Vonlaust að þagga niður í Össuri 19. júlí 2005 00:01 Össur Skarphéðinsson, þingmaður og fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, segist ekki útiloka að hann gefi kost á sér sem borgarstjóraefni Samfylkingarinnar í Reykjavík. "En mér hefur ekki flogið þetta í hug. Það er skemmtilegt hvað menn eru hugmyndaríkir. Ég er þingmaður borgarbúa og ég hef mikinn áhuga á málefnum Reykjavíkurlistans. Ég vil ekki að þau málefni verði lokuð af í bakherbergjum flokksmaskínanna. Ég hef sterkar skoðanir á því sem Reykjavíkurlistinn hefur vel gert og líka á því sem mér finnst þurfa að lagfæra. Ég læt engan þagga niður í mér hvort sem það varðar málefni gæslukvenna eða viðhorf mín um að allir stuðningsmenn listans eigi að fá kost á að velja frambjóðendur eða borgarstjóraefni," segir Össur. Aðspurður um hvort hann myndi íhuga að gefa kost á sér ef til hans yrði leitað segir Össur. "Þetta kemur svo algjörlega flatt upp á mig að ég hef ekkert meira um þetta að segja í bili." Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir að Össur geti tekið þátt í prófkjöri eins og aðrir. "Ég hef alltaf verið talsmaður þess að það verði sem opnast val og víðtækust þátttaka um það hvernig Reykjavíkurlistinn verður til og það hlýtur að fela í sér að Össur getur verið með eins og allir aðrir. En eins og öllum er kunnugt hefur enginn reynt að þagga niður í honum síðustu daga enda er það vonlaust," segri Stefán Jón. Steinunn V. Óskarsdóttir, borgarstjóri og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir að mögulegt framboð Össurar hafi engin áhrif á hennar áform og hún hafi lítið um það að segja. "Það er algjörlega mál þeirra sem vilja fara fram. Mér finnst mestu máli skipta að sá sem verður borgarstjóraefni R-listans geti unnið með samstarfsflokkunum að því gefnu að af framboði R-listans verði og það tel ég mig geta," segir Steinunn. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, þingmaður og fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, segist ekki útiloka að hann gefi kost á sér sem borgarstjóraefni Samfylkingarinnar í Reykjavík. "En mér hefur ekki flogið þetta í hug. Það er skemmtilegt hvað menn eru hugmyndaríkir. Ég er þingmaður borgarbúa og ég hef mikinn áhuga á málefnum Reykjavíkurlistans. Ég vil ekki að þau málefni verði lokuð af í bakherbergjum flokksmaskínanna. Ég hef sterkar skoðanir á því sem Reykjavíkurlistinn hefur vel gert og líka á því sem mér finnst þurfa að lagfæra. Ég læt engan þagga niður í mér hvort sem það varðar málefni gæslukvenna eða viðhorf mín um að allir stuðningsmenn listans eigi að fá kost á að velja frambjóðendur eða borgarstjóraefni," segir Össur. Aðspurður um hvort hann myndi íhuga að gefa kost á sér ef til hans yrði leitað segir Össur. "Þetta kemur svo algjörlega flatt upp á mig að ég hef ekkert meira um þetta að segja í bili." Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir að Össur geti tekið þátt í prófkjöri eins og aðrir. "Ég hef alltaf verið talsmaður þess að það verði sem opnast val og víðtækust þátttaka um það hvernig Reykjavíkurlistinn verður til og það hlýtur að fela í sér að Össur getur verið með eins og allir aðrir. En eins og öllum er kunnugt hefur enginn reynt að þagga niður í honum síðustu daga enda er það vonlaust," segri Stefán Jón. Steinunn V. Óskarsdóttir, borgarstjóri og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir að mögulegt framboð Össurar hafi engin áhrif á hennar áform og hún hafi lítið um það að segja. "Það er algjörlega mál þeirra sem vilja fara fram. Mér finnst mestu máli skipta að sá sem verður borgarstjóraefni R-listans geti unnið með samstarfsflokkunum að því gefnu að af framboði R-listans verði og það tel ég mig geta," segir Steinunn.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Sjá meira