst á trúverðugri stefnu og samheldni þeirra sem sækjast eftir umboði kjósenda. Þótt R-listaflokkarnir hafi sett viðræðunefndina í fjölmiðlabann, eru í þeirra röðum einstaklingar, sem ekki geta sett hagsmuni R-listans ofar eigin þörf fyrir að láta á sér bera eða bara að hafa síðasta orðið. Innan Sjálfstæðisflokksins eru að sjálfsögðu skiptar skoðanir um menn og málefni, en enginn efast um samstöðu okkar um meginmál og vinnubrögð. Sjálfstæðisflokkurinn hefur margsýnt að honum er treystandi. Það sama mun hann sýna kjósendum í Reykjavík í kosningunum næsta vor og á því kjörtímabili sem þá hefst. Stjórnmál eiga að snúast um hugsjónir, stefnu, fólkið og hagsmuni þess. Ungir Sjálfstæðismenn í Heimdalli hafa í sínu starfi sl. vetur lagt áherslu á borgarmálefni og hagsmuni ungs fólks í Reykjavík. Því verður haldið áfram og munu baráttumál ungs fólks endurspeglast í stefnu flokksins í Reykjavík. Þar skiptir ma. máli að rjúfa vítahring lóðaverðshækkana og íbúðaverðs með auknu framboði lóða, hlúa að grunnskólum borgarinnar og auka valfrelsi og samstarf við foreldra, styðja þá framhaldsskóla sem staðsettir eru í borginni, taka til baka hækkanir á dagvistargjöldum fyrir börn námsmanna, finna innanlandsflugvelli nýjan stað á stór- Reykjavíkursvæðinu, þétta byggðina og skapa svigrúm fyrir háskóla, námsmannaíbúðir og þekkingarþorp í Vatnsmýrinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
R-listinn - Bolli Thoroddsen formaður Heimdallar Það er sorglegt þessa dagana að verða vitni að valdabaráttu og opinberu hnútukasti R-lista flokkanna. Að þeirra eigin sögn er ekki ágreiningur um málefni, aðeins um aðferðir við val á framboðslista og skiptingu efstu sæta. Þegar svo er komið eiga stjórnmálaflokkar að líta í eigin barm og spyrja; um hvað eiga stjórnmál að snúast? Völd einstaklinga eða stefnumál og árangur? Oft er sagt að áhrif stjórnmálamanna hafi minnkað, færst til atvinnu- og viðskiptalífs. Það er ekki alls kostar rétt sé horft til þess að opinber rekstur tók til sín 46% landsframleiðslu á Íslandi árið 2004. Þessu mikla fé, sem við Sjálfstæðismenn viljum draga úr, á að verja til samfélagslegra þarfa og miklu skiptir að kjörnir fulltrúar í sveitastjórnum og á Alþingi, hafi skýra sýn á það hvernig því er best varið. Hún byggi á hugsjónum, klárum stefnumiðum um verkefnin, eftirliti með að vel sé farið með þetta almannafé og tilætlaður árangur náist. Milljarða fjáraustur Orkuveitu Reykjavíkur í fjarskiptaævintýri, margs konar áhættufjárfestingar og fokdýrt skrifstofuhúsnæði þar sem lóðin ein kostar 300 milljónir sýnir glöggt virðingarleysi R-listans gagnvart skattfé borgarbúa. Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa að undanförnu kynnt borgarbúum ýmis stefnumál ma. á íbúaþingi í júní sl. og Heimdallur hélt hugmyndaþing fyrir nokkru með ungu fólki til að undirbúa sína stefnuskrá fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Á sama tíma eru fulltrúar R-listans uppteknir við að munnhöggvast í fjölmiðlum og er nýjasta umferðin undir forystu Össurar Skarphéðinssonar. Rannsóknir sýna að árangur í kosningum byggist ekki síst á trúverðugri stefnu og samheldni þeirra sem sækjast eftir umboði kjósenda. Þótt R-listaflokkarnir hafi sett viðræðunefndina í fjölmiðlabann, eru í þeirra röðum einstaklingar, sem ekki geta sett hagsmuni R-listans ofar eigin þörf fyrir að láta á sér bera eða bara að hafa síðasta orðið. Innan Sjálfstæðisflokksins eru að sjálfsögðu skiptar skoðanir um menn og málefni, en enginn efast um samstöðu okkar um meginmál og vinnubrögð. Sjálfstæðisflokkurinn hefur margsýnt að honum er treystandi. Það sama mun hann sýna kjósendum í Reykjavík í kosningunum næsta vor og á því kjörtímabili sem þá hefst. Stjórnmál eiga að snúast um hugsjónir, stefnu, fólkið og hagsmuni þess. Ungir Sjálfstæðismenn í Heimdalli hafa í sínu starfi sl. vetur lagt áherslu á borgarmálefni og hagsmuni ungs fólks í Reykjavík. Því verður haldið áfram og munu baráttumál ungs fólks endurspeglast í stefnu flokksins í Reykjavík. Þar skiptir ma. máli að rjúfa vítahring lóðaverðshækkana og íbúðaverðs með auknu framboði lóða, hlúa að grunnskólum borgarinnar og auka valfrelsi og samstarf við foreldra, styðja þá framhaldsskóla sem staðsettir eru í borginni, taka til baka hækkanir á dagvistargjöldum fyrir börn námsmanna, finna innanlandsflugvelli nýjan stað á stór- Reykjavíkursvæðinu, þétta byggðina og skapa svigrúm fyrir háskóla, námsmannaíbúðir og þekkingarþorp í Vatnsmýrinni.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun