Framleiða vörubretti úr pappír 19. júlí 2005 00:01 Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra hefur heimilað Nýsköpunarsjóði að ganga til samninga um kaup á hlutum í félagi sem áformar að framleiða vörubretti úr endurvinnanlegum pappír í Mývatnssveit. "Athuganir sýna að þetta geti verið hagkvæmur og arðvænlegur kostur. Nýsköpunarsjóður hefur heimildina og metur sjálfstætt nokkra áhættuþætti áður en lengra verður haldið," segir Valgerður. Frá því að starfsemi Kísiliðjunnar í Mývatnssveit var hætt í desember síðastliðnum hefur iðnaðarráðuneytið hugað að því hvort og hvernig unnt væri að nýta mannvirki verksmiðjunnar og reka stoðir undir atvinnulífið í sveitarfélaginu. Til grundvallar lá meðal annars samþykkt ríkisstjórnarinnar frá árinu 2003 um 200 milljóna króna framlag til iðnaðarverkefnis í þágu búsetuþróunar á landsbyggðinni. Framleiðsla á vörubrettum úr endurvinnanlegum pappír var einn þeirra kosta sem talinn var líklegur til að skila árangri og var Nýsköpunarsjóði falið að meta arðsemi og áhættu verkefnisins síðla vetrar. Niðurstaða sjóðsins hefur nú borist iðnaðarráðuneytinu og er hugmynd um pappabrettaverksmiðju talin áhugaverð og arðbær. Stofnkostnaður fyrsta áfanga er áætlaður um 1.800 milljónir króna. "Félagið sem vinnur að þessu verkefni heitir Grænar lausnir og unnið er að þessu í samvinnu við franska aðila," segir Valgerður. Ráðgert er að framleiða hátt í fimm milljónir vörubretta úr 11 þúsund tonnum af úrgangspappír á ári hverju. Þá er ætlunin að nýta húsakost Kísiliðjunnar að einhverju leyti en fyrst og fremst er sóst eftir jarðgufuorkunni til framleiðslunnar. Valgerður segir að í fyrsta áfanga geti verksmiðjan veitt um 20 manns vinnu. "Síðast en ekki síst er þetta gríðarlega umhverfisvænn kostur. Þessi bretti eru léttari og hreinlegri en venjuleg trébretti og handhæg í notkun. Ég er bjartsýn og vona sannarlega að þetta verði að veruleika," segir Valgerður Sverrisdóttir. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra hefur heimilað Nýsköpunarsjóði að ganga til samninga um kaup á hlutum í félagi sem áformar að framleiða vörubretti úr endurvinnanlegum pappír í Mývatnssveit. "Athuganir sýna að þetta geti verið hagkvæmur og arðvænlegur kostur. Nýsköpunarsjóður hefur heimildina og metur sjálfstætt nokkra áhættuþætti áður en lengra verður haldið," segir Valgerður. Frá því að starfsemi Kísiliðjunnar í Mývatnssveit var hætt í desember síðastliðnum hefur iðnaðarráðuneytið hugað að því hvort og hvernig unnt væri að nýta mannvirki verksmiðjunnar og reka stoðir undir atvinnulífið í sveitarfélaginu. Til grundvallar lá meðal annars samþykkt ríkisstjórnarinnar frá árinu 2003 um 200 milljóna króna framlag til iðnaðarverkefnis í þágu búsetuþróunar á landsbyggðinni. Framleiðsla á vörubrettum úr endurvinnanlegum pappír var einn þeirra kosta sem talinn var líklegur til að skila árangri og var Nýsköpunarsjóði falið að meta arðsemi og áhættu verkefnisins síðla vetrar. Niðurstaða sjóðsins hefur nú borist iðnaðarráðuneytinu og er hugmynd um pappabrettaverksmiðju talin áhugaverð og arðbær. Stofnkostnaður fyrsta áfanga er áætlaður um 1.800 milljónir króna. "Félagið sem vinnur að þessu verkefni heitir Grænar lausnir og unnið er að þessu í samvinnu við franska aðila," segir Valgerður. Ráðgert er að framleiða hátt í fimm milljónir vörubretta úr 11 þúsund tonnum af úrgangspappír á ári hverju. Þá er ætlunin að nýta húsakost Kísiliðjunnar að einhverju leyti en fyrst og fremst er sóst eftir jarðgufuorkunni til framleiðslunnar. Valgerður segir að í fyrsta áfanga geti verksmiðjan veitt um 20 manns vinnu. "Síðast en ekki síst er þetta gríðarlega umhverfisvænn kostur. Þessi bretti eru léttari og hreinlegri en venjuleg trébretti og handhæg í notkun. Ég er bjartsýn og vona sannarlega að þetta verði að veruleika," segir Valgerður Sverrisdóttir.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira