Íbúðalánasjóður orðinn óþarfur 25. júlí 2005 00:01 “Ég óska frjálshyggjudeild Sjálfstæðisflokksins til hamingju,“ sagði Ögmundur Jónasson, núverandi þingmaður Vinstri grænna, á Alþingi vorið 1998 þegar lög um Íbúðalánasjóð voru samþykkt. Eins og aðrir vinstrimenn á Alþingi taldi Ögmundur að með því að sameina félagslega íbúðalánakerfið hinu almenna í nýjum Íbúðalánasjóði væri verið að vega að hagsmunum hinna efnaminni í þjóðfélaginu. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði við afgreiðslu málsins að ríkisstjórnin væri með „ómannúðlegum, grimmum og miskunnarlausum hætti“ að ráðast á húsnæðisöryggi þeirra sem höllum fæti stæðu í þjóðfélaginu. Þegar á reyndi kom í ljós að þau stóru orð sem féllu í ræðum vinstrimanna á þessum tíma gengu ekki eftir. Þeir höfðu einfaldlega rangt fyrir sér. Þeir sem höllum fæti stóðu í þjóðfélaginu komu ekki verr út úr þessum breytingum. Þvert á móti kom kerfisbreytingin stórum hópi fólks til góða þar sem því var ekki skylt að kaupa íbúð þar sem stjórnmálamenn völdu því stað í félagslegu íbúðakerfi. Það hafði val eins og aðrir um leið og kostnaðarsamt kerfi var einfaldað. Þessa dagana á sér stað ný umræða um hlutverk Íbúðalánasjóðs og aftur rísa vinstrimenn á afturlappirnar – í þetta sinn Íbúðalánasjóði til varnar. Nú eru það meintir hagsmunir almennings að ríkið reki áfram lánasjóð til að fjármagna íbúðakaup fólksins í landinu. Er þessu blákalt haldið fram þrátt fyrir að bankarnir hafi bráðum í ár boðið almenningi að fá lánaða peninga til íbúðakaupa á mun betri kjörum en áður þekktist hjá Íbúðalánasjóði. Ekki nóg með það, heldur er hægt að fá hærri lán og velja um fjölbreyttar þjónustuleiðir. Kjarabót almennings vegna innkomu bankanna á íbúðalánamarkaðinn er óumdeild. Á það ekki síst við um þá launalægstu því þeir greiða hærra hlutfall af tekjum sínum í afborganir af lánum en aðrir. Þetta sýnir enn og aftur að drifkraftur einkaframtaksins nýtist öllum þjóðfélagshópum og að rekstur Íbúðalánasjóðs í óbreyttri mynd er óþarfur. Miklar uppgreiðslur eldri lána og lágir vextir í Evrópu hafa jafnframt stefnt rekstri sjóðsins í tvísýnu vegna þess hvernig fjármögnun Íbúðalánasjóðs var breytt síðasta sumar. Á þessu þurfa stjórnmálamenn að taka. Á síðsta landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2003 var samþykkt sú stefna að Íbúðalánasjóður starfaði ekki á almennum útlánamarkaði heldur tryggði bönkum og sparisjóðum fjármögnun íbúðalána. Þetta var áður en ljóst varð að bankarnir hefðu bolmagn til að lána almenningi til íbúðakaupa án meðgjafar í formi ríkistryggðra lána Íbúðalánasjóðs. Ef vilji var til að stíga þetta skref árið 2003 er svigrúm til þess núna. Það gæti samrýmst þeim hugmyndum að Íbúðalánasjóður verði einhvers konar heildsölubanki. Ljóst er að skrefin í átt að meira frelsi á fjármálamarkaði hræða ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Fastir pennar Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun
“Ég óska frjálshyggjudeild Sjálfstæðisflokksins til hamingju,“ sagði Ögmundur Jónasson, núverandi þingmaður Vinstri grænna, á Alþingi vorið 1998 þegar lög um Íbúðalánasjóð voru samþykkt. Eins og aðrir vinstrimenn á Alþingi taldi Ögmundur að með því að sameina félagslega íbúðalánakerfið hinu almenna í nýjum Íbúðalánasjóði væri verið að vega að hagsmunum hinna efnaminni í þjóðfélaginu. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði við afgreiðslu málsins að ríkisstjórnin væri með „ómannúðlegum, grimmum og miskunnarlausum hætti“ að ráðast á húsnæðisöryggi þeirra sem höllum fæti stæðu í þjóðfélaginu. Þegar á reyndi kom í ljós að þau stóru orð sem féllu í ræðum vinstrimanna á þessum tíma gengu ekki eftir. Þeir höfðu einfaldlega rangt fyrir sér. Þeir sem höllum fæti stóðu í þjóðfélaginu komu ekki verr út úr þessum breytingum. Þvert á móti kom kerfisbreytingin stórum hópi fólks til góða þar sem því var ekki skylt að kaupa íbúð þar sem stjórnmálamenn völdu því stað í félagslegu íbúðakerfi. Það hafði val eins og aðrir um leið og kostnaðarsamt kerfi var einfaldað. Þessa dagana á sér stað ný umræða um hlutverk Íbúðalánasjóðs og aftur rísa vinstrimenn á afturlappirnar – í þetta sinn Íbúðalánasjóði til varnar. Nú eru það meintir hagsmunir almennings að ríkið reki áfram lánasjóð til að fjármagna íbúðakaup fólksins í landinu. Er þessu blákalt haldið fram þrátt fyrir að bankarnir hafi bráðum í ár boðið almenningi að fá lánaða peninga til íbúðakaupa á mun betri kjörum en áður þekktist hjá Íbúðalánasjóði. Ekki nóg með það, heldur er hægt að fá hærri lán og velja um fjölbreyttar þjónustuleiðir. Kjarabót almennings vegna innkomu bankanna á íbúðalánamarkaðinn er óumdeild. Á það ekki síst við um þá launalægstu því þeir greiða hærra hlutfall af tekjum sínum í afborganir af lánum en aðrir. Þetta sýnir enn og aftur að drifkraftur einkaframtaksins nýtist öllum þjóðfélagshópum og að rekstur Íbúðalánasjóðs í óbreyttri mynd er óþarfur. Miklar uppgreiðslur eldri lána og lágir vextir í Evrópu hafa jafnframt stefnt rekstri sjóðsins í tvísýnu vegna þess hvernig fjármögnun Íbúðalánasjóðs var breytt síðasta sumar. Á þessu þurfa stjórnmálamenn að taka. Á síðsta landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2003 var samþykkt sú stefna að Íbúðalánasjóður starfaði ekki á almennum útlánamarkaði heldur tryggði bönkum og sparisjóðum fjármögnun íbúðalána. Þetta var áður en ljóst varð að bankarnir hefðu bolmagn til að lána almenningi til íbúðakaupa án meðgjafar í formi ríkistryggðra lána Íbúðalánasjóðs. Ef vilji var til að stíga þetta skref árið 2003 er svigrúm til þess núna. Það gæti samrýmst þeim hugmyndum að Íbúðalánasjóður verði einhvers konar heildsölubanki. Ljóst er að skrefin í átt að meira frelsi á fjármálamarkaði hræða ekki.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun